Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 22
þekkt, leynst í Danmörku? En íslenzkur lögmaður gat vel hafa átt þau í lögbók sinni, ef hér væri að ræða um Gamla sáttmála og skildann frá 1263, en þess er engin von, að hann hafi átt skjöl frá Grænlandi, sem aldrei hafa verið til. Menn virðast því vera sammála um, að hér sé um að ræða Gamla sáttmála og skildag- ann frá 1263. Jafnvel Einar Arnórsson hallast að þessu í skýrslu þeirri, sem hann afhenti landsstjórninni 1932 um réttarstöðu Grænlands, og varast Gizur að geta um það. — Friðrik II. er svo viss um, að konungshylling- arnar á íslandi séu bindandi fyrir Grænlendinga, að hann biður Grænlendinga ekki um að hylla sig. Eftir þetta er Friðrik II. óþreytandi í því, að reyna að ná sambandi við Grænland. Hann og eftirkomendur hans gerðu kröfu til Grænlands sem erfðalands undir krónu Noregs, sem ísland laut. Á hvaða heimildum hvíldi þessi erfðaréttur þeirra, er enginn hefur rengt. Hann getur einungis hafa hvílt á Gamla sáttmála, konungserfðatalinu í Jónsbók og konungshyliingunum á íslandi, því aldrei hefur nokkur konungur verið hylltur á Grænlandi. Eftir 1662 gera konungarnir kröfu til Grænlands sem erfða- og einvaldskonungar. Hvaðan fengu þeir það ein- veldi? Ekki úr dönsku einvaldsskuldbindingunni, ekki heldur úr norsku einvaldsskuldbindingunni, bæði af því, að norsk lög hafa aldrei haft gildi fyrir vestan mitt haft, og svo af því, að hún tók aðeins yfir Noreg sjálf- an, ekki yfir undirliggjandi lönd, svo árið eftir varð að setja sérstaka einvaldsskuldbindingu fyrir Færeyjar. Einasti mögulegi réttargrundvöllur fyrir einveldi kon- ungs yfir Grænlandi er því íslenzka einvaldsskuldbind- ingin. Hún hlaut að fá sama gildi á Grænlandi og hér eins og öll önnur lög, þótt engin sérstök smuga hefði verið fyrir Grænland í orðun hennar, en svo er þó, því konungur lætur íslendinga sverja sér „hans erfða- rétt til íslands og þess undirliggjandi eylanda og eyja“. Slík viðbót er í engri af einvaldsskuldbindingum hinna landanna. Þessari viðbót er ætlað að grípa yfir allt hið vestræna svæði íslendinga, þar á meðal yfir Grænland. Þessu einveldi hefur konungur enn ekki skilað í hend- ur íslenzku þjóðinni; en mál er nú komið til, að hann geri það. í þessu máli á ísland ailt að vinna, en engu að tapa, því ræki ísland ekki rétt sinn til Grænlands, er hann því glataður. Þetta mál þolir heldur ekki lengur neina bið. Jón Dúason. Smœlki Vinkonur talast við. — Hvernig líkar þér við hana Þorbjörgu, nábúakonu þína? — Ágætlega, um hana er ekkert ljótt hægt að segja. — Jæja, um hverja eigum við þá að tala? * — Á ég að segja þér tíðindi, Þóra. Hann Stefán bað mín í gær. — Ég verð ekkert hissa á því. Þegar ég hryggbraut hann í fyrradag, sagðist hann grípa til einhvers óyndis- úrræðis. Auðæfi hafsins ... Frh. af bls. 131. Af ýmsu, sem fundizt hefur á seinni árum, getur maður fylgt ferðum þessara manna á ís- öldinni frá Atlantshafsströndinni í austur yfir Mið-Evrópu, Norður-ltalíu og Suður-Þýzkaland, norður fyrir Karpatafjöllin til Suður-Rússlands o. s. frv. Allvíða í Evrópu, þar sem fiskivötn voru, höfðu smáþjóðfélög lengi hafzt við í kofum byggðum á staurum úti í vatninu og lifað af dýra- og fiskiveiðum. En megnið af hinum gamla heimi var óhæft til slíkra bústaða. Land- ið var kaldranalegt og um of skógi vaxið. 1 hundruð og máske þúsundir ára hafði mikill hluti mannanna lifað á vötnunum. í Sviss og svo í Savoyen hafa fundizt margar staurabygg- ingar í vötnunum. „Þessi barátta fyrir híbýlum úti í vatninu", ritar J. H. Ronney, „er eitt af hinu stórfeng- asta í þroska mannkynsins". Þar sem stólpa- húsin hafa staðið, hafa menn fundið kaðalreipi, veiðinet m. a. — Menn ætla, að tala þeirra, sem hafa búið í einu af stóru vötnunum, hafi verið um 100.000. *) Svipuð stólpahús í stöðuvötnum hafa fundizt í Slcotlandi og Irlandi og víða annars staðar. Þessi stólpahús eru að líkindum frá 8—6000 árum f. Kr. Frá seinni tímum eru steinhaugar þeir, sem eru í Weltshire og Cornwal í Eng- landi. Þeir munu vera frá því hér um bil 2— 3000 árum f. Kr. Fyrrum var álitið, að íbúar Evrópu hefðu alveg dáið út eftir ísöldina, og að Evrópa hefði aftur byggzt við nýjan innflutning. En þó að það fólk, sem þá var í strandhéruðunum, hefði dáið út í jarðskjálfta og flóðöldu, eins og áður er getið, getur maður vel ímyndað sér áfram- haldandi þróun frá ísöldinni til nútímans í Mið- Evrópu, og við höfum ástæðu til að ætla að við sjáum aftur hina gömlu kynflokka frá ísöldinni í meðbræðrum okkar og systrum. Að áliti próf. Klaatsch eru t. d. Lapparnir ein grein af ís- aldarmanninum.1 2) Próf. Klaatsch ritar: 1) Próf. Hermann Klaatsch: Mennesket og Kultur- ens Opstaaen og Udvikling. Kobenhavn 1924. Bls. 358—359. 2) Fr. Funck Brentano: Frankrigs Historie. Koben- havn 1926. Bls. 21, 27—28. I4B VIKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.