Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 11
,-,:- -.; -¦H,;^~::<:::: ¦ mfJwwTOfíafí#g^MW'^' :::ummzMim Hið fræga flaggskip Kólumbusar, „Santa María". Hún lestaði aðeins 100 tonn. þarfnast flotans þegar að friðarborðinu kemur, og þá munu þeir vinna friðinn, sem hafa stærsta og bezta flotann, jafnvel þótt þeir hafi tapað í ófriði". Nú nálgumst við óðum þá stund, er ríki Suður-Evrópu biðu lægra hlut fyrir Norður- Evrópu, þar sem meiri framför og uppfynn- ingar áttu sér stað. Mönnum hefur orðið tíð- rætt um afdrif „Flotans ósigranda". En áður en ég sný mér að þeim hörmulega atburði, ætla ég að fara nokkrum orðum um sjófærni smá- skipa á þessu tímabili. Vitanlega kemur það ennþá fyrir, að ein- möstrungum (skútum) sé siglt um úthöfin, og þær virðast gefa góða raun. En nú eru fyrir hendi sjókort, áttavitar og önnur tæki, alls kon- ar matur er niðursoðinn, og ef út af ber, eru hundruð hafna, sem hægt er að leita til um stundarsakir. En þegar Drake lagði af stað í frægðarför sína umhverfis hnöttinn árið 1577, þá hafði hann einungis skip, sem var engu stærra en „Santa María", næstum heilli öld eldri. Og þótt hann breytti nafni skips síns, sem áður hét óskáldlegu nafni, „Pelican", og nefndi það öðru skáldlegra, sem sé „Gullhindin", þá stækkaði litla skipið hans ekkert við það. Það hélzt óbreytt eins og það hafði alltaf verið, 100 tonna þrísigld skúta, með skipshöfn, sem var rétt mátuleg. Agi var mjög strangur á skipum þessara tíma. Húðstrýkingar voru vitanlega daglegt brauð, þótt húðstrýkingar sem list væri ekki í fullum blóma fyrr en í lok 18. aldar. En jafn- vel þá voru menn hýddir fyrir að vera of sein- ir, þegar skipun hafði verið gefin um að manna rárnar, eða fyrir að vera of seinir niður aftur. Menn voru húðstrýktir fyrir að guðlasta, bölva öðrum sjómönnum eða fyrir skort á hreinlæti. Venjuleg kaffæring, endurtekin þrisvareðaf jór- um sinnum, beið allra þeirra, sem beittu hnífi VI KlN G U R 137

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.