Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 28
SEXTUGUR
framkvœmdastjóri
Miðvikudaginn 23. september sl.
varð Jón Sigurðsson vélstjóri 60
ára.
Jón hóf ungur að árum sjó-
mennsku og varð snemma vélstjóri
fyrst á mótorbátum og síðar á top'-
urum eftir að hafa tekið próf af
Vélstjóraskóla Islands, en frá blautu
bamsbeini hafði hugur hans jafn-
an snúizt um vélar og til gamans
um það má nefna, að sem lítill
strákur smíðaði hann sér flugvél
og í reynsluflugi ætlaði hann að
taka sig til flugs af skúrþaki en
kom heldur hart niður án þess þó
að meiða sig að ráði, og hætti þar
með öllum flugtilraunum, en sneri
sér þess í stað að þeirri véltækni
sem lengra var á veg komin. Jón
var fyrsti vélstjóri hjá mér á tof-
urunum Surprise og Garðari 12 síð-
ustu árin sem hann stundaði sjó. É^
minnist þeirrar samveru með þakk-
læti og saknaðarblandinni ánægiu
því að Jón er að öllum öðrum ólöst-
uðum einhver sá hoilasti og vand-
aðasti maður sem ég hef kynnzt.
Kom það mér að ómetanlegu gagni
sem skipstjóra að hafa slíkan vél-
stjóra mér við hlið, því þá var oft
mikið að gera, hraunafiskiríið í al-
gleymingi, en vandasamt að draga
trollið með góðum árangri yfir
hraunið og það ómögulegt nema
með góðri samvinnu og skilningi
vélstjórans.
Þegar að togarinn Garðar var
byggður 1930 þótti hann bera af
öðrum togurum í flestu því er máli
skipti. Jón Sigurðsson átti drjúgan
þátt í hvernig til tókst, hann sá um
og réði fyrirkomulagi í vél, og þar
þurfti svo ekki um að bæta . EnCT-
inn aukapeningur hlóðst á það skm
meðan á smíðum stóð eða eftir að
það kom heim. Það sem í útboðs-
lýsingunni stóð var hvorki of eða
van og stóðst sína raun meðan að
skipið flaut. Þannig á það líka að
vera, en tekst þvi aðeins, að reynsla
og þekking sjómannsins sé tekin
til greina.
Síðan að Jón hætti sjómennsku
og fór í land hefur hann aðallega
fengizt við fiskimjölsvinnslu. Hann
kom fótum undir og var aðalhvata-
maður að stofnun Lýsi og Mjöl h.f.
í Hafnarfirði og nú rekur hann
fiskimjölsverksmiðju í Grindavík
að ég vona með góðum árangri.
Ég óska Jóni langra lífdaga o^
áframhaldandi farsældar um leið o"
ég þakka honum forna vináttu o^
tryggð.
Sigurjón Einarsson skipstj.
<S>--------------------------------
Þegar ég sé kvenfólk kyssast, minn-
ir það mig alltaf á upphaf róm-
verskrar glímn.
/e4iJ Míéjk tít/narít
Við útvegum eftirtalin timarit frá Sovétrikjunum:
SOVIET UNION, myndatímarit á ensku og þýzku, 12 hefti á ári, 56 slður hvert.
Verð árgangsins kr. H.00.
CULTURE AND LIFE, myndskreytt, á ensku og þýzku, 12 hefti á ári, 61, síður hvert.
Verð árgangsins kr. U.00.
INTERNATIONAL AFFAIRS, á ensku, 12 hefti á ári, 1U síður hv. Verð árg. kr. 61.60
SOVIET WOMAN, myndskreytt, á ensku og þýzku, 12 hefti á ári, A8 síður hvert.
Verð árgangsins kr. !,U.00.
NEW TIMES, myndskreytt, á ensku, þýzku og sxnsku, 52 hefti á ári, 32 síður hvert.
Verð árgangsins kr. 61.60.
MOSCOW NEWS, fréttablað á ensku, 10h tbl. á ári, 8 síður hvert. Verð árg. kr. 52.80.
SOVIET LITTERATURE, bókmenntatimarit, birtir heilar nútima skáldsögur, mynd-
skreytt, á ensku og þýzku, 12 hefti á ári, 180 siður hvert. Verð árgangsins kr. 55.00.
SOVIET FILM, kvilcmyndatimarit, prýtt fjölda mynda, á ensku og þýzku, 12 liefti
á ári, 20 síður hvert. Verð árgangsins Icr. 66.00.
Tímaritin verða send frá útgefendum beint til áskrifenda. Gerizt áskrifendur! Sendið
greinilegt heimilisfang, ásamt áskriftargjaldi, er greiðist við pöntun til:
PÓSTHÓLF 444 — REYKJAVlK ÍSTORG H. F.
244
VÍKINGUR