Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1954, Qupperneq 23
Henry Hálfdansson fimmtugur Henry Hálfdansson. Henry Hálfdansson, skrifstofustjóri hjá Slysa varnafélagi fslands, varS fimmtugur 10. júlí s.l. Hann er Vestfirðingur að ætt, fæddur á ísa- firði, og mun hafa verið aðeins 11 ára þegar hann hóf sjómennskuferil sinn sem háseti á skútu. Síðar fór Henry í siglingar á seglskút- um. Þar mun hann hafa fengið sinn strangasta skóla og lært að standa á eigin fótum. Til gamans má geta þess, að á unglingsár- um sínum lærði Henry siglingafræði og lauk skipstjóraprófi á smáskipum. Ekki lagði hann þó fyrir sig formennsku, en tók próf í loftskeyta- fræðum, og var í mörg ár loftskeytamaður á togurum, lengst af á Hannesi ráðheri'a og síðar á e.s. Súðinni Á þessum árum sat Henry ekki auðum hönd- um. Hann fullkomnaði með sjálfsnámi þekk- íngu sína í rafmagns- og loftskeytafræðum, og hóf, einn af þeim fyrstu hér á landi, tilraunir með talstöðvar á bylgjusviðinu 100—200 metrar fyrir fiskibáta, en þetta svið er nú almennt not- að núna af bátaflotanum. Byggði Henry hina fyrstu talstöð, sem reynd var í þessu skyni og þótti reynast vel. Telja má, að þessu merkilega brautryðjandastarfi Henrys hafi ekki verið haldið á lofti eins og vert er, en slíka talstöð notaði hann, þegar Hannes ráðherra strandaði út af Kjalarnesi, eftir að ljósavélin, aflgjafi loftskeytastöðvarinnar, var á kafi í sjó, og hélt sambandi við land. Fyrir nokkru átti Henry 10 ára starfsafmæli hjá Slysavarnafélagi íslands. Það mun vart of- mælt, að þeirri stofnun hafi verið það mikið happ að fá slíkan mann í þjónustu sína, enda ber vöxtur og viðgangur Slysavarnafélagsins hin síðari ár þess ljósan vott. Mun óhætt að fullyrða, án þess að rýrð sé kastað á aðra starfsmenn og velunnara Slysavarnafélagsins, að með sívak- andi áhuga og miklu starfsþreki muni Henry eiga þar einn drýgstan þáttinn. Sjómannastéttin hefur á fleiri sviðum notið góðs af starfsemi Henrys. Hann er einn af for- göngumönnum að stofnun sjómannadagsins og Dvalarheimilis aldraðra sjómanna, hefur verið formaður sjómannadagsráðs og lífið og sálin í þeirri starfsemi frá upphafi. Sjómannablaðið Víkingur á Henry Háldans- syni margt gott upp að unna. Hann er einn af stofnendum blaðsins, hefur ritað ótal margar greinar í blaðið um ýmis þjóðnytjamál. Vill Víkingurinn hér með nota tækifærið og færa honum beztu árnaðaróskir í tilefni af afmæl- inu, með þeirri ósk, að íslenzk sjómannastétt eigi enn um langan aldur eftir að njóta starfs- krafta hans. G. J. VIKINGUR 1B7

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.