Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 37
33. Óskar Frímannsson, Hrísey................. 6,49
34. Pálmi Héðinsson, Húsavík.................. 5,64
35. Ragnar Jóhannesson, Hafnarfirði .......... 6,55
36. Ríkarður Kristjánsson, Hafnarfirði ....... 6,83
37. Sigurður Guðmundsson, Reykjavík........... 6,53
38. Sig-urður Gunnarsson, Flatey, Suður-Þing. . . 6,80
39. Sigurjón Jónsson, Akureyri ............... 4,38
40. Sigursveinn Ingibergsson, Reykjavík ...... 6,09
41. Stefán Stefánsson, Vestmannaeyjum ........ 7,02
42. Sverrir Sveinbjörnsson, Dalvík ........... 5,50
43. Torfi Jónsson, Patreksfirði .............. 7,17
44. Torfi Sölvason, Flateyri ................. 5,89
45. Trausti Sigurðsson, Vestmannaeyjum........ 5,64
46. Tryggvi Valsteinsson, Glæsibæjarhreppi ... 6,83
47. Vöggur Jónsson, Eskifirði................. 5,83
48. Þorsteinn Þórisson, Hvalfirði ............ 4,67
Farmenn:
1. Einar Eggertsson, Borgarnesi .............. 5,01
2. Garðar Bjarnason, Reykjavík ............... 6,40
3. Gísli Guðbrandsson, Reykjavík.............. 7,08
4. Guðmundur Andrésson, Reykjavík ............ 5,75
5. Guðni Hákonarson, Reykjavík................ 4,83
6. Helgi Hallvarðsson, Reykjavík.............. 5,54
7. Helgi Ólafsson, Þórshöfn .................. 5,59
8. Hjalti Ólafsson, Reykjavík................. 5,18
9. Jóhann Haulcur Jóhannesson, Reykjavík .... 7,22
10. Jónas Þorsteinsson, Hveragerði ........... 6,92
11. Karl Guðmundsson, Reykjavík............... 7,25
12. Leifur S. Einarsson, Reykjavík ........... 5,17
13. Óskar Gunnarssson, Reykjavík ............. 5,83
14. Rögnvaldur Bergsveinsson, Reykjavík ...... 6,02
15. Sverrir Guðmundsson, Reykjavík............ 7,13
16. Sverrir Guðvarðsson, Reykjavík ........... 6,68
17. Sæmundur Sveinsson, Reykjavík............. 6,18
18. Úlfljótur Jónsson, Reykjavík ............. 5,51
19. Valgeir Valdimarsson, Reykjavík .......... 4,90
20. Þór Elíasson, Reykjavík .................. 6,68
21. Þorkell Pálsson, Reykjavík................ 6,34
22. Þorlákur Þórarinsson, Reykjavík........... 5,53
23. Þröstur Sigtryggsson, Reykjavík........... 7,27
Fimmtugur:
Gísli
Eggertsson
Hinn 17. apríl síðastliðinn varð Gísli Eggerts-
son að Krókvelli í Garði fimmtugur. Gísli er
fæddur og uppalinn að Kothúsum í Garði, son-
ur hjónanna Eggerts Gíslasonar bónda þar og
konu hans Guðríðar Jónsdóttur.
Öldugjálfrið í Kothúsavörinni heillaði snemma
hinn unga svein, a. m. k. mun hann aðeins hafa
verið 11 ára gamall, þegar sjósókn hans hófst
á árabát heiman frá sér á sumrin, fram á hin
lokkandi fiskimið í Garðsjó. Á vetrarvertíð réð-
ist hann fyrst 14 ára gamall á vélbát frá Sand-
gerði, en þaðan átti hann síðar eftir að leggja
upp í marga sjóferðina, sem og frá ýmsum
öðrum verstöðvum suðvestanlands.
Skipstjórn sína hóf Gísli 21 árs og hafði hana
á hendi í 25 ár. Lengstan tíma var hann skip-
stjóri á útveg Lofts Loftssonar eða óslitið í
18 ár, bæði frá Sandgerði og Keflavík. Þá var
Gísli og um tveggja ára skeið á enskum togur-
um. Alla sína skipstjórnartíð hefur Gísli verið
aflasæll og lánsamur og jafnan í fremstu röð
með aflamagn. Það lætur"að líkum, að margir
hafa samtíðarmennirnir verið og mun þeim öll-
um hugsað með hlýju til samverustundanna
undir skipstjórn hans, því vinsæll er hann í
hópi sjómanna og annarra, er hann hefur um-
gengizt, fyrir mannkosti sína.
Gísli er kvæntur Hrefnu Þorsteinsdóttur, og
eiga þau þrjá sonu, Eggert skipstjóra, Þorstein
kennara við barnaskólann í Gerðum og Þorstein
Árna, sem enn er ungur að árum.
Gísli hefur nú fyrir skömmu látið af sjó-
mennsku sökum heilsubrests og stundar nú fisk-
mat. Þannig er hugur og starf enn í nánum
tengslum við sjóinn og mun svo lengst af. Ég
mæli áreiðanlega fyrir munn allra þeirra, er til
Gísla Eggertssonar þekkja, er ég óska honum
og fjölskyldu hans allra heilla og farsældar á
ókomnum æviárum í trausti þess, að hans megi
enn lengi njóta.
Heill þér fimmtugum! E. G. Þ.
VÍKINGUR
163