Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 4
MermingLn kemur til Metanesíu Um allan Melanesíueyjamar bíða frumstæSir menn eftir svört- um Messíasi, sem muni færa þeim gjafir af varningi Evrópumanna. Þessi trú er talandi tákn um áhrif kristninnar á frumstæö þjó'ðfé- lög. Eftirlitsmenn áströlsku stjómarinnar, sem hættu sér inn á óskipulögð svæði í miðhálendi Nýju Guineu, fundu þar árið 1946 frumstæða menn, sem voru gagnteknir af trúarlegri eftir- væntingu. Spádómur var um það bil að rætast, að þeirra dómi. Þeir töldu komu hinna hvítu manna vera merki þess, að heims- endir væri í nánd. Þeir slátruðu öllum svínum, sem þeir áttu og höfðu byggt afkomu sína á að verulegu leyti, auk þess sem svín- in höfðu sýnt stöðu eigendanna bæði í trúar- og veraldlegum mál- efnum. Svínunum var slátrað í þeirri trú, að eftir þrjá daga myndu „Mikil svín“ koma af himnum ofan. Fæðu, eldsneyti og öðru mnauðsynjum varð að safna saman handa fólkinu til þess að framfleyta sér á, þar til „Miklu Svínin“ kæmu út úr skýjunum. Gerfi-loftskeytaútbúnaði var komið upp úr bambus, til þess að hægt væri að fylgjast með fréttum áf komu þúsundáraríkis- ins. Margir trúðu því, að þeir hermenn auk allmargra kvenna og barna sem voru óskráðir gest- ir. Kl. 16,40 þ. 20. ágúst 1959, réttu 331 ári seinna, rann aftur vatn undir kjölinn á sænska flaggskipinu Vasa. Nákvæmlega á sama mánaðardegi og slysið varð reiknað eftir gregorianska tímatalinu, en slysið bar upp á 10. ágúst eftir þá gildandi júlí- anska tímareikningi, lyftu flot- hylkin „Frigg“ og „Odin“ skip- inu upp úr leirnum við Beckhólm- ann. Kl. 16,40 heyrðist gegnum myndu kasta hinni svörtu húð og fá hvíta í staðinn. Viðbrögð þessu lík eru ekkert einsdæmi í hinni dapurlegu á- rekstrasögu menningar Norður- álfumanna við menningu frum- byggjanna á eyjunum í Suvestur- Kyri’ahafi. 1 meira en 100 ár hafa kaupmenn og trúboðar sagt frá svipuðum óróa í lífi íbúanna á Melaneseyjum, sem liggja milli Ástralíu og hins opna Kyrrahafs. Til þeirra teljast Nýja-Guinea, Fijieyjar, Salomonseyjar og Nýju Hebrideseyjar. Þær eru byggðar mönnum af kyni blökkumanna. Þó iðnaður þeirra byggðist aðal- lega á steini og tré, þá stóðu þeir á háu stigi í sjómennsku, hugvit- samlegum aðferðum í landbúnaði, félagslegri skipulagningu og gaumgæfni í trúarbrögðum og trúarsiðum. Þrátt fyrir þetta voru þeir illa undir komu hinna hvítu manna búnir, sem voru svo gjörólíkir sjálfum þeim og óend- anlega voldugri. Hin snögga breyting frá steinverkfærum til nútíma hafskipa og flugvéla hef- ur ekki gengið þrautalaust. Eftir fjögurra alda útþenslu vestrænna þjóða eru hin þétt- byggðu miðhálönd Nýju Guíneu eitt af fáum landsvæðum, þar sem til er fólk, sem enn lifir frumstæðu lífi, sjálfstætt og ó- truflað af umheiminum. En eftir því sem umboðsmenn áströlsku kafarasímann rödd Sven-Olav Nyberg — „Hon har láttat tre, fyra decimeter!“ — „Allt í lagi“, sagði björgunarformaðurinn, okmmandör Olason, — „komdu upp!“ — Skeyti var þegar sent til sænska konungsins Gustav VI Adolf. I því stóð að líkúr væru nú til að skipi hins mikla fyrir- rennara hans yrði nú bjargað fyrir framtíðina. Það væri nú að hefja aðra jómfrúferð sína. (Endursagt eftir „Information"). Hallgr. Jónsson. stjórnarinnar kanna fleiri af- skekkta fjalladali finna þeir þar fólk hins gamla tíma, sem orðið hefur fyrir miklum truflandi á- hrifum frá Norðurálfumönnum. Sannleikurinn er sá, að „Cargo“ (orð, sem þeir nota um hvers- konar varnig Evrópumanna) hefur lengi borizt eftir leiðum innlendra manna frá ströndinni til ókannaðra landsvæða. Með varningnum hefur þeim borizt hrollvekjandi vitneskja um töfra- mátt hins hvíta manns. Sá töfra- máttur minnkar vissulega ekki í þeirra augum við kenningar trú- boðanna um komu Messíasar og heimsendir. Ibúar miðhálanda Nýju Guineu hafa nýlega fengið trúaræði það, sem kennt er við varning Ev- rópumanna (Cargo Cults). Trú- flokkar þessir blanda saman ixm- lendum goðsögnum og kristnum kenningum, en aðal inntak kenn- inganna er: Heimurinn er um það bil að farast í hræðilegum umbrotum, síðan mun Guð, for- feðurnir eða einhver innlend þjóðhetja koma fram á sjónar- sviðið og stofnsetja Paradís á jörðu. Dauði, elli, sjúkdómar og illska verða óþekkt fyrirbrigði. Auðæfi hinna hvítu manna munu falla Melenesum í skaut. Fréttir af trúarhreyfingu í einu héraði hafa vafalaust oft borizt til annarra héraða og ýtt undir myndun samskonar hreyf- ingar þar. En víða hafa þessir trúflokkar samt sprottið upp sjálfstætt, sem sameiginlegt svar við hinu gífurlega álagi þjóðfé- lagsástandsins. Meðal þeirra trú- arhreyfinga, sem fræðimenn í málefnum Melanesa þekkja bezt, eru Tarotrúin frá Nýju Guineu, Wailalaæðið í Papua, Allsberi flokkurinn frá Espérito Saulo, John Frum flokkurinn í Nýju- Hebrideseyjum og Tukatrúin á Fijieyjum. Stundum hafa þessir flokkar verið svo vel skipulagðir, þraut- seigir og ofstækisfullir, að þeim hefur tekizt að stöðva allar stjórnarframkvæmdir um stund- ar sakir. Óróaútbrot af þessari tegund hafa oft komið valdhöfun- VÍKINGUR 220

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.