Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Síða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Síða 4
Hinn glæsilegi brezki „skut-togari“, „Fairtry“, í reynsluferð. raununum, sem nú er ekki lengur tilraun, held- ur staðreynd, því þannig er „Fairtry" tilbúinn. Þegar fiskinum hefur verið náð um borð, með þar til gerðum krana, fellur hann niður á fallhlera, sem borðreisist og fer aflinn þannig af yfirdekkinu niður í skipið, þar sem vinnzla hans byrjar, því í togaranum er, auk fiski- mjölsverksmiðju, fullkomin flökunarstöð, þar sem fiskurinn er flakaður, pakkaður og hrað- frystur. Þegar skipið kemur í höfn, eftir ca. 80 daga veiðiferð, getur það haft innanborðs, ef sæmi- lega aflazt, 500 lestir af hraðfrystum fiskflök- um, auk 100 lestir af fiskimjöli. Skipið er byggt eftir Lloyds register Class X 100 Al’, og er 2.605 br. reg. tonn, svokallað- ur „skut-togari“. Þá er tekið tillit til krafna brezka samgöngumálaráðuneytisins, hvað snert- ir mannaíbúðir, vegna hinnar löngu útivistar. Eldvarnir og önnur öryggistæki eftir Inter- national Convention of Safety of lifes at Sea. Mál skipsins að öðru leyti eru eins og hér segir: Lengd B.P. 245 fet. Breidd 44 fet. Dýpt frá aðaldekki 24 fet, en frá brúardekki 32 fet. Aðalvél þess er fjögurra strokka Lewis Dox- ford, gerð 48 S.B. 4, sem framleiðir 1900 hest- öfl með 135 snúningum á mínútu. Mannaíbúðir eru sagðar eftir ströngustu brezkum kröfum til skipa í langsiglingu. Á efsta brúarþilfari er skipstjóraíbúðin, svefnsal- ur, setustofa og baðherbergi. Á sama þilfari er svefnklefi loftskeytamanns og vinnustofa, með öllum þeim tækjum, sem nútíma fiskiskip kref j- ast. Á neðra brúarþilfari eru, fremst, íbúðir annarra yfirmanna skipsins. 1. vélstjóraíbúð- in er eins og skipstjóra. Þá eru íbúðir stýri- manna, undirvélstjóra, verksmiðjustjóra, tækni- sérfræðings og yfirbryta. Aftar á sama þilfari búa hásetar og þjónustufólk. Af siglingatækjum má nefna Cyro-áttavita frá S. G. Browne og magnetiskur áttaviti frá Kelwin & Hughes. Radiolocator radar Mark IV o. s. frv. Skipstjóri þessa nýstárlega skips er Mr. Romyn og 1. vélstjóri Mr. Campell. Þegar þessi grein birtist í Víkingnum verður skipið eflaust búið að ljúka sinni fyrstu veiði- ferð og væri fróðlegt að frétta, hvernig ferðin hefur gengið. Forsídumyiidm Þann 18. júlí síðastliðinn var hleypt af stokkunum hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. í Hafnarfirði nýjum vélbát, 56 rúmlesta að stærð. Var honum gefið nafnið Víðir II, GK 275. Eigandi bátsins er Guðmundur Jóns- son, útgerðarmaður, Rafnkellsstöðum, Garði. Báturinn er smíðaður úr eik, með yfirbyggingu úr stáli. í bátnum er 180 hestafla Lister dieselvél, vökva- dekk og línuvindu, dýptarmælir með Asdicútfærslu og að öðru leyti búinn beztu tækjum, sem völ er á. Smíði bátsins hófst 5. október 1953. Teikningu gerði Egill Þorfinnsson, Keflavík. Yfirsmiður var Sigurjón Einarsson, skipasmíðameistari. Niðursetningu á vél og alia járnsmíði annaðist Vélsmiðja Hafnarfjarðar. Raf- lögn lögðu rafvirkjameistararnir Þorvaldur Sigurðsson og Jón Guðmundsson. Málun annaðist Sigurjón Vil- hjálmsson, málarameistari. Reiðar og segl voru gerðir af Sörin Valintínussyni. Dýptarmælir var settur niður af Frikrik A. Jónssyni, útvarpsvirkjameistara. Dekk- og línuvinda var smíðuð af Vélsmiðjunni Héðinn. Reynsluför var farin föstudaginn 23. júlí síðastliðinn. Ganghraði reyndist 9 mílur. Bátur og öll tæki reynd- ust mjög vel. Skipstjóri á þessum nýja bát verður Eggert Gísla- son, Garði. Báturinn fór til síldveiða fyrir Norðurlandi með öll síldveiðitæki ný og af fullkomnustu gerð. I6B V I K I N □ U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.