Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 11
(sýrustig) og hvort það sé sjó-
blandað, en það er gert á þann
hátt, að leitað er að klóri í því.
Margar aðferðir eru til að
finna óhreinindi í olíu, enda geta
þau verið margvísleg.
Með skilvindu er hægt að finna
gróf óhreinindi. Með ýmsum upp-
leysanlegum efnum, svo sem pen-
tan og benzóli er einnig hægt að
finna óhreinindi í olíunni. Með
sérstakri skilvindu er fundið ó-
bundiö kolefni „sót“ (free car-
bon) er kann að vera í olíumii.
Öleysanleg efni í pentan. Pen-
tan er sérstök benzíntegund. Ný
ónotuð olía leysist fullkomlega
upp í pentan, en bik og flest sýr-
ingarefni sem kunna að vera
komin í olíuna eru óuppleysanleg
í pentan, sót (kolefni) og ólífræn
óhreinindi, svo sem ryð, slitkorn
o. s. frv. eru einnig óuppleysan-
leg í pentan. Þungi óleysanlegra
efna í pentan, reiknuð í % af
olíuþunganum, gefa til kynna
magnið af óhreinindum í olíunni.
Óleysanleg efni í benzóli. Ben-
zól er unnið úr kolum með eim-
■ingu. I mótsetningu við pentan,
uppleysir benzól ekki aðeins
sjálfa olíuna heldur einnig bik,
gúmmí og sýringarefni er kunna
að vera í olíunni, ólífræn efni,
sót og koks leysast aftur á móti
ekki upp í benzóli. Mismunur á
óleysanlegum efnum í pentan og
benzóli gefa til kynna magn bik-
kenndra sýringarefna, er kunna
að vera í olíunni. Reynslan hefur
sýnt að þessi munur eykst jafn-
fram aukningu sýrutölu olíunnar,
en aukningin í báðum tilfellum
stafar frá sýringarefnum er
kunna að vera komin í olíuna.
Þynning (dilution of crank-
case oils). Það kemur oft fyrir
í mótorum að eldsneytisolía
kemst niður í sveifarhúsið og
þynnir smurningsolíuna. Við
þynninguna minnkar seigja olí-
unnar og getur orsakað það að
smumingsolían verði ónothæf
þess vegna. Mjög erfitt er að
skilja eldsneytisolíu frá smurn-
ingsolíu eftir venjulegum leiðum.
Þynningarmælingin er fram-
kvæmd með einingu, og er mæld
VÍKINGUR
í rúmtaks % af smumingsolí-
unni.
5. Sýrutala. Sýrur í olíu geta
verið:
Sýrur er vatn getur sameinast
(vatnsuppleysanlegar sýrur), þ.
e. óbundnar ólífrænar sýrur, svo
kallaðar míneralsýrur, svo sem
saltsýra (HCl), saltpétursýra
(HN03) og brennisteinssýra
(H2S04). Þessar sýrur eru kall-
aðar sterkar sýrur og eru mjög
hættulegar, vegna tæringaáhrifa,
lífrænar sýrur geta einnig verið
í olíunni, en eru ekki nærri eins
hættulegar eða sterkar.
Sýrutala olíu segir til um, hve
mörg mg af basa (kalíumlút
KOH) þarf til þess að eyða allri
sýru í 1 g af olíu.
Sýrutalan segir til um heildar-
sýrumagn olíunnar, þ. e. lífræn
sýra + ólífræn sýra, eða muninn
á sýru og basa í olíunni.
Stundum er olían alkalisk (bas-
isk), þá þarf að nota sýru til að
„nautralisera“ olíuna þegar sýru-
tala hennar er fundin.
Jón fór til Parísar. Þegar hann kom
aftur, spurðu vinir hans hvernig hon-
um hefði líkað.
— Stórkostlegt, sagði Jón. — Ég
vildi bara að ég hefði verið þar fyrir
25 árum.
— Nú? Þú meinar þegar París var
París, sögðu vinirnir.
— Nei, ég meina þegar Jón var Jón,
svaraði Jón.
Rétt áður en komið er að gagnfræða-
skólanum í Lökken á Álaborgarvegin-
um til Kaupmannahafnar, stendur
skilti með svofelldri áletran: Varúð!
Akið ekki á nemendurna. Bíðið heldur
þar til kennarinn kemur.
Hann fór út til að kaupa í matinn.
— Hafið þér til sardínur?
— Já, eiga það að vera portúgalsk-
ar, spánskar eða franskar?
— Mér er alveg sama, ég ætla ekki
að tala við sardínurnar, ég ætla að
borða þær.
Hlutafélagið Hamar
v.____________________________________________________________j
227