Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 9
■ '
lliiilM
.
Herskip frá dögum Elisabetar Bretadrottningar, „Elizabeth Jonas“ að nafni. — Skip þetta hafði 46 stórar fallbyssur.
svo af þessum nýju kaupferðum, og menn héldu,
að fundur Kólumbusar hefði nú loksins orðið til
að opna leiðir til Indlands og Kína, sem rofn-
að höfðu svo hastarlega með falli Konstantínópel
og afskiptum Tyrkja af verzlunarleiðinni yfir
Sýrland og Persíu. En fyrst í stað fóru þessir
nýju verzlunarlegu möguleikar alveg fram hjá
þjóðunum í norðri, og það var vel, því að skip
þeirra stóðust engan veginn samanburð við skip
Spánverja og Portúgalsmanna, sem á þessum
tíma gátu smíðað karrökur og karavölur, er
borið gátu þúsund tonn eða meira, vopnað þær
fjörutíu til fimmtíu fallbyssum og gert þær
þannig að sannkölluðum bryndrekum þeirrar
aldar.
En eins og ávallt hefur orðið raunin á í sögu
hernaðarins, urðu árásartækin brátt jafnokar
og síðan ofurefli varnartækjunum, og strax á
næstu öld höfðu norðlægu siglingaþjóðirnar
fyllilega náð þeim suðlægu. Á fyrra helmingi
sextándu aldarinnar voru Spánverjar og Portú-
galar að vísu alls ráðandi á höfunum, og við-
skiptaleyndarmáls þeirra (um leiðina til Ind-
lands og Ameríku) var svo stranglega gætt, að
Hollendingar og Englendingar þurftu að bíða
næstum heila öld áður en þeir fengu nokkra
vitneskju um það, hvernig átti að sneiða hjá
Benguella straumnum, eða um hætturnar í sund-
inu milli Madagaskar og Mozambique.
En það er líka önnur ástæða fyrir því, að
norðlægu þjóðirnar voru svona lengi eftirbát-
ar hinna. Á Spáni og í Portúgal voru öll sigl-
ingamál undir einni stjórn, en hjá þjóðunum í
norðri var fjöldi flotastjórna, sem voru öfund-
sjúkar innbyrðis, bundnar við nokkrar smá-
borgir, og töldu samvinnu til höfuðsynda. Þeir
tímar komu, að þetta stjórnskipulag á Spáni
kafnaði í sinni eigin skriffinnsku, en tvær
fyrstu aldirnar eftir fund Indlands og Ameríku
stóð það með miklum blóma. Gull og silfur,
ásamt öðrum afurðum Austur- og Vesturheims,
rann hindrunarlaust og í milljarða verðmæti
í fjárhirzlur Pyreneaskagans, á meðan Hollend-
ingar og Bretar stóðu afsíðis eins og fátækl-
ingsbörn, sem ekki hefur verið boðið í veizlu, —
og horfðu með öfund á spönsku börnin leika sér
fyrir innan að marmarakúlum og gullstykkjum
'frá Perú.
Þessi þrætugjörnu börn norðursins lærðu
lexíu sína seint, og þeim fór ekki að ganga vel,
fyrr en Hinrik VIII. (og þó öllu fremur Elisa-
bet dóttir hans) hafði endanlega fengið sig við-
urkenndan sem hæstráðanda á Englandi og í
Wales, og fylkin sjö, sem gengu undir nafninu
135
V I K I N G U R