Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Síða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Síða 20
W. Somerset Maugham:-. Dæmisaga-----------------^ Þegar ég var lítill snáði, var ég látinn læra utan að nokkrar dæmisögur eftir La Fontaine, og þær voru rækilega útskýrðar fyrir mér. Ein sagan, sem ég lærði, heitir „Maurinn og engisprettan“. Hún á að innprenta lesandanum það, að iðjusemin borgi sig, en letin hefni sin. 1 þessari ágætu sögu er sagt frá því, að maurinn er allt sumarið í óða önn að birgja sig upp til vetr- arins, en engisprettan situr syngjandi á strái. Vet- urinn kemur, og maurinn er vel hirgur af öllu, en engisprettan á ekki málungi matar. Hún fer til maursins og biður hann um eitthvað í svanginn. Þá segir maurinn: „Hvað varst þú að gera í sumar?“ „Ég söng, söng alla daga, allar nætur“. „Þú söngst. Farðu þá að dansa“. Það hefir að líkindum verið sakir æsku minnar, að ég gat aldrei fellt mig við kenningar þessarar sögu. Ég var á bandi engisprettunnar, og í dálítinn tima gat ég ekki séð maur án þess að stiga ofan á hann. Mér datt þessi saga í hug, þegar ég um daginn sá George Ramsay vera að borða miðdegisverð í matsöluhúsi. Ég hefi aldrei séð dapurlegri svip á nokkrum manni. Hann starði út í bláinn. Það var eins og allar heimsins áhyggjur hvíldu á honum. Ég kenndi í brjósti um hann. Mér datt strax í hug, að vandræðagepillinn hann bróðir hans hefði nú enn einu sinni gert eitthvað af sér. Ég gekk til hans og rétti honum hendina. „Skrambi ertu hnugginn að sjá“. „Já, ég er heldur ekki í neinu sólskinsskapi“, svaraði hann. „Hefur Tom verið að gera einhvem óskunda enn einu sinni?“ Hann andvarpaði. „Já“. „Hvers vegna læturðu hann ekki róa? Þú ert búinn að gera fyrir hann allt, sem hægt er að hugsa sér. Þér hlýtur að vera það ljóst núna, að hann er alveg óforbetranlegur“. Líklega er svartur sauður í hverri fjölskyldu. 1 20 ár hafði Tom hrjáð fjölskyldu sina. Hann hafði byrjað ævistarf sitt mjög sómasamlega. Hann setti á stofn fyrirtæki, kvæntist og eignaðist tvö börn. Ramsaysfólkið var mjög heiðvirt, og það var full ástæða til að halda, að Tom Ramsay myndi vinna ævistarf sitt með prýði. En dag nokkurn tilkynnti hann fyrirvaralaust, að sér þætti ekki gaman að vinna og sér félli ekki vel að vera kvæntur. Hann langaði til að njóta lífsins. Hann skellti skolleyr- unum við öllum fortölum. Hann lagði niður vinnu og yfirgaf konu sína. Hann átti dálítið af peningum og dvaldist í sukki og sællífi í tvö ár í ýmsum helztu borgum Evrópu. Ættingjum hans bárust við og við fréttir af athæfi hans, og urðu sem þrumu lostnir. Hann naut vissu- lega lífsins í ríkum mæli. Þeir hristu höfuðið og spurðu sjálfa sig, hvað verða myndi, þegar pen- ingar hans væru til þurrðar gengnir. Það kom brátt á daginn: hann fékk lánaða pen- inga. Hann var aðalaðandi og ófyrirleitinn. Aldrei hef ég hitt mann, sem erfiðara hefur verið að neita rnn lán. Hann hafði stöðugar tekjur af vinum sín- um og hann átti auðvelt með að eignast vini. En hann sagði alltaf, að það væri leiðinlegt að eyða peningum í nauðsynjar, en gaman að verja þeim til munaðar. Hann fékk peninga hjá George, bróður sínum. Einu sinni eða tvisvar, þegar Tom hafði lofað bót og betrun, gaf hann honum peninga til þess að byrja starf sitt á nýjan leik. Fyrir þá peninga keypti Tom bíl og skartgripi. En þegar George hafði gert sér ljóst, að bróðir hans var ó- betranlegur, þá sagði hann þá skilda að skiftum. En þá byrjaði Tom að kúga af honum fé. Það var ekki sérlega skemmtilegt fyrir virðuleg- an lögfræðing að sjá bróður sinn vera að hrista cocktail í uppáhaldskránni sinni eða sitja í ekils- sæti í einhverjum leigubíl. Tom sagði, að það væri mjög heiðarlegt starf að hrista cocktail og aka leigu- bíl, en ef George sæi sér fært að hjálpa honum um nokkur hundruð sterlingspund, þá væri sér sama þótt hann, sakir sinnar virðulegu ættar, legði niður slíka vinnu. George sá sér það fært. Einu sinni munaði minnstu, að Tom væri settur í fangelsi. George leizt ekki á blikuna. Hann skarst í leikinn. Tom hafði gengið of langt. Hann hafði verið trylltur, hugsunarlaus og eigingjarn, en hann hafði aldrei fyrr gert neitt óheiðarlegt, en óheiðar- legur var í augum George sérhver ólöglegur verka- maður. Ef hafin yrði málsókn gegn honum, fengi VÍKINGUR 240

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.