Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Page 12
Rafn A. Sigurðsson, skipstjóri,
sextugur
Hinn 11. þ. m. varð einn af kunnustu skip-
stjórum á íslenzka flotanum, Rafn A. Sig-
urðsson, sextugur að aldri. Hann er fæddur
að Sæbóli í Dýrafirði árið 1894. Foreldrar hans
eru Sigurður Ólafsson, sjómaður, ættaður af
Barðaströnd, og Dagbjört Jónsdóttir, ættuð úr
Dýrafirði.
Rafn A. Sigurðsson, skipstjóri.
Á unga aldri missti Rafn föður sinn og varð
þá, að þeirra tíðar venju og nauðsyn, að byrja
hinn harða skóla lífsins. Vegur flestra þeirra
unglinga, sem einhver töggur var í, í þá daga,
lá að jafnaði til sjávar, en Rafn mun hafa verið
um 10 ára, er hann fyrst steig af'sér bárur
hafsins á vestfirzkri skútu í umsjá föður síns.
Eftir missi hans varð Rafn að fara að heiman
til vandalausra, sem ekki þótti nema sjálfsagt
og eðlilegt í þá daga, en upp frá því mun hann
hafa orðið að sjá sér sjálfum farborða.
Vegnesti að fjármunum mun að sjálfsögðu
hafa verið lítið, en því meir af einbeittum vilja
til að brjóta sér leið til sjáifstæðis og frama í
lífinu og ekki er ótrúlegt, að hörð barátta ein-
stæðs unglings hafi að nokkru mótað skapgerð
og raunsæi.
Á unga aldri, eða á árunum 1909 og 1910,
hlaut Rafn þó þá undirbúningsmenntun, sem
hinn landsfrægi unglingaskóli að Núpi í Dýra-
firði veitti og má segja, að þar hafi rétt verið
af stað farið. Árið 1912 fór svo Rafn utan og
sigldi á erlendum skipum allt til ársins 1916,
eða í fjögur ár, og geta má nærri, að ekki hafi
ætíð verið ,,hlið veröld“ hjá einstæðum, íslenzk-
um ungling með útlendingum svo árum skipti,
en vart trúi ég að Rafn hafi Ijátið hlut sinn, er
því var að skipta, því náttúran hefur verið hon-
um örlát, að líkamlegu og andlegu atgjörfi. Enda
heppnaðist honum það, sem margir lingerðari
hafa fyrr og síðar gefizt upp við: Að eflast
við hverja raun og tileinka sér lærdóm og
reynslu, sem að góðu haldi kom síðar í lífinu.
Árið 1917 lauk Rafn prófi við fiskimanna-
deild Sjómannaskóla íslands og árið eftir við
farmannadeild sama skóla. Strax þá um vorið
gerðist hann stýrimaður hjá Jóni Kristófers-
syni skipstjóra á Huginn, og árið eftir, 1919,
fluttist hann með sama skipstjóra yfir á Hauk.
Bæði þessi skip voru seglskip með hjálparvél og
stunduðu utanlandssiglingar, aðallega með salt-
fiskfarma til Miðjarðarhafslandanna. Árið 1920
tók Rafn við skipstjórn á Hauk, en frá þessum
tíma má segja, að hann hafi stöðugt verið í
siglingum. Skipstjóm sína byrjaði hann þó á
m.s. Snorra, eign Ásgeirs Péturssonar, og um
tíma var hann skipstjóri á e.s. Nonna, sem
stundaði veiðar.
Árið 1928 stofnaði Rafn, ásamt fleirum, Eim-
skipafélag Vesturlands, er keypti flutningaskip,
sem skírt var Vestri. Því skipi stjórnaði hann
til ársins 1932, er það var selt til niðurrifs, en
þá stofnaði hann, ásamt öðrum, Eimskipafélag
Reykjavíkur h.f., sem keypti e.s. Heklu, er fórzt
í síðasta stríði, og e.s. Kötlu, sem við nú köll-
um „gömlu“ Kötlu, er minnst er á hana. Það
var mikið happaskip fyrir margra hluta sakir
og sigldi meðal annars allt stríðið án þess að
hlekkjast á.
Árið 1948 keypti félagið nýsmíðað skip frá
Svíþjóð, sem ber nafnið Katla og Rafn er nú
176
VÍKINGUR