Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 22
og sjást þess enn minjar, bæði rómverski múrinn, sem Rómverj- ar reistu til varnar gegn árásum Kelta að norðan, og margskonar leifar af byggingum þeirra í æva- fornum þoi-pum og borgum. Einna frægust og fegurst kirkja Englands er dómkirkjan mikla í Lincoln, voldugt guðshús. Byrjað var að reisa hana árið 1902. Hún geymir marga helga dóma ensku þjóðarinnar, og þá fyrst og fremst eitt af fjórum eintökum 'sem til eru af frumriti „frelsis- skrárinnar miklu“ — magnae cartae libertatis — sem enskir barúnar neyddu vondan kong, Jóhann landlausa, til að undirrita árið 1215. Á henni byggja enskir verulegan hluta réttarkerfis síns. Vil ég ráða farmönnum og öðr- um, sem nokkra dvöl hafa í Grimsby, að skreppa til Lincoln og skoða þá merku borg, ekki hvað sízt vegna þess að þar dvaldist heilagur Þorlákur all- langa hríð við nám og gerðist þar munkur af reglu Benedikts. Sagt er, að bílæti sé þar af Þorláki biskupi í dómkirkjunni sjálfri. Um 70 km í austnorðaustur frá Lincoln, við mynni Humbru, liggur Grimsby, stærsta borg í Lincolnshire og ein hin auðug- asta fiskiborg Norðurálfunnar, eitt sinn mesta fiskiborg jarðar. Ekki er íbúatalan mikil, um 120.- 000 manns, en með áfastri borg, Cleethorpes — Kleifarþorpi — sem þó er sjálfstætt bæjarfélag, munu þar búa um það bil álíka margir menn og á Islandi. Nöfn beggja bæjanna eru norræn, þ. e. a. s. dönsk, eins og nöfn lang- flestra eða nær allra bæja og þorpa í Lincolnshire. Að sjálf- sögðu eru margar sögur um upp- runa heitisins Grimsby, Gríms- bæjar. Ein er sú, að fiskimaður frá Humbru hafi bjargað dönsk- um konungssyni, Havelok — Hugleiki — syni Gunnþórs eða Birkibeins Danakonungs úr haf- villúm á Norðursjó, og hlotið að léni mikið land og morð fjár. Þar hafi hann safnað að sér mönnum og gerzt umsvifsmaður mikill um bú og veiðiskap. Önnur saga seg- ir að Grímur hafi verið józkur fiskimaður, sem braut skip sitt þarna og nam þar land. Þykir mér sú saga sönnu nær. Eitt er víst, að aftan úr forneskju hefir verið höfn í Grimsby, og þaðan sótt, fyrst heimamið, en síðan djúpmið við Færeyjar og Island. Að margt hafi verið góðra skipa í Grimsby snemma á öldum, má marka af því, að borgarstjórnin lagði fram 11 herskip og marga vana sjómenn, þegar Játvarður III settist um Calais um miðja 14. öld. Þegar fram liðu stundir, tók framburður Humbru mjög að leita inn í höfnina í Grimsby og lá við að hana fyllti. Þá var það í lok 18. aldar, að ekki varð lengur við unað. Var þá horfið að því ráði, að veita ánni Freshney, sem er ekki stór, en nokkuð dj úp, út í gömlu höfnina. Henni fylgdi enginn framburður og var hægt að hreinsa skipalægið með henni. Um leið voru gerðar nýjar skipa- kvíjar með athafnarsvæði á hafn- arbökkum. Nam viðbótin um 6 hektörum lands. Nokkrum ára- tugum síðar, er Grimsby komst í járnbrautarsamband við stór- borgirnar uppi í landi, og gerðir voru skurðir milli stórfljóta, tók fiskveiðiflotinn að vaxa mjög ört. Grimsby hefir einn höfuðkost fram yfir Hull — eða Kingston- upon-Hull — Kongstún við Holu- á —: Leiðin til Grimsby er ákaf- lega stutt úr Norðursjó og auk þess hrein. Uti fyrir Hull eru aftur á móti sandrif og grynn- ingar, sem færast til, geta jafn- vel breytzt á einni nóttu. Ég minnist þess, að eitt sinn strand- aði ferjan milli Hull og New Holland á sandrifi, er ég var á leið frá Hull til Grimsby. Urðu farþegar að bíða þar lengi dags þartil aðfall kom. Þá er Hull norðan Hunbrufljóts og langur krókur á leið til suður- og mið- héraða landsins. — Skipalægi í Grimsby voru aftur stækkuð um miðja síðastliðna öld, þegar Kon- unglegu skipakvíjarnar — Royal Dock — voru gerðar, en nú nem- ur vatnsflötur Grimsbyhafnar um 26 hektörum. Grimsby er hreinleg borg og þokkaleg, ólík mörgum öðrum enskum hafnarborgum, enda er þar enginn kolaútflutningur. Þar miðast allt við fiskinn — fyrst og fremst góðfiskinn úr Norður- sjónum. Hann er svo að segja einstakur að gæðum — og ber þá vitanlega hæzt bátafiskinn, sem veiddur er í dragnót á Norður- sjó. Víst er, að hann stendur ekki að baki bezta bátafiski á Islands- miðum, færafiski og línu. Á Norðursjó veiðast allar hinar sömu tegundir fisks og hér við land, nema helzt karfi, enda er hann ekki mikið etinn í Englandi. Hins vegar eru þar ýmsar teg- undir góðfisks, sem ekki fást hér, einkum sérlega ljúffengur flat- fiskur. Má þar helzt tilnefna sandhverfu, sem á ensku nefnist turbot, en það er stærsti koli, sem vitað er um. Bjami Sæmundsson segir í hinu stórmerka riti sínu, Fiskunum, að sandhverfan geti orðið allt að 12 kg á þyngd, en mér er minnisstætt, að veturinn 1935 til 1936, en þann vetur dvaldist ég í Grimsby, veiddist sandhverfa, er vóg 45 ensk pund, eða um 20 kg. Til samanburðar má geta þess, að skarkolinn verð- ur að sögn Bjarna Sæmundsson- ar þyngstur 7 kg. Er sandhverf- an því myndarlegur fiskur, bor- inn saamn við þá kola, sem vér þekkjum bezt. Hún er því sem næst hringmynduð og hún hefir allþykkt rafabelti. En úr því, að ég minntist á skarkolann, þá vil ég enn einu sinni hvetja menn til þess að reka úr landi fyrir fullt og allt hið hvimleiða orðskrípi „rauðspretta", sem hefir flutzt hingað til lands með dönskum möngurum. Orðið er afbökun úr danska orðinu ,,rödspætte“ — rauðdrafna, og ætti að vera óal- andi í íslenzku máli. Fyrir hvern mun hættið að nota þetta orð — fisksalar geta hafizt handa um að nota íslenzka heitið — og blöð og útvarp ættu ekki að taka í mál að birta orðskrípið rauð- spretta. — Annar flatfiskur, mjög dýr, er sá sem enskir nefna Dover sole — Dover þykkvalúru, lítill koli, sennilega ílengstur allra flatfiska. Það er hinn bezti matur. Hann mun mjög fágætur VÍKINGUR 238

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.