Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 17
á mynd 3. í>ar sést á blikskildi sjárinnar til vinstri á myndinni, stórt blik efst, þ. e. stór fiskur, en neðst sést þétt smáblik, þ. e. smáfiskur, t. d. síld. Þá berzt talið að Marsjánni, sem gengur undir nafn- inu Asdic og frægt er orðið fyrir árangur í norsku síld- arleitarskipunum. Tæki þetta sendir geisla sína á ská um 20 til 25 gráður hallandi niður í sjóinn, um sjó- mílu út frá skipinu og mælir 150 gráður til hvorrar hliðar, svo að aðeins verður ólýst 60 gráða horn aftur af skipinu. Yið góð skilyrði sýnir Marsjáin því tveggja sjómílna breiða braut skipsins. Lífríkur sjór, eins og hann er við íslandsstrendur, liggur meira og minna í lögum, mismunandi söltum, mismunandi heitum og straumum með mismunandi stefnur. 011 þessi lög eru full af lífi, bæði þeim, er sjást með berum augum og öðrum, sem smásjá þarf til að greina. Allar þessar lífverur tefja fyrir geislum tækjanna. Styrkleiki ská- sendingar þarf því að vera margfalt meiri, eða minnst 10 sinnum meiri heldur en venjulegar djúpmælingar, til þess að notum komi, og við botnveiðar, segir Þjóð- verjinn, hafi þær reynzt hafa mjög takmarkað gildi. Botninn er sjaldnast svo marflatur, að blik af ójöfnum hans, hólum og dröngum, yfirskyggi ekki þá fiska, sem eru svo þétt við botn, að botnveiðarfæri, eins og botn- varpa og net, nái þeim. Við veiðar fisks uppi í sjó og til að leita og fylgjast með fiskgöngum, er Marsjáin aftur á móti ákjósanlegasta tæki, sem enn hefur verið framleitt. Af Elac-Marsjánni, eða Asdic, hefur fyrir- tækið framleitt þúsundir, og segir Þjóðverjinn byrjun- arörðugleikana langt að baki. Við flestar Elac-Marsjár er notað annað hvort sjálf- ritari eða fisksjá, og hefur fisksjáin þar þá yfirburði, að hún sýnir á augnablikinu, en reynslan sýnir, að sjálfritarinn sýnir nokkuð eftir á, og getur því ýmis- legt farið fram hjá, sérstaklega þegar aðeins er litið í sjána öðru hvoru. Eftir 2 mínútur, en það er stuttur tími í daglegum önnum á sjó, hefur 9 mílna skip runnið röskan hálfan kílómetra, og það, sem hægt er að glöggva sig á á pappírnum, er því komið lengra aftur út en menn gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Þess vegna er því erfitt að finna aftur þá fiskhnappa eða torfur, sem sjálfritarinn hefur merkt. Tœkniþróuninni eru engin takmörk sett. Hval-smölunartæki (Walschreckanlagen) sendir frá sér 2% km langa rafstraumsgeisla, sem mynda klofa 2. mynd. framundan skipinu. Þegar hvalur sést, er skipinu snúið í þá átt og eltingarleikurinn hefst. Hvalurinn flýr beint undan fyrst, en mæðist brátt og leitar til hliðar til undankomu. Itekst hann þá á aðra álmu rafstraums- ins, fær högg og snýr þá við inn í klofann, oftast þvert yfir að hinum geislanum, fær þar einnig högg og þannig gengur það koll af kolli, þar til hann, sem verður að halda sig milli geislanna, mæðist svo, að komið verður á hann banaskoti. Norðmenn þekkja þessa aðferð og hafa notað hana í Suðurhöfum, enda nú komin í flest eða öll skip þeirra, sem stunda slíkar veiðar. Arangurinn er sá, að nú veiða þeir með færri bátum og á skemmri tíma það magn af hval, sem þeir mega veiða þar að hverju sinni. Framh .á bls. 184. 3. mynd. VIKINEUR iai

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.