Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Page 15
heims er hyllin, er hylli guðs þér nær“. Slíkar skapseinkunnir virðast óþjálar í umgengni, en sækja þess dýpra í innsæi, og leita umbunar þar sem hana er að finna, í verkum sín sjálfs, en sækjast hvorki eftir fasmiklum fagurgala né fallvaltri, hégómlegri lýðhylli. Hann kom ávallt til dyra eins og hann var klæddur. Hann tyllti sér aldrei á tá til.að sýnast mikill. Hann heyrð- ist aldrei gaspra af verkum sínum. Hann reynd- ist því ætíð það, sem hann var. Fyrir því var honum trúað fyrir miklu. Sá, sem þessar línur ritar, átti sæti í hrepps- nefnd með honum öll hans sveitarstjórnarár. Samvinna var góð og gagnkvæm í öllum ábyrg- um málum. En til voru þau verkefni, er við- horfin voru ólík og skoðanir skiptar. Skarst þá í odda og mörg hvöss brýnan tekin. Gat stund- um nálgast algerar andstæður. En ávallt var óvildin útilokuð. Gætu þeir menn margt af því lært, sem telja óvin og andstæðing sömu hug- tök. Þá skilgreiningu nota aðeins þeir, sem enga virðingu bera fyrir annarra skoðunum og sann- færingu, og sjálfir eiga þær smáar eða tak- markaðar. Tvö mikilvæg hagsmunamál sveitarinnar náðu fram að ganga í oddvitatíð hans. Annað var það, að Þingeyrarhreppur eignaðist jörðina Þingeyri 1930. Hitt var sama eðlis, er Þing- eyrarhreppur keypti kirkjujörðina Sanda af ríkisstjórn fslands með sérstökum lögum frá 1937. Mikilvægi þessara mála beggja fyrir af- komu kauptúnsbúa hafa þegar komið í ljós og eiga eftir að sýna sig enn betur, er tímar líða. I þorpum okkar lands, þar sem því verður við komið, þarf jörðin að vera eign þeirra manna, sem á henni ganga og hana nytja, og sveitar- menning að haldast í hendur við nútímatækni. Og þótt nútíðarmönnum sé um margt sýnna en það, að eiga fúlgur í þakklætissjóðum handa þeim, sem brautina hafa rutt, þá munu þó sam- ferðamennirnir geyma minningu þeirra, og þeir með starfi sínu marka spor í feril framtíðar- innar. Þorbergur Steinsson var einn af þeim mönn- um, er aldrei fluttist vistferlum úr héraði sínu og hreppi. Hér lifði hann, eyddi lífsþreki sínu í þágu nytsemdarmála, og dó hálfáttræður að aldri. Hann mun sjaldan hafa heyrzt syngja átthögunum ástaróð, — eins og þeim í f jarlægð- inni er tamt að gera, en hann vann fyrir þá allt, er þrautseigja hans leyfði, og það er meira virði. Lífshvöt Longfellows gæti verið grafskrift Þorbergs: Líf er nauðsyn, lát þig hvetja, líkst ei gauði, berstu djarft vertu ei sauður, heldur hetja, hníg ei dauður fyrr en þarff. Ólafur Ólafsson. t t t Einn af duglegustu mönnum Dýrafjarðar, Þorbergur Steinsson, lézt að heimili sínu á Þingeyri 14. júní síðastliðinn. Hann byrjaði ungur sjómennsku, eins og þá var al- gengt meðal Vestfirðinga. Aðeins 9 ára gamall fór hann með föður sínum á fyrstu vorvertíðina, en faðir hans var lengi formaður á árabáti og réri frá Fjalla- skaga. Verstöð, sem var lögð niður fyrir allmörgum árum, en var þá fjölsótt af Vestfirðingum. Eftir þetta stundaði Þorbergur stöðugt sjóinn, fyrst aðeins á vor- vertíðinni, og er hann þroskaðizt einnig á sumrin. Um tíma sigldi hann með hinum þróttmikla skipstjóra Hannesi Hafliðasyni, en að loknu stýrimannaprófi árið 1900, gerðist hann stýrimaður hjá hinum kunna skip- stjóra Jóni heitnum Pálssyni. Brátt varð Þorbergur svo skipstjóri, fyrst á þorskveiðum og síðan á hákarla- veiðum. Er hann með síðustu skipstjórum, sem eru að hverfa, er þessa veiði stunduðu. Alls var hann skip- stjóri um 14 ára skeið. Eftir að Þorbergur hætti skip- stjórn tók hann að sér verkstjórn við fiskverkun hjá félaginu Aldan á Þingeyri, er gerði út nokkur skip á handfæraveiðar. Þegar félag þetta hætti fiskverkun, byrjaði Þorbergur á eigin spýtur að verka fisk, er hann keypti af ýmsum bátum, og stundaði hann þetta starf fram á stríðsár, en þá lagðist öll saltfiskverkun niður. Þegar ég var drengur dvaldi ég á heimili Þorbergs nokkur sumur. Mér var minnisstæður hinn stórbrotni, ákveðni maður, sem virtist á yfirborðinu harður og hrjúfur, en var undir niðri bljúgur og blíður, er ekk- ert aumt mátti sjá. Alltaf hafði Þorbergur tíma til að hlusta á heimspekilegt tal okkar krakkanna og hló hann þá oft dátt að því, er upp úr okkur rann. Ommu minni, sem um margra ára skeið dvaldi á heimili hans, var hann mjög góður, enda þótti henni jafn vænt um hann, sem sonur hennar væri. Þorbergur fékk mjög að kenna á hörku lífsins, sem hafði sín áhrif á hann. Hann missti tvær dætur ungar og Gunnar son sinn uppkominn. Þá átti efnilegur sonur hans, Hörður, við langvarandi stríð berklanna að etja, sem fékk mjög á Þorbciijg. Konu sína missti hann mjög snögglega og stuttu síðar Hörð. Hin síðari ár hefur Þorbergur átt við mikla vanheilsu að stríða, er að lokum dró hann til daiVða. Eins og vænta mátti um jafn stórbrotinn og gáfaðan mann, þá lét hann opinber mál sveitar sinnar mjög til sín taka. Hann var kosinn hreppsnefndarmaður árið 1922 og átti þar sæti fjölda ára. Var lengi oddviti og í skattanefnd. Fulltrúi hreppsins á þing- og héraðsmála- fundum Vestur-ísaf jarðarsýslu var hann um langt ára- bil, og nú lengi starfað sem hreppstjóri. Hann var ein- dreginn stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins og tók oft þátt í stjórnmálaumræðum staðarins. Þorbergur hefði getað orðið glæsilegur þingmaður sýslu sinnar, en hon- um var það fjarri skapi. Hann kaus að eyða starfsár- um sínum heima í héraðinu, og vildi aldrei yfirgefa fjörðinn sinn og leita sér frama annars staðar, þótt slík't stæði honum til boða. VIKINGUR 179

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.