Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Qupperneq 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1953, Qupperneq 24
Sjómannadagurinn í Bergen Eins og skýrt var frá í Víkingi í fyrra, efndu Norð- menn þá í fyrsta skipti til „sjómannadags" með nokkuð svipuðu sniði og íslendingar hafa gert á annan áratug. Var sjómannadagurinn haldinn í Bergen. Þar var hinn 20. sept. s.l. haldinn hátíðlegur sjómannadagur í annað sinn. Hefur landi okkar, Jón Sigurðsson skipstjóri, sem er einn af forgöngumönnum þessara hátíðahalda í Berg- en, sent Sjómannablaðinu frásögn og myndir frá deg- inum. Per hér á eftir stutt lýsing dagsins. Fánar voru við hún um allan bæinn og á skipum þeim, sem lágu á höfninni. Sjómannadagurinn hófst á messu í Jóhannesarkirkju. Eftir hádegi söfnuðust sjó- menn saman og gengu fylktu liði um nokkrar helztu götur, unz þeir staðnæmdust við hátíðasvæðið, sem var fagurlega skreytt í tilefni dagsins. Fóru þar fram fjöl- breytt hátíðahöld, ræður, söngur og skemmtileg sýning úr sjómannalífi. Sjávarguðinn Neptunus kom fram og skírði aldraðan sjómann, eins og tíðkaðist áður fyrr, er menn fóru í fyrsta skipti yfir miðbaug. Þóttu há- tíðahöldin takast vel og var fjöldi áhorfenda viðstaddur. Útvarpið í Bergen helgaði sjómönnum verulegan hluta af dagskrá sinni þennan dag. Komu þar fram og fluttu ávörp ýmsir fulltrúar sjómannastéttarinnar. Myndin hér að ofan er frá sjómannadeginum í Bergen. Signrgeir Sigurðsson, biskup Frh. af bls. 222 Starfsbræður hins látna biskups bafa gefið honum viðurnefnið liinn bjarti biskup. Það er réttnefni. Hann var bjartur yfirlitum, það var bjart í kringum liann og það stafaði birtu frá lionum í allri viðkynningu. Hvar, sem liann fór, hvort sem það var innanlands eða utan, sópaði að lionum. Eg, sem þessar línur rita, gleymi því ekki er ég sá séra Sigurgeir Sigurðsson í fyrsta skipti, þegar ég sem drengur var viðstaddur giftingu þeirra lijóna í Isafjarðarkirkju. Eg man livað mér fannst liin ungu prestshjón vera glæsileg og bvað stafaði af þeim mikill ljómi, sá ljómi fylgdi þeim æ síðan og færðist sífellt í aukana. Eg minntist með þakklæti prestsins, sem fermdi mig og gifti og þeirrar sérstöku vinsemdar, er biskupslijónin sýndu mér ungum pilti og æ síðar. Það var margt líkt með hinrnn fyrsta og nú síðasta íslenzka biskupi. Um ísleif var sagt: „Hann var vænn maðr at áliti ok vinsæll við alþýðu, ok alla æfi réttlátr ok ráðvandr, gjöf- ull ok góðgjarn en aldrei auðugr“. Þá vil ég leyfa mér að heimfæra á Sigurgeir biskup orð Jóns biskups Ogmundssonar hins lielga um ísleif fóstra hans: „Hann reynda ek svá at öllum hlutum at þá kemr mér hann í hug er ek heyri góðs manns getit“. Henry Halfdansson. Frá h.afi til hafnar Argentínsk yfirvöld hafa þyngt refsilögin gegn smygli og leggja þungar refsingar á viðkomandi skipa- félög í slíkum tilfellum. * í seinni tíð hefur mjög dregið úr því, að útlendir tankskipaeigendur skrái skip sín undir Panamafána, hins vegar hefur mjög færzt í vöxt, að skip séu skráð undir fána Líberíu. * í Aden við Persaflóa hefur verið hafizt handa um að stöðva þrælasölu, sem um tima hefur átt sér stað frá Afríku til Arabíu. 244 V í K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.