Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 22
stefnt í voða, þótt einn af löggiltum helgidögum þjóð-
arinnar sé gefið frí. Að einn helgidagur verði í náinni
framtíð, eins og síðustu seytján árin, minninga-, kynn-
inga- og fagnaðardagur sjómanna, Sjómannadagur. Það
er áreiðanlega nauðsynlegt hverjum manni, að hverfa
stund og stund frá striti og bardagahug hversdags-
lífsins. Svala löngunum sínum eftir því sem skapgerð
og ástæður leyfa. Ármann Sigurðsson tekur þetta orð-
rétt upp úr grein minni: „Ég hygg, að fiskimanna-
stéttin megi sæmilega við una í venjulegu árferði, að
kjör fiskimanna séu ekki lakari en stéttarbræðra þeirra
í nágrannalöndunum". Greinarhöfundi virðast ekki falla
í geð þessi ummæli mín. Spyr hvað ég sé að fara? Hvort
ég hafi ekki getað miðað við aðrar stéttir í landinu, en
lilaupi í samjöfnuð við sjómenn annarra þjóða. Já, ég
var nú svona grunnhygginn. Einfaldlega vegna þess,
að ég hef vanizt því við samningagerð, að hafa til hlið-
sjónar samninga skildra aðilja frá nágrannalöndunum.
Eru svo atriðin samræmd við aðstæður heima fyrir.
Um kaup og kjör togaramanna, eins og þau eru í dag,
ræði ég ekki, sökum þess, að ég er þeim ekki nægileg|a
kunnugur. Það er nú svo, að það ber ekki allt upp á
sama daginn í þessu lifi.
Skipstjórar og fyrstu stýrimenn á togurum hafa frá
byrjun togaraútgerðar á íslandi haft meginhluta launa
sinna greiddan í hlut í afla. Þannig er það enn. Fyrstu
áratugina höfðu allir aðrir skipverjar mánaðarkaup,
að viðbættu því, að þilfarsfólk og matsveinn fengu
lifrarhlut. Þegar frá leið voru skipstjórar og stýrimenn
öfundaðir, einkum þegar vel gekk og aflahlutir háir.
Voru uppi háværar raddir, einkum vélstjóra, að kom-
ast meira eða minna inn á %-leiðina, eins og það var
nefnt, fá kaup sitt greitt í hlut í afla. Á þessum ósk-
um bar minna eða ekki þegar illa áraði. Þá sást það
enn betur, að %-leiðin var tvíeggjuð, hún gaf mikið,
þegar vel áraði, en lítið, of lítið, þegar miður áraði.
Jafnvel aflahæstu skipin gáfu naumlega meðal tekjur.
Það er einmitt þetta (sem varast varð), sem á er
skollið. Fjöldi togaranna er með rýran afla og afkoman
í samræmi við það. Ef til vill eru aflahæstu skipin
með sæmilega afkomu. Þess þarf enginn að ganga dul-
inn, er velur sér togarastarf að atvinnu í lengri eða
skemmri tíma, og meðan kaup er greitt í hlut í afla,
verða laun manna alltaf mishá. Einfaldlega vegna þess,
að afli og afkoma skipanna er mis mikil. Eins og nú
standa sakir, skiptir miklu, hvernig gengur að rétta
við togaraútgerðina, að hún nái aftur fyrri aðstöðu.
þeirri, að menn sækist um að komast á togarana, vegna
þess, að þar er vinnan bezt borguð.
Ármann Sigurðsson segist ekki sjá neina ástæðu til
að taka undir þann „lofsöng og þakkargjörð, sem vél-
stjórinn vill syngja útgerðarmönnum og ráðamönnum
þjóðarinnar fyrir afskipti þeirra af hagsmunamálum
sjómannastéttarinnar". Það er nú svo. Hér virðist tala
maður, sem ekki þarf að saka sig um, að eiga vangert
við samferðaménnina. Það efast víst enginn um það,
að útgerðarmenn og aðrir ráða- og framkvæmdamenn
þjóðarinnar sé ekki í ýmsu áfátt. Það hafði mér ekki
dottið í hug, að ekki mætti átölulaust þakka þeim og
lofa fyrir það, sem í þeirra valdi hefur staðið, að unn-
ist hafi og vel tekizt. Allir drenglundaðir menn viður-
kenna þær miklu framkvæmdir til lands og sjávar, sem
hvarvetna blasa við augum sjáandi manna. í kjölfar
framkvæmdanna hefur aðbúnaður og lífsafkoma fólks
gjörbreytzt til hins betra, að vart á sinn samjöfnuð.
Þetta hefði ekki gerzt án góðrar forustu. Einmitt ráða-
menn þjóðarinnar, útgerðarmenn og aðrir einstaklingar,
hafa með framsýni og dugnaði ýtt af stað og unnið að
þessum stórstígu framkvæmdum. Framfarirnar sýna
einnig og sanna, að ísland byggja stórhuga og þrótt-
mikið fólk, sem ekki lætur sitt eftir liggja, ef því er
sköpuð skilyrði til framtaks og manndóms. Þótt það
hneyksli Ármann Sigurðsson, þá endurtek ég þakklætið
með þessum fyrri orðum mínum. Ég er það „gamal-
dags“, að mér finnst þetta allt þakkarvert. Mikið má
íslenzka þjóðin í heild þakka og lofsyngja guð fyrir
alla þá menn og konur, er fyrr og síðar hafa tekið
stein úr götu og rutt brautina fram á við til hagsæld-
ar, manndóms og annarrar menningar.
Daglegt líf — og samskipti manna sanna þau ummæli
Björnstjerne Björnson: „Þar sem góðir menn fara, eru
guðs vegir“.
Sennilega aldrei meira en nú þarfnast íslenzka þjóð-
in fleiri karla og kvenna, sem vilja — og gera vel, og
bera sáttar- og kærleiksorð á milli einstaklinga og hags-
munasamtaka. Þá mundi enn betur morgna í lífi ein-
staklinga og þjóðarinnar allrar.
Júlíus Olafsson, vélstjóri.
Skfpverjar á m.b. Gylli
bjarga skipstjóra síiiuiii
Hinn 21. júní síðastliðinn kom fyrir atvik,
sem rétt er að halda á lofti, er skipverjar á vél-
bátnum Gylli frá Fáskrúðsfirði björguðu skip-
stjóra sínum með snarræði og kunnáttu sinni í
lífgun úr dauðadái.
Vél Gyllis bilaði, er hann var á veiðum í Faxa-
flóa. Skipstjóripn, Matthías Jónsson, fór þá nið-
ur í vélarhús, en varð þar fyrir kolsýringseitrun.
Félagar hans urðu þessa varir, náðu honum upp
og hófu þegar lífgunartilraunir. Héldu þeir því
áfram í þrjár klukkustundir og var skipstjór-
inn þá farinn að draga andann, en rankaði þó
ekki úr yfirliðinu.
Kyntu þá skipverjar bál á þilfari, og Brúar-
foss, sem bar þar að, tók Matthías og flutti hann
til Ólafsvíkur, en síðan var farið með hann á
báti til Sands. Náði Björn Pálsson þangað í
hann í sjúkraflugvél sinni, og var hann fluttur
í Landsspítalann, þar sem hann kom til með-
vitundar.
Aðeins einu sinni hér á landi mun lífgunar-
tilraun, sem staðið hefur lengur, hafa borið svo
gifturíkan árangur sem þessi. Var það, er Ólaf-
ur Lárusson, læknir í Vestmannaeyjum, bjarg-
aði dreng, sem féll í höfnina þar, eftir þriggja
og háls tíma lífgunartilraunir. Er yfirleitt talið
rétt að halda björgunartilraunum áfram í 4—5
klukkustundir.
1B6
VIKINBUR