Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 12
við félaga sína, vanræktu að hirða vopn sín og vérja ryði eða snertu drykkjarvatn eða vín- tunnur skipshafnarinnar. Skömmu síðar, þegar tóbaksreykingar urðu almennar í flotanum, eft- ir daga Sir Walters Raleighs, voru menn kaf- færðir fyrir að reykja eftir sólarlag. Það var eins og gefur að skilja nauðsynlegt að hafa strangt eftirlit með reykingum, því að eldur um borð var eitt hið hræðilegasta, sem fyrir gat komið. Virtist afbrotið of alvarlegt fyrir venjulega kaffæringu, eða ef sökudólgurinn var forhert- ur, dæmdist hann til að vera kjöldreginn. Kjöl- dráttur var töluvert flókin aðgerð. Taug var fest við hendur sökudólgsins og önnur við fæt- ur hans. Sú sem var fest við fætur hans var dregin undir kjölinn og gegnum talíu á ein- hverjum ráarendanum. Því næst var mannin- um fleygt fyrir borð og hann dreginn upp með hinni skipshliðinni. Leifarnar af honum eftir þessa meðferð (en ósjaldan kafnaði hann eða reifst svo af ryðguðum nöglum og járngödd- um, sem stóðu út úr skipsskrokknum, að hon- um blæddi út) voru svo fengnar í hendur skips- lækninum, sem þó sár hans úr rommblöndu og gaf hann svo örlögunum á vald, hvort heldur til að deyja eða ná sér aftur, eftir því, sem efni stóðu til. Ef deilu á milli sjómanna lyktaði með blóðs- úthellingum, var sá, sem upptök bardagans átti, festur á höndum við siglutréð með hnífnum, sem Filippus II. Spánarkonungur. hann hafði notað í viðureigninni. Þar varð hann að dúsa þangað til hann sjálfur gat dregið hníf- inn úr sárinu, því að skipsaginn bannaði félög- um hans fortakslaust að gera honum þann greiða. Hefði hann verið svo ólánssamur að drepa andstæðinginn, var hann bundinn við hinn vegna, og báðum síðan fleygt fyrir borð. Það var aðeins notuð ein önnur aftökuaðferð um borð, sem sé henging. Rárnar, sem notaðar voru í gálgastað, munu stundum hafa haldið allt að tylft manna í einu. Uppreisn var vitan- lega refsað með hengingu, svo var og um hug- leysi. En á þeim tímum, þegar hugsun manna snerist mest um aura, þótti engin refsing nógu hörð handa þeim níðingi, sem hafði ráðið sig hjá fleiri en einum skipstjóra í einu og fengið þannig margfölduð þau verðlaun, sem heitin voru nýjum sjálfboðaliðum í flotanum. Ef upp um þá komst, voru þeir hengdir umsvifalaust. Ég held þetta nægi hverjum heilskyggnum manni um lífið á „þessum dásamlega fögru, gömlu seglskipum". Enn verð ég að geta eins ákvæðis, sem ég hefi hvorki rekizt á hjá Englendingum né Hol- lendingum. Frökkum hefur jafnan, eins og ég hef þegar minnzt á, veitzt erfitt að fá næga sjómenn til að ganga í flotann. Frakkland er að mestu leyti sjálfu sér nóg, ekki aðeins í menningarlegu tilliti, heldur og í efnalegu. Og vöntun á sjómönnum á skip Hans Hátignar Frakklandskonungs hefur e. t. v. stafað af vel- megun landsmanna, þar sem fáir voru neyddir til að fara í siglingar af einskærri nauðsyn. Gildandi sjólög voru líka svo ströng, að vel má vera, að þau hafi haldið Frökkum frá að ganga í flotann. Glögga mynd af aganum um borð í frönsku herskipi á 17. öld gefur sérstök til- skipan frá Richelieu kardínála, þar sem hans hávelborinheit hótar að láta hengja hvern þann sjómann, sem vogi sér að skrifa bréf og kvarta þar undan meðferð yfirmanna sinna. Já, það var stórfenglegt líf, sjómannslífið fyrir hálfri þriðju öld síðan! Þeir sem sluppu við húðstrýkingu, kjöldrátt, kaffæringu ogheng- ingu, og ekki dóu úr skyrbjúg, taugaveiki, blóð- kreppusótt, malaríu eða beri-beri, gátu séð fram á dásamlega elli, þar sem þeir urðu að betla sér brauð, eða, ef bezt lét, áttu heima á þurfa- mannahæli. Látlaust bréf, frá ríkisstjórnarárum Lúðvíks Frakkakonungs stílað til flota-yfirvaldanna í franskri höfn og skrifað af foringja, sem safn- aði nýliðum inni í landið, segir sína sögu. Það hljóðar svo: „Háttvirti herra! Hér eru þessir hundrað sjálfboðaliðar, sem I3B V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.