Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Page 2
Veibiferð til Grænlands
<& & &
Tæplega verður lengur talið til stórtíðinda, þótt íslenzkur togari leiti
á Grænlandsmið. Fregnir af slíkum veiðiferðum birtast daglega í blöðun-
um, er á þeim ferðum stendur. Misjafnlega gefast þessar ferðir, eins og
aðrar veiðiferðir, þótt oftast náizt góður árangur og stundum ágætur.
Tilefni þessarar greinar, er að Víkingur fregnaði að togarinn Egill
rauði hefði komið til Norðfjarðar með um 380 lestir af saltfiski eftir sex
vikna ferð til Grænlands. Þetta var því meiri fregn fyrir þær sakir, að
meirihluti togaraflotans hefur legið bundinn i höfn, svo mánuðum skiptir
aðgerðarlaus. Gunnar Þórarinsson, skipstjóri.
Víkingur hitti skipstjórann af Agli rauða að máli fyrir nokkru, og
spurði hann um ferðina. Kom brátt í Ijós, að hér var um nokkuð sögulega veiðiferð að ræða, bæði vegna óhemju
fiskmergðar á þessum miðum og ýmislegs' fleira. Fer
sem aðeins er sagt frá staðreyndum.
Það var í lok maímánaðar, að Egill rauði lagði
upp frá Norðfirði í þessa saltfiskveiðiferð og
var ákveðið að sigla á „Fyllubanka", sem ligg-
ur um það bil 1 sólarhrings siglingu frá
Hvarfi, eða suðurodda Grænlands, en þaðan er
siglt norður með vesturströndinni. Um þennan
tíma er oft mikið um rekís á þessum slóðum og
verður því að fara um 80 sjómílur frá strönd-
inni, til þess að forðazt hann.
Er komið var á bankann, mætti skipverjum
sýn, sem auk þess að glæða aflavonir þeirra,
mun og seint líða þeim úr minni. Á haffletin-
um gat að líta stóra, hvíta flekki um allan sjó,
sem við nánari athugun reyndust vera breiður
af dauðum, fljótandi fiski, er flotið hafði úr
botnvörpum skipanna, er þær sprungu utan af
fiskmagninu, en þarna var fjöldi skipa frá ýms-
um löndum, svo sem Frakklandi, Spáni, Portú-
gal, Noregi og víðar að. Þarna voru einnig móð-
urskip, sem sendu flatbotnaðar doríur frá sér
til veiða. Á þeim var oftast aðeins einn maður,
er lagði 50 öngla línu og fengu þær undantekn-
ingarlítið fullfermi og voru stundum með seil.
Slík ódæmi af fiski, sem þarna var, er vart
hægt að gera sér fulla grein fyrir og alls ekki
sambærilegt við neitt, sem við höfum þekkt bezt
á heimamiðum okkar.
Egill rauði kastaði fyrst trollinu á 180 til 205
faðma dýpi, en þar mældist fiskurinn 50 til 80
faðma þykkur frá botni. Eftir tæpar tvær mín-
útur var varpan hífð upp, en þá þegar hafði
hér á eftir einföld og skrautlaus frásaga af ferðinni, þar
hún rifnað þvert yfir undan magninu/ svo að
ekkert náðist af fiskinum. Egill rauði togaði
þarna um stórt svæði og hvergi virtist lát á
þessu geysilega fiskmagni. Aðal vandinn var
að ná vörpunni heilli upp áður en hún sprakk,
sem oft vildi verða, er henni skaut upp á yfir-
borðið af miklum krafti, því mikið loft var í
fiskinum. Til dæmis skaut pokanum stundum
upp er 50 faðmar voru enn úti af vírum.
Sjaldan þurfti meir en tvö eða þrjú hol á
sólarhring til þess að fylla dekk, en í þessum
dráttum fengust þetta frá 12 til 21 poki í holi,
þ. e. a. s. í þau skipti, sem netið hélzt heilt og
allt flaut ekki út. Til skýringar þeim, sem ekki
þekkja til, skal þess getið, að í einuin poka, sem
hífður er inn, eru venjulega þrjár lestir af fiski
og fengust því þetta frá 16 til 63 lestir í hverj-
um drætti.
Á Agli rauða voru 44 skipverjar þessa ferð,
en þar af unnu 34 að staðaldri við aflann í tví-
skiptum vöktum og var það mikil vinna að gera
að þessum mikla afla, enda dró enginn af sér.
Eftir fjóra daga frá því að veiðin hófst, var
byrjað að umsalta fiskinn og voru fjórir af há-
setum við það starf að staðaldri upp frá því.
Liggja þurfti um kyrrt í fimm sólarhringa við
umsöltunina, því ætíð þurfti að rýma fyrir meiri
afla. Var hver fiskur um borð í skipinu að lok-
um umsaltaður og allur aflinn því ,,fullstaðinn“,
er heim var komið. ,
Slík fiskmergð, sem þarna var á ferðinni,
VÍKIN □ U R
166