Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1954, Blaðsíða 5
sundsins móti norðri upp með ströndum Banda-
ríkjanna. Frá Cap Hattaras hefur Golfstraum-
urinn norðlægari stefnu, sumpart vegna þess,
að hann við möndulsnúning jarðarinnar berst
til austurs og af því hann er kominn inn á svið
suðvestanvindsins. Við Nýfundnalandshryggina
kemst hann ennþá lengra í austur, við árekst-
urinn á Labradorstrauminn, og eins og hrað-
inn fer minnkandi, lækkar hitinn og dýpið, en
breiddin eykst.
Þar sem maður í Floridasundinu getur rakið
spor hans á 800 metra dýpi, er breidd hans við
Nýfundnaland aðeins 60 metrar, og að hitinn
lækkar sést af eftirfarandi töflu:
I Floridasundinu er hitinn á vetrum 25°
Á 83 gr. norðl. breiddar 23,5°
- 35 — — 22,3
- 40 — — 19,9
- 42 — — 16,7
Nálægt 45° n.br. skiptist Golfstraumurinn í
fleiri álmur, og sjávarhitinn á yfirborði þeirra
nær yfir mestallan hluta hins norðlæga Atlants-
hafs. Syðsti hlutinn beygir til suðurs milli Azor-
eyjanna og að strönd Portúgals. Minni álma
gengur inn í Biskayaflóa og þaðan upp I Ermar-
sund. Aðalkvíslin fer í norðaustur, framhjá
Bretlandseyjum — og áfram milli íslands og
Noregs.
Við rás Golfstraumsins í norðurátt breyttust
allir staöhættir. Aðalkvísl þessa straums hafði
á ísöldinni flætt umhverfis strendur Norður-
Spáns og Vestur-Frakklands og nyrzta álma
hans náði til írlands og vesturstrandar Eng-
lands — (eins og endimörk íssins sanna) —
en nú fékk hann lausan tauminn lengra til norð-
urs meö ströndum fram. Framrás Golfstraums-
ins til norrænna landa hefur haft mjög mikil-
væga þýðingu. Við það fékk norðurhluti Evrópu
„mióstöS“, sem gefur svo mikinn hita fyrir utan
strendur Noróur-Noregs, að hitinn í janúar er
3° yfir frostmark. Á sama breiddarstigi í Asíu
og Ameríku og samsvarandi breiddarstigi á suJð-
urhelmingi hnattarins er kvikasilfrið frosið
mánuðum saman og allt þalcið þykkum ís.
Golfstraumurinn hefur ennþá mikilvægara
hlutverk en að miðla hita þeim ströndum og
landshlutum, sem hann flæðir umhverfis; hann
kemur líka með ósköpin öll af fæðu handa þeim
lifandi verum, sem eru í nánd við strendurnar.
Langt úti á dýpinu, við strendurnar og í f jör-
unni, úir og grúir af lifandi verum. Á miðun-
um, þar sem dýpi, hiti og sjávarbotninn er til
þess fallinn, eru margar fisktegundir saman
komnar, og einkum um gottímann er urmull af
þeim alveg upp að landsteinum, skelfiskur og
ýmsar krabbategundir halda til í fjörunni, og
fjölbreytt fuglalíf er á sjónum og við strend-
urnar. Þannig hefur það verið í þúsundir ára,
að þetta dýraríki hefur gefið mikilvægan skerf
til viðhalds lífsins fyrir það fólk, sem hefur
búið á þeim svæðum, sem hafstraumurinn hefur
hitað upp.
öll sú fiskimergð, sem var í Atlantshafinu á
ísöldinni, við Portúgal, Spán og strendur Frakk-
lands, hélt lengra norður eftir, þegar hitinn í
sjónum breyttist. I Miðjarðarhafinu,semnúvarð
áfast við Atlantshafið, jókst fiskurinn, og ýmsar
aðrar tegundir sjávardýra jukust, einkum í
innri hluta hafsins, þar sem stór fljót höfðu út-
rás. — í Norðursjónum og Norður-Atlantshaf-
inu þroskaðist fiska- og lagardýralíf seinna
vegna skorts á hæfilegum hita í sjónum, sem
vegna áhrifa kalda ísvatnsins langa lengi ekki
var eins hentugt fyrir viðkomu fiska- og sæ-
dýragróðurs eins og seinna, þegar kringum-
stæðurnar voru orðnar betri.
Ef maður gengur að því vísu, að meiri eða
minni umbrot hafi átt sér stað, eins og fyrr get-
ur, einmitt á því tímabili, þegar kuldatíðin end-
aði og mildara tímabil byrjaði, þá hlaut afleið-
ingin af þessum umbrotum að verða sú, að ógur-
leg flóðalda steig upp úr sjónum, sem hefur
grafið strendurnar og undirlendið í Vestur- og
Norður-Evrópu og kringum Miðjarðarhafið og
hefur náð yfir mörg þúsund mílna víðáttu og
eytt öllu, sem fyrir varð, skolað því í sjóinn.
Aðeins hálendinu hefur verið hlíft.
Þegar líka er hægt að sanna það, eins og sést
greinilega á uppgröftum, að Vestur- og Norð-
vestur-Evrópa í fyrstu árþúsundir eftir ísöld-
ina var algjörlega óbyggð, því varla finnast
hlutir frá þeim tíma, sem beri vott um menn-
ingu, og yngri munir sýna undraverða afurför
hvað hagleik snertir í samanburði við tímabilið
nokkrum þúsund árum fyrr, þá eru miklar líkur
til þess, að vatnsflóð eða flóðalda — í eðlilegu
áframhaldi og í nánu sambandi við eldsum-
brot — hafi átt sér stað, og við það hafi þrosk-
aðasti hluti íbúanna — strandbúarnir — dáið út,
og að þess vegna ríki fullkomin þögn yfir lönd-
unum, sem virðist hafa varað í nokkur þús-
und ár.
V. Ferðalög ísaldarmannsins.
Ríki myndast í Miðjarðarhafshéruðunum.
Elztu menningarleifar og eftirstöðvar af fólki,
sem álitið er að eigi rót sína að rekja til síð-
ustu ísaldar — frá því 15—20.000 árum fyrir
okkar tímabil — hafa fundizt við strendur
Atlantshafsins, í Portúgal, á norðurströnd%Spán-
ar og í Frakklandi.
Frh. á bls. H8.
V I K I N G U R
131