Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Qupperneq 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Qupperneq 9
aði í honum öllum og hann hrístist og skalf, eins og hræddur hestur. Ég beit á jaxlinn og reyndi hvað ég gat að verja bátinn verstu sjóunum, en það gekk ekki vel. Allt í einu kallar Hallgrímur: „Þama sér í heiðskírt loft, þarna er stjarna“. Ég lít til lofts og sé að þetta er satt. Það er tekið að rofa í lofti, vindur er að breytast; kemur hann nú þvert á stjórnborða, og ég finn að hann lygnir held- ur; hins vegar er sjólagið nú orðið svo djöfullegt, að það er eins og sjóarnir komi úr öllum áttum. 1 einu hendingskasti sviptir í burtu allri þokunni, komið er alheiðríkt loft og stjörnuljós, en um leið öskurýkur hann á suðvestan. Ég sé undireins, hvar við erum staddir. Við erum undir svokölluðum Landsenda, sem er æðispöl fyrir utan Snotrunes, en svo heitir yzti bær að norðanverðu við Borgar- fjörð. Landsendinn er háir, þverhnýptir hamrar, sem ganga nokkuð langt fram, rétt innan við Njarð- víkurskríður, og myndast nokkurs konar olbogi þar sem skriðurnar og hamrarnir mætast. Upp í þenn- an olboga vorum við komnir, þegar ég breytti um stefnu. Ég sá, að brimið sauð og vall við klettana, og sjóillskan, sem þarna var, stafaði mikið af frá- kastinu frá þeim, og svo var þarna mikill straumur. Rokið var ekki mjög mikið, því straumurinn stóð beint af klettumnn, og drógu þeir úr honum mesta ofsann. Mér virtist báturinn standa alveg kyrr í þessum andskota. Ég lem í hurðina hjá Þorsteini. Hann gægist út. Ég öskra, hvort hann geti ekki pínt vélina dálítið meira. Hann horfir á mig andar- tak og lokar svo aftur steinþegjandi. Ég tók stefnu út og suður í Borgarfjarðarflóann, til að reyna að komast út úr þessu og fjarlægjast landið. Eftir óratíma, að mér fannst, vorrnn við komnir á opinn Borgarfjörð, en þá hvessti aftur og var háa-skafn- ingur landa á milli beint út fjörðinn. Ég þorði ekki að beita í fjörðinn, fyrr en ég sá ljós. Þóttist ég vita, að það væri í Bakkagerðisþorpinu. Þarna er skerjótt með norðurlandinu, frá Landsenda og inn fyrír Geitavik, sem er skammt fynr utan Bakka- gerði. Þarna í fjarðarmynninu var sjólagið slæmi, því suðvestan rokið kom á hlið við sunnansjóinn, og var sjórinn þarna eins og vellandi hver. Nidurlag nœst. íeiíréttihqar Meinlegar prentvillur urðu í síðasta blaði á bls. 195 og 196. Höfundur greinarinnar „Nótt á Héraðsflóa" er Stefán J. Loðmfjörö, ekki Vopnfjörð, eins og prent- aðist af misgáningi. Tvær aðrar slæmar villur hafa komizt inn í greinina: Konráð Vilhjálmsson, les Hjálm- arsson. Víglundur Þorsteinsson, les Þorgrímsson. Höf- undur og lesendur eru beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. V I K I N G U R Góðkunningjar íslenzkra sjómanna. 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.