Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 17
var einn með öðrum formaður við Drangey. Maður hét
Sigrnundur, búandi frá Skuggabjörgum í Deildardal,
er einn var þar formanna. Honum barst á úti á niður-
stöðum, því brimalda gekk að með stórviðri, svo hvolfdi
undir honum. Hann var við fjórða mann og ein af
þeim Una dóttir Sigmundar, gjafvaxta mær, þó allótítt
sé að konur rói norðanlands. Drukkaði Sigmundur þar
og tveir aðrir, en Una komst á kjölinn. Jón á Sauðá
sá skipreika Sigmundar og mann á kilinum. Hét hann
þá á háseta sína að bjarga honum, ef kostur væri.
Þótti þeim það mesta djai'fræði og lífshætta. Segja þá
sumir, að Jón hótaði þeim, að eigi skyldi þeir land taka
nema þeir hlýddi. Jón hét einn háseta hans, hann var
og Einarsson, frá Ási í Hegranesi, karlmenni mikið.
Hugði Jón á Sauðá að hleypa að skipinu, er á hvolfi
var, og hann vænti þá að mundi veltu taka, og spurði
nafna sinn, hvort hann kysi heldur að stýra rétt að
svo ei sakaði eða grípa Unu af kjölnum í því hjá skriði.
Ás-Jón kaus heldur að freista til að ná í Unu. „Vertu
þá óloppinn“, kvað Jón á Sauðá. Tókst þeim nöfnum
þetta liðlega. Hefur sagt verið, að Ás-Jón þrifi hana
með annarri hendi, en svo hélt hún sér fast, að neglur
hennar rifnuðu allar upp. Una giftist síðan og átti
börn. Þuríður var systir hennar, skáldmælt, er átti
Svein smið Jónsson frá Vatnshlíð. Voru þeirra synir
Jón, rímmaður hinn bezti og að fleiru vel að sér, hrap-
aði í Drangey ungur, ókvongaður og bamlaus, og
Sveinn, maður vel að sér, yfirsetumaður kvenna góður,
bjó á Sleitubjarnarstöðum í Kolbeinsdal eftir foreldra
sína, átti margt bama. Áður bjuggu þau Sveinn og
Þuríður að Flugumýrarhvammi. Ás-Jón Einarsson1)
dmkknaði af selabát frá Mói í Fljótum með Jóni Ara-
syni föður Ara bónda í Innri-Njarðvík. En son Ás-
Jóns var Hafliði, er átti Björgu yngri Magnúsdóttur
frá Syðra-Vallholti Péturssonar og Ingunnar Ólafs-
dóttur, einnar Frostastaðasystra, en þau voru börn
Hafliða og Bjargar; Floga-Jón, Baldvin, Gunnar,
Magnús, Helga og Guðrún. Launson Hafliða var Haf-
liði í Hátúni og víðar, með Guðrúnu Þorvaldsdóttur
á Reykjahóli, 'Sigurðssonar stúdents í Hvammkoti á
Höfðaströnd.
4.
Jón á Sauðá var hinn örlátasti maður, svo það var
oft í harðindunum, að hann skipti upp hlutum sínum
í fjöru milli fátækra, þótt ærið þröngt ætti hann
sjálfur í búi. Kvennamaður var hann mikill. Gekkst
hann við sumum, en synjaði fyrir sum, þó flestir ætluðu
hann föður að. Guðrún karlmaður var eitt, er hann
synjaði fyrir, þótt hans mynd væri á henni. En því var
hún karlmaður kölluð, að í öllum háttum sínum var
hún líkari körlum en konum. Vinnukona var hún mikil,
vel látin hvarvetna, húskona lengst ævi sinnar, dó ógift
og barnlaus. Annað var Önundui', með Steinunni Gísla-
dóttur, systur Gísla prests, lengst í Vesturhópshólum.
Synjaði hann fyrst íyrir Önund, en sagt er hann gengist
1) Hér ranghermt, Jón Einarsson dó af líkþrá;hann
hét Jón Eyjólfsson, sem drukknaði með Jóni Arasyni.
(G. K.).
við honum síðar. Önundur átti launbörn. — Fleiri voru
slík börn Jóns á Sauðá, er sagt er dæi ung. En Þorberg
átti hann með konu sinni. Hagorður var Jón, en lítt
heyrðist til hans annað en kesknisbögur og var það
gaman hans, og svo kvað hann eitt sinn um heimafólk
sitt:
Sámur reki saman fé, en Syrpa kvíi,
hún Auðhumla æmar togi,
en Kolfrosta renni trogið.
Það var eitt sinn eftir réttir á Reynistað, heima á
Staðarhlaði, að Jón var við öl og í ryskingum við suma
menn og stóðust þeir hann lítt. Þar var og Jón gamli
Þorsteinsson á Hryggj’um. Hefir sagt verið, að Jón á
Sauðá fleygði þar harkalega niður einhverjum kunn-
ingja Jóns á Hryggjum. Greip hann þá Jón á Sauðá
og varpaði ofan fyrir moldbakkann á Staðarhlaði, er
allhár er. Kom Jón í ána ofan og meiddist ekki. Ragn-
heiður húsfreyja varð þess vör og þóttist vita æsing
Sauðár-Jóns, er hann kæmi votur úr ánni, ef hann vissi,
hver hefði á sig leikið, því mannþröng var á hlaðinu,
er Hryggja-Jón kastaði honum ofan fyrir. Ætlaði Ragn-
heiður ófagran mundi leik þeirra nafna, ef þeim lenti
saman, bað því Jón á Hryggjum koma inn með sér. Lét
hann það eftir henni, svo þeir nafnar áttu ekki saman.
Var Hryggja-Jón þá mikið eldri Jóni Einarssyni.
5.
Það var litlu fyrir aldamót, að Jón á Sauðá var
staddur í Reynistaðarrétt og dró þar fé sitt sem fleiri.
Ungur maður sá Sigurður hét, son Þorsteins Odds-
sonar á Kríthóli, bróður Jóns hreppstjóra á Bessastöð-
um, var og þar við réttina. Sigurður var hár vexti og
glímdi við annan ungling miklu minni, en stóðst hann
eigi. Jón á Sauðá var við og mælti við Sigurð í gamni:
„Stattu þig, bölvuð lengjan!" og hratt lítið við honum.
Þorsteinn faðir Sigurðar kom að í því, er hverjum
manni var skapverri og reiðnari, og mælti: „Ber þú
barnið mitt?“ Valdi hann Jóni þegar illyrði mörg, þar
til Jón þreif til Þorsteins. Beiddi Jón á Bessastöðum
þá, að þeir væri skildir. Þyrptust menn þá að. Virti
Jón þar sem að sér ætti að sækja, reiddist og ruddist
um fast, og svo æstist hann mjög, að hann greip hníf
og vildi verjast með honum. Hrukku þá margir fyrir.
Þar var Þorsteinn stúdent Oddsson smiðs í Geldinga-
holti, bróðir Gunnlaugs, er síðar varð dómkirkjuprestur
í Reykjavík, eftir það hann hafði ytra verið á háskóla.
Þorsteinn stúdent var hvatfær maður og hugaður, greip
hann um knífblaðið í hendi Jóns og braut af skaftinu,
en skutlaðist mjög við það í hendina. Var sem Jón
ærðist við það, stökk úr þyrpingunni og á hest berbak-
aðan, en greip áður pál í hönd sér og reið fram Lang-
holt til Glaumbæjar, fann Eggert prest, kallaði sér að-
súg gerðan í réttunum, hafði og skorizt á hendi af hnífn-
um, kvaðst ætla fram til Víðivalla að kæra vansa sinn
fyrir Vigfúsi Scheving sýslumanni. En svo kom fyrir
umtölur prests, að Jón fór ei lengra, og sléttist þrakk
þetta niður á allar síður, er mörgum þótti bezt fara.
V I K 1 N G U R
143