Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 6
Lögreglan í Tyrklandi hefir tekið upp nýstárlega aðferð, til þess að hegna þeim sem keyra bifrelð undir áhrifum áfengis. Ef að upp kemst um slíkt, er viðkomandi neyddur til þess að yfirgefa bíl sinn, og er settur upp í jeppabifreið frá lögregl- unni, sem ekur með sökudólginn a. m. k. 25 kílómetra út á eyði- svæði, þar sem hvergi liggur nærri mannabyggð eða önnur umferð, og skilur hann þar ein- an eftir. Tyrkneska lögreglan heldur því fram, að með þessari „afvötnunaraðferð" hafi náðst framúrskarandi árangur. Öryggisráðstöfun í fangelsi í San Antonio í Texas gerðu fangamir einn dag uppreisn. í rúmna klukkustund var allt á öðrum endanum, fang- amir bmtu allar rúður og vatns- leiðslur og hvað sem hugsanlegt var að geta eyðilagt. Eftir að uppreisnin var afstaðin og allt var að róast aftur, tóku eftir- litsmennimir eftir, að fangarn- ir höfðu breitt rækilega yfir alla sjónvarps skerma teppi, áður en uppsteiturinn hófst. Samkvæmt aldagamalli venju ber karlmanninum að leggjast á knén, þegar hann biður sér stúlku. Og ef hún segir já, tek- ur það hann fjölda mörg ár að koma fótunum vel fyrir sig á ný. Sýndu mér ferðatöiskuna þína .... Ef hótelmerkið hefir verið límt á vinstri hlið töskunnar, þýðir það, að auðvelt sé að um- gangast yður og að þér gefið góða þjónustupeninga. Ef merk- ið er hægra megin: Það er erf- itt að gera yður til geðs. Ef merkinu er stillt öfugt í horni töskunnar: Þér gefið lítilfjörlegt þjónustufé. Þetta er — samkvæmt því er Milano-blað upplýsir — inn- byrðis dulmál hjá hótelstarfs- mönmun við Riveria-ströndina í Ítalíu. Fjöldi vísindamanna hefir um langa tíð reynt að kynna sér lifnaðarhætti nokkurra fiska, sem eru útbúnir með soglskálum, sem þeir nota til þess að sjúga sig fasta á aðra fiska, t. d. hvali, og komast á þennan hátt víðs- vegar um hafið. Fiskurinn er nefndur remorat, og um áratugi hafa menn undrast hátterni hans, án þesis að vera nokkru nær um eðli hans eða hegðun á annan hátt. Það þykir þó at- hyglisvert, að það eru aðeins sérstakar fiskitegundir er hann notar þannig sem flutningatæki. Hagnýt vinnuaðferð. Sérhver kona getur náð peningum úr veski eiginmannsins, ef hún notar rétt vinnubrögð. Og þau er hægt að læra af meöfylgjandi mynd. Það á ekki (eins og vinstri vinnu- teikningin sýnir), að ganga beint og kaldranalega til verks, svarið *við því verður aðeins önuglyndi. Nei, það á (eins og sjá má á vinnuteikningunni til hægri), að kyssa og umvefja eiginmanninn blíðlega, svo að hann finni til vellíðunarkenndar, þegar höndin fer í brjóstvasann, þar sem veskið er geymt. Sönnun fyrir þvi, að „tengda- mæður“ eru í rauninni allra beztu manneskjur, er sú, að þær skulu ekki hafa komið af stað ótakmörkuðum fjölda áf grín- sögum um „tengdasyni". Snjallt ráð. Michaei Gorman, einsog fleiri starfsmenn við aðal póststöðina í Buffalo í New York voru lengi búnir að ergja sig yfir benzín- þefnum sem stóð aftur úr bíl- unum er stóðu við stöðvarpalla hjá þeim og komu með eða tóku póstpoka. Stofnað var til sam- keppni um hvernig bezt yrði ráðin bót á þessu. Miehael hlaut verðlaunin. Ráð hans var „að stöðva mótorinn, meðan af- greiðsla fer fram!“ Flest fólk er í andlegum skyld- leika við hinn gamla guðfræðing er sagðist ávalt vera tilbúinn að breyta um skoðun, en hann hefði gaman af því, að kynnast þeim er gæti fengið sig til slíks. Ekki er það af því að við vilj- um tala illa um dúfuna, eða vanmeta kvenmanninn, en það var ómögulegt að standast þá freistingu, að birta þessar mynd- ir hvor við hliðina á annarri. Vonandi móðgast hvorki dúfan né daman! Blaðamaður er var að dansa á næturklúbb í Madrid, varð mjög hrifinn af einni dansmær- inni, er hann hitti þar, og þegar hann bað forstöðumanninn um frí fyrir dansmærina þetta kvöld, svaraði forstöðumaðurinn að það væri allt í lagi, ef hann vildi greiða kaupið fyrir aðra, sem fengin væri í hennar stað. Blaðamaöurinn var ekki með nægilegt. af lausum peningum með sér til þess, en þar sem hann hafði reikning í klúbbnum, samþykkti forstöðumaðurinn að færa dansmærina á reikning hans — sem desert. Póststjórnin í London hefir fengið reynzlu fyrir því, að í almenningssímaklefum, þar sem komið hefir verið fyrir speglum á veggnum, sé miklu minna krassað og krotað á veggina heldur en í venjulegum klefum. 1 Ástæðan er talin vera sú, að í stað hinna taugaveikluðu fálms og krass hreyfingu, skoði fólk sig stöðugt í speglinum á meðan það er að tala í símann. « Föðurleg áminning: „Það kem- ur þér ekki við, drengur minn, hvemig ég kynntist henni móð- ur þinni fyrst. En ég get sagt þér það I alvöru, að frá þeim degi vandi ég mig af þvi að flauta á eftir kvenfólki". Þaö eru margir ræðumenn, er ekki vita hvað þeir eiga að gera við hendurnar á sér. i mörgum tilfellum væri mikil bót að því, að þeir héldu þeim fyrir munn sér. 222 VÍKINGUK

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.