Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 32
IftiHHingawl: Sigurjón A. Ólafsson Sigurjón Á. Ólafsson, fyrrverandi alþingis- maður og um langt skeið formaður Sjómanna- félags Reykjavíkur, andaðist 15. apríl síðastlið- inn, tæplega sjötugur að aldri. Sigurjón var fæddur 29. október 1884 í Hval- látrum á Rauðasandi. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Jónsson, síðar bóndi í Króki á Rauðasandi og kona hans, Guðbjörg Árnadóttir bónda í Hvallátrum Thoroddsen. — Kynntist Sigurjón snemma öllum störfum til sjávarins, og reri um I dag hafa allir vasaklútana tilbúna. Við fyrstu orgeltónana fara nokkrir að snökta. Og við „Heims um ból“ snökta nænú því allir — jafnvel presturinn líka. Flestir eru fegnir, þegar því er lokið og þeir eru aftur komnir inn í klefana. Við sitjum í klefunum og étum hrísgrjóna- graut með smjörlíki. Það er herramannsmatur. Ég treini hann eins lengi og ég get. Kjamsa á honum. Nýt hans. Mánuðum saman hef ég hugs- að um þennan graut. Nú ét ég hann. Svo tek ég póstinn. Ég er dálítið smeykur við að opna bréfin. Það er farið að snjóa úti. Ég stíg upp á stól- alllangt skeið á opnum bátum vestra. Árið 1906 lauk Sigurjón prófi frá Stýrimannaskólanum. Var hann síðan í siglingum og á fiskveiðum um hríð. Árið 1919 gerðist hann afgreiðslu- maður Alþýðublaðsins. Formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur var hann 1917—1918 og 1920 —1952. Hann var meðal stofnenda Slysavarna- félags íslands og átti sæti í stjórn þess frá upp- hafi til dauðadags. Alþingismaður var Sigurjón um margra ára skeið, og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir alþýðusamtökin og Al- þýðuflokkinn, þótt hér verði ekki fleira talið. Sigurjón Á. Ólafsson var maður einbeittur og fylginn sér. Meðan hann sat á Alþingi vann hann ósleitilega að fjölmörgum hagsmunamál- um sjómanna og átti hlut að margvíslegri lög- gjöf, er sjómannastéttina varðar. Sérstaklega mun lengi verða munað hve ötullega hann barð- ist fyrir bættum slysavörnum og auknu öryggi á sjó. Það var brennandi áhugamál hans alla tíð, og því vann hann kappsamlega til hinztu stundar. Styr stóð að sjálfsögðu alloft um Sigurjón, eins og jafnan vill verða um stjórnmálamenn, er hafa ákveðnar skoðanir og ekki eru myrkir í máli. En enginn, er til þekkti, efast um það, að hann vildi veg sjómannastéttarinnar sem mestan. Starfa hans að bættri löggjöf í þágu stéttarinnar mun og lengi gæta. — G. G. inn og lít út um gluggann yfir að múrnum. Það er að kólna. Snjókornin glampa. Ég heyri hund urra niðri í fangelsisgarðinum. Næt- urvörðurinn er byrjaður á varðgöngunni. Klukkan slær frammi í anddyrinu. Það er kominn háttatími. Áður en ég festi upp hengirúmið, kippi ég dálítið í rennibekkinn. Hann er negldur fastur við gólfið. I5B V í K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.