Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 7
Eftirlitsmaður í dýragarðinum í London var að kasta fiski inn í glrðinguna til Pelikan fuglanna, og snarhentur ljósmyndari náði þessari lífrænu mynd á réttu augnabliki. Kona nokkur, ensk, hafði vá- tryggt verðmætan skartgrip fyr- ir 2000 stpd., gegn þjófnaði, og er síöan þótti sannað, að gripn- um hefði verið stolið, fékk hún tékka fyrir upphæðinni. En áður hún innleysti hana fannst gripurinn í klæðaskáp konunnar. Tveim dögum síðár fékk Vá- tryggingafélagið bréf um þetta frá konunni, hvar í stóð: „Mér fannst nú ekki rétt að halda bæði skartgripnum og peningunum, svo ég tilkynni ykkur hér með, að ég séndi Rauða krossinum tékkann". '—s Menn verða þögulii þegar ár- in færast yfir þá. Þeir hafa þá meira að þegja yfir. Auðmaður nokkur auglýsti eft- ir einkabílstjóra og sagði við íra, sem var meðal umsækjenda: „Ég vil ekki nema mjög gæt- inn mann, — mann, sem ekki hættir á neitt“. „Þá er ég einmitt maðurinn, sem yður vantar, svaraði írinn. „Get ég fengið kaupið mitt fyr- irfram?" '-s Ignace . Paderewski elskaði hljó'ðfærið sitt mest af öllu, en þar næst elskaði hann að spila poker. Á hljómleikaför sinni um Ameríku hafði hann ætíð með sér í einkajárnbrautarlest sinni hóp af vinum, sem voru band- vitlausir spilarar. Og aldrei hættu þeir að spila fyrr en ferð- inni var lokið. Eitt kvöld þegar hann var að skera sér ost til þetes að fá sér hressingu að kvöldi, skrapp hníf- urlnn til og skar hann í fingur á hægri hendi. Hinir hrukku við þegar þeir sáu að honum blæddi. „Þetta er hræðilegt", kveinaði einn þeirra. „Heldurðu að þú getir nú spilað?“ „Vitanlega get ég spilað", sagði Paderewski önugur, „Ég get gefið með vinstri hendi!" í bandarískri borg lét stúlka taka mann fastan af því að hann kallaði hana kjúkling. Dómarinn lét vega stúlkuna, reiknaði út hvað hún myndi kosta sem kjúklingur og lét nafngefandann borga þá upp- hæð í sekt. Kossar og faðmlög, sem vottur um ástúð, þekkist ekki í Japan, nema milli mæðra og kornungra barna. Að kyssa bam sem komið er af þeim aldri, er talið óvið- eigandi. Ef hjón hittast eftir að hafa verið frá hvort öðru um lengri tíma, ki’júpa þau niður og heilsast virðulega, brosa eða tárfella ef til vill af gleði. En þau hlaupa aldrei í faðm hvors annars, eða láta tilfinningar sín- ar í ljós með ástarorðum; þau láta ástúð sína og kærleika í Ijós, með því að umgangast hvort annað með framúrskar- andi háttvísi og vináttu hvort í annars garð. í Persíu þykir fínast að hafa hvasst og bogið nef, en á Haiti er hins vegar flatt nef í heiðri haft. Kartöflunef er langsam- lega vinsælast í Rússlandi, og í Japan er sú kona fegurst, sem stærst hefur nefið. Andlegur þróttur mannsins slitnar ekki eða eyðist upp eins- og vél af margra ára notkun — eina orsökin getur verið mis- notkun. Sem áttræður getur maður verið jafn andlega nýr og frískur eins og 12 ára ung- lingur, Við amerískan háskóla var fenginn hópur af öldruðu fólki til þess að læra rússnesku (val- inn vegna þess, að enginn hinna öldruðu hafði fengið nokkra þekkingu á málinu). Og það kom í ljós, að svo lengi sem viljinn var fyrir að læra, virtist aldurinn ekki vera nein hindr- un. Tilraunir eru taldar sanna, að maðurinn eigi auðveldast með að læra um 22 ára aldur. en það líða upp undir 60 ár, þar til maður fer að eiga erfiðara að fylgjast jafn skarplega með hlutunum. En þar á móti hefir aldurinn sína kosti, því að minni eldra fólks er nákvæmara held- m' en unglinga. Tyrkinn Suleyman Machi er góður heimilisfaðir. Hann á einn son og ber hag hans mjög fyrir brjósti. Dag nokkum tók hann sér ferð á hendur um Tyrkland þvert og endilangt til þess að leita að svarthærðri stúlku, sem væri gott konuefni fyrir soninn. ' Svarthærð varð hún að vera, j samkvæmt ósk sonarins. Loks- ins fann hann hina einu réttu og himinlifadi lagði hann af stað heimleðis — með þá svart- hærðu. En í millitíðinni hafði sonur- inn óvænt orðið ástfanginn og var meira að segja búinn að gifta sig. Pabba gamla fannst ómögu- legt að allt hans erfiði rynni þannig út í sandinn. Hann gift- ist þess vegna sjálfur svart- hærðu fegurðardísinni, — svona bara upp á grín! Prambjóðandl við kosningar i Mexico hélt eitt sinn ræðu og fékk sérstaklega góðar undir- tektir væntanlegra kjósenda (og sennilega atkvæði þeirra líka, þegar þar að kom). Ástæðan: Hann sagði eftirfarandi í ræðu sinni: „Það er þvaður og bölvaður skáldskapur, að menn verði hamingjusamir á þvi að vinna. Hamingjusamur er aðeins sá, sem sleppur við að vinna, en hefur samt sand af peningum. Þetta er númer eitt á kosninga- stefnuskrá minni!" Fiskimaður nokkur á Lappa- eyju, sem er undir stjórn kín- verskra kommúnista, var tekin af lífi fyrir smygl. Maðurinn var drepinn eftir réttarhöld undir beru lofti, sem 1000 manns var við. Þessi ónafngreindi fiskimað- ur var ákærður fyrir að smygla meðulum og úrum inn í landið. Þeir sem trúa því, að „Sput- nikar" nútímans, sem snúast umhverfis jörðina, séu afkvæmi nútimatækninnar eingöngu, verða að hugsa sig betur um i sögufróðleik. í einni af visinda- greinum enska stjömufræðings- ins Isac Newton, gerir hann grein fyrir útreikningum á hraða þeim sem þarf að ná, til þess að hægt sé að þeyta hlut út frá aðdráttaraflinu, svo að hann geti komist á braut umhverfis jörðina. Slíkum loftknetti hafði hann hugsað sér, að hægt væri að skjóta út frá háu fjalli. — Þetta var árið 1687! VÍKINGUR 223

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.