Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 19
AÐ3END BREF ^JJerra rítitjóri JJjómannal(. '\JiLinyi Hr. ritstjóri. Ég hef undanfarið komið fram með ný viðhorf í vörpugerð, með það fyrir augum að vekja umtal um vörpugerð frá mínu sjónarmiði. Ép hef stiklað á stóru í stuttu máli, en þrátt fyrir það ættu áhugamenn að geta glöggvað sig á í hvaða átt ég vil vinna að vörpugerð og með hvaða stærðfræði. Ég held að vörpu- gerð sé aðallega stærðfræðilegt o<* eðlisfræðilegt spursmál. Þess vegna ræði ég vörpugerð út frá því sjón- armiði. Meðan ekki er fenginn öruggur ef það er viðurkennd sönnun, þá höfum við komist spor í rétta átt og fikrum okkur svo áfram, þar til hægt er að vinna kerfisbundið í eina átt og skapa öruggar og aðgengileg- ar formúlur að vinna eftir, rétt eins og í annari fræðigrein eða iðn. Nú vil ég lítillega gera nokkrar athugasemdir við botnvörpuna oa draga saman í stórum dráttum í hvaða átt ég vil framkvæma breyt- ingu. Varpan er tvær mismunandi gerðar samfellur, sem er fest saman á hliðunum. Ég mun kalla hvora samfelluna fyrir sig birði. Birði vörpunnar eru of háð hvort öðru þegar kemur fram á vængina. Hlut- föll jaðra í vængjum, þar sem undir- vængsjaðar er allt að 12 fetum lengri en samanlagðir jaðrar yfir- vængs og miðnets. Flotkúlur vörpunnar vinna í öf- ugu hlutfalli við toghraða. Engar raunhæfar burðarlínur með hliðum vörpunnar. Ég vil aðskilja vængina, setja fræðilegur grundvöllur fyrir vörpu- gerð, verður hún ekki annað en handahófsvinna og ágizkun. Ef ein- hver alvara á að vera í því, að lap'- færa vörpuna þarf samstillt átak allra, sem vilja og geta lagt eitt- hvað til málanna. Ekki með því að samþykkja umhugsunarlítið það sem fram kemur, heldur reyna að afsanna það á fræðilegan hátt. Ef það er fullgild sönnun, þá er það spursmál úr sögunni og þarf ekki að velta vöngum yfir því lengur. En ef ekki er hægt að sanna að það sé rangt, þá er að sanna fyrir sjálf- um sér og öðrum að það sé rétt o» hæfilegt net í undirvængi, sömu stefnu á undirvængsjaðri og belcr- jaðri, setja hæfilegar hliðar milli birða, það langt niður sem þarf oa eftir þeirri reglu, sem rétthyrndur þríhyrningur bendir til. Eða gefa yfirbirðinu þá stærð og lögun sem þarf til þess að höfuðlínan geti ó- hindruð komist 'í þá hæð, sem henni er ætlað og yfirnetið veiti ekki virka straummótstöðu, fyrr en hægt er að leiða straumþungann yfir á belglínur í beinu átaki frá hlerum. Belglínurnar verða festar á jaðra vörpunnar, eftir þeirri reglu, sem ofan á verður um beitingu möskv- VÍKINGUR ans. Svo þegar búið er að leiða all- an mögulegan þunga frá höfuðlín- unni, þá vil ég fá flot á yfirvængs- enda, þannig lagað að það vinni sm upp á togi, því þá hefur höfuðlín- an og aðliggjandi net lítið annað að gera en kljúfa strauminn. Mið- hluti höfuðlínunnar verður í sömu hæð hjálparlítið eða hjálparlaust. Um flotvörpuna vil ég segja: Ég tel ekki fiskivænlegt að tengja flot- \ örpu upp í togvíra. Varpan kemst ekki á dýpra vatn en hlerarnir nema með einhverjum tröllskan oa ég held að fiskurinn sé yfirleitt fyrir neðan hlerana, nema hann sé í sjálfheldu. Ég gat þess í fyrsta bréfi mínu að hægt væri með hæfi- legum hanafótum að láta vörpu vinna algjörlega á dýpra vatni en hlerana og gat þess, hvaða skilyrði hún yrði að hafa til þess að vinna þannig. En þar sem ég tel útilokað að tengja þannig gerða vörpu, frá okkar þungbyggðu hlerum, þá skul- um við láta okkur detta í hug hvað léttbyggðir þeir þurfi að vera svo varpan verði í hæfilegri fjarlægð frá skipinu. Svo vísa ég til þess sem ég hef skrifað áður. Og svo skulum við snúa okkur eingöngu að stærðfræðinni. Ég kom í síðasta bréfi minu inn á gerð op- tölu möskvanna og að stórhlið þeirra væri til staðar í útjaðra- möskvunum o. fl. Nú vil ég sanna þetta nánar. É^ kem með létt reiknanlegt dæmi. É" teikna hluta af belgbirði. 1 möskvi: 10, frá 200 möskvum niður í 70 möskva. Úrtökur í fjórðu hverri umferð. Viðurkenndur I spólu riðill. 9 leggir á alin. Þá lítur þessi hluti belgbirðisins þannig út með fulln vinnslu möskvans. Þið sjáið, að það má reikna út netið af fullri ná- kvæmni. Og svipað þessu má reikna út alla hluta vörpunnar. Og svo til þess að skýra betur hvernig úr netinu er unnið og hvern- ig ég vil vinna úr því til vörpugerð- ar. Þá skulum við taka net, sem er 6 fet á lengd og 6 fet á breidd. 235

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.