Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 8
landsfarar f jögur spáný skip, sem smíðuð höfðu verið handa honum sérstaklega. Magellan fékk allt það fé, sem hann þurfti, frá verzlunarfé- lagi í Amsterdam, eftir að hann hafði orðið ósáttur við þjóðhöfðingja sinn. En báðir þessir menn voru hagsýnir og með langa reynslu að baki sér. Og þeir gátu sýnt stuðningsmönnum sínum það svart á hvítu, hvað þeir hugðust fyrir, og hve mikils gróða væri að vænta af fyrirtækinu. En Kólumbus var aftur á móti með óljósar áætlanir um auðsöflun, sem engum datt í hug að taka alvarlega, og var auk þess sjálfur sá maður, sem virtist allra manna sízt til slíkrar ábyrgðar fallinn. Þegar við þann- ig lítum á þessa sögu án allrar hlutdrægni og hleypidóma, er ekki hægt að sjá annað en allir þessir tortryggnu „Tómasar" hefðu mikið til síns máls. Vasco da Gama og Magellan fundu það, sem þeir ætluðu sér að finna, en Kólumbus kom úr sínum leiðangri með nokkrar ótrúlegar sögur af nýju landi, sem þó var ekki það land, sem hann átti að finna. Þetta er nú orðinn nokkuð langur útúrdúr, en af þessu má sjá, hvers vegna þessi Kólum- busarskip, sem ef til vill eru frægust allra skipa, gefa svo villandi hugmyndir um skipasmíðalist á síðasta tugi fimmtándu aldarinnar. Stærst þessara þriggja skipa var „Santa María“. Hún var 128 fet á lengd, 25,71 fet á breidd, gat borið 100 tonn, og haft 52 manna skipshöfn. „Pinta“ var helmingi minni, 50 tonn, og „Nina“ var 10 tonnum minni. Bæði þessi skip höfðu 18 manna skipshöfn, ef hægt væri að nefna því nafni þá fanta og morðingja (at- vinnuglæpamenn frá Suður-Spáni og róna úr Karraka frá 16. öld. Palos-skuggahverfunum), sem teknir höfðu ver- ið á skipin. Til allrar óhamingju var lítið af því skráð, sem á dagana dreif í ferðinni, svo að við vitum næstum ekkert um daglegt líf skipshafnarinnar eða yfirmannanna. Vér vitum, hvað kom fyrir skipin sjálf. „Santa María“ var venjulegt rásiglt skip, sem upphaflega var smíðað vegna flæmsku verzlun- arinnar. Hana átti Júan nokkur de la Cosa, sem var aðal-siglingaráðunautur Kólumbusar tvær fyrstu ferðirnar til Nýja-heimsins. Við San Domingo strandaði hún vegna óaðgæzlu, og Kólumbus notaði allt það, sem hægt var að bjarga úr henni, til að byggja virki, sem þannig varð fyrsta spánska nýlendan í Ameríku. Þarna skildi Kólumbus eftir fjörutíu manna lið, sem vera átti nokkurs konar setulið. (Enginn þeirra sást þó aftur á lífi). Síðan hvarf hann aftur til Evrópu á skipinu „Nina“. „Nina“ hafði byrjað þessa ferð sem karavala með þrem litlum siglu- trjám og skáseglum, en í leiðangrinum hafði henni verið breytt í rásiglt skip. Hvað „Pintu“ viðvíkur, þá hafði hún líka í upphafi verið karavala, en hún hafði verið endurbyggð og gerð að rásigldu skipi, rétt áður en ferðin hófst. Við Teneriffe brotnaði á henni stýrið, en það var ekki alvarlegt, og tókst brátt að bæta úr því. Fréttir af fundi nýs gulllands eru vanar að breiðast fljótt út. Enginn hafði að svo komnu séð nokkuð af gullinu, en allir vildu trúa því, að þeir gætu orðið auðugir í þessu nýja landi, ef þeim einungis heppnaðist að komast þangað yfir um. Það er leitt, að vér skulum vita svo lítið um híbýlahættina um borð í þeim skipum, sem notuð voru í þessar fyrstu og miklu Amer- íkugullleitir. En Spánverjar voru ekki vanir neinu óhófslífi, og auk þess tók ferðin vana- lega aðeins rúmar fjórar vikur. Þessi skip, sem voru á leið til Nýja-heimsins, höfðu oftast við- komustaði á Madeira, Kanarísku eyjunum og Cap Verde eyjunum, þar sem þau fylltu vatns- geyma sína, tóku nýtt kjöt, grænmeti og osta; (á þessum kaþólsku skipum kom ostur í stað kjöts, þegar fastað var). Síðan fylgdu þau nyrðra Miðjarðar-straumn- um, og ef ekkert sérstakt kom fyrir, náðu þau til Vestur-Indía á einum mánuði. Á bakaleið- inni notuðu þau Golfstrauminn og vestanvind- ana, sem fleyttu þeim til Azoreyja. Og ef þau lentu ekki í villum og stöðnuðu í logninu á Sargassohafi, var þetta ferðalag fremur auð- velt. En „Nina“ og „Pinta“ hefðu aldrei getað komizt frá Teneriffe til Vestur-Indía á aðeins þrjátíu og sjö dögum. Á sínum tíma fréttist 134 VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.