Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 13
aðdráttarafls jarðar. Afgangs færsla til rauðara ljóss er um 0,01 af angström einingu í öldu- lengd ljóssins. Þessi færsla er mælanleg með nútíma litrófs- tækni. Þó er ekki hægt að mæla þetta greinilega vegna annara á- hrifa í litrófi sólar. Litróf hvítra dverga sýnir miklu meiri færslu til rauðara ljóss vegna afarsterks aðdráttaraflsviðs, sem orsakast af óhemju þéttleika þeirra og litl- um geisla. En þar sem við getum ekki mælt geisla þeirra nægilega nákvæmlega, þá getum við heldur ekki reiknað út styrkleika að- dráttaraflsviðsins örugglega við yfirborð þeirra. Afleiðingin er sú, að ekki er hægt að skera úr um, hvort athuguð færsla er í samræmi við kennirtguna. Þriðja aðferðin, sem Einstein stakk upp á til prófunar á hinni almennu afstæðiskenningu, felur í sér athugun á hinni víðfrægu færslu á sólnánd Merkúríuss- brautarinnar. Þessi truflun á brautargöngu þeirrar reiki- stjörnu, sem næst er sólu, hafði valdið furðu margra stjörnu- fræðinga í meira en heila öld. Hin almenna afstæðiskenning sýnir fram á, að þessu veldur breyting hnatta og sá útbreiðslu- hraði, sem aðdráttaraflinu er eig- inlegur. Newtonsk kenning gerir ráð fyrir sama aðdráttarafli, hvort sem efnismagn er kyrrstætt eða á hreyfingu, og ennfremur að breytinga á áhrifum þess gæti í einu vetfangi. Ef til dæmis sólin brotnaði í tvennt, þá myndi hreyfing jarðar breytast á sama augnabliki. Hin sérstæða afstæð- iskenning fullyrðir að ekkert geti borizt með meiri hraða en ljóss- ins (186,000 mílur á sekúndu). Samkvæmt þessu grundvallarat- riði verkar aðdráttaraflið ekki með ótakmörkuðum hraða. Ljóst varð, að hin eldri aflfræði himn- anna stenzt staðreyndin aðeins hér um bil. Innan sólkerfisins er þetta ekki fjarri lagi, hraði reiki- stjarnanna er lítill í hlutfalli við hraða ljóssins, jörðin hreyfist eftir braut sinni með 18 mílna hraða á sekúndu, en það er einn VÍKINGUR tíuþúsundasti af hraða ljóssins. Samt sem áður þurfti að útvíkka hína Newtensku kenningu og samræma hinni sérstæðu afstæð- iskenningu. Eins og bezt sést á því að ljósið og aðdráttaraflið eru jafnlengi á leiðinni frá sól- inni til jarðar. Þetta gerði Ein- stein með hinni almennu afstæð- iskenningu sem innleiðir hugtak- ið aðdráttaraflsvið. Við samanburð úr rafmagns- fræðinni kann þetta undirstöðu hugtak hinnar almennu afstæðis- kenningar að verða skiljanlegra. Þegar hleðslur eru í kyrrstöðu eða hreyfast nægilega hægt, eru aðalöflin á milli þeirra í jafn- vægi. Þessi öfl eru í öfugu hlut- falli við fjarlægðina í öðru veldi á milli hleðslanna og líkist það aðdráttaraflinu eins og því er lýst í lögmáli Newtons. Ef hraði hleðslanna verður nægilega mik- ill, verður ástandið flóknara. Hleðslur á hreyfingu mynda seg- ulsvið og innbyrðis verkanir svið- anna mynda segulöfl sem eru hlutfallsleg við hraða hleðslanna. Ef önnur hleðslan breytir hreyfingu, verður hin hleðslan ekki fyrir áhrifum samstundis, heldur að þeim tíma liðnum, sem það tekur rafsegulöldurnar að fara vegalengdina á milli þeirra. Á sama hátt segir hin almenna afstæðiskenning, er aðdráttar- aflið milli hluta á hreyfingu ekki nákvæmlega eins og milli kyrr- stæðra hluta. Eðlilega verður betta til þess, að við förum að leita að vissum breytingum á hreyfingum himinhnatta, sem byggjast að nokkru leyti á hraða þeirra. Samkvæmt hinni klassisku kenningu gengur reikistjarna eftir sporbaugslaga braut og er sólin í öðrum brennipunktinum. Samkvæmt hinni almennu af- stæðiskenningu gengur reiki- stjarna líka eftir snorbaugslaga braut. en brautin snýst í fleti sín- um til sömu áttar og reikistjam- an hreyfist. Þessi hreyfing er venjulega nefnd færsla sólnánd- ar, en sólnánd er sá staður, sem reikistjaman er í, þegar hún kemst næst sólinni. Hin almenna afstæðiskenning segir, að á einni umferð reikistjömu um sólina færist sólnándin til um horn og fer stærð þess eftir hlutfallinu á milli hraða reikistjörnunnar í öðru veldi og hraða ljóssins í öðm veldi. Samkvæmt þessu er hornið ákaflega lítið. Þetta hlutfall jarð- ar er einn á móti hundrað mill- jónum. Tilfærslan á sólnánd Merkúrí- uss er miklu meiri, vegna þess að hún er sú af reikistjörnunum, sem næst er sólu og hreyfist þess- vegna hraðast. En útreikningar sýna að jafnvel sólnánd Merkúr- íuss færist til um aðeins 43 boga- sekúndur á heilli öld. Þegar um er að ræða fjarlægari reikistjörn- ur minnkar tilfærsla sólnándar óðfluga. Augljóslega er erfitt að mæla þessar örlitlu breytingar. Auk þess byggist nákvæmni slíkra mælinga á hringskekkju brautarinnar. Auðveldara er að staðsetja sólnándina á hring- skakkri braut. Merkúríus hreyf- ist hraðast af reikistjörnunum og gengur eftir tiltölulega hring- skakkri braut. Þetta gerði franska stjörnufræðingnum Jean Joseph Leverier fært að athuga sólnándartilfærslu hans fyrir einni öld. Þar sem ekki var hægt að skýra þessa tilfærslu með truflunum frá frá öðrum reiki- stjörnum, var hún mönnum ráð- gáta þar til hin almenna afstæðis- kennig kom með skýringuna. Nú- tíma mælingar á þessari tilfærslu eru mjög í samræmi við það, sem kenningin segir. Tilfærslan á sól- nánd jarðar, sem er miklu minni, hefur verið mæld, en ónákvæmn- in er þar allt of mikil. Tilfærslan á brautum annarra reikistjarna er of lítil, til þess að hún hafi verið greind. Eins og Thirring og Leuse sýndu fram á, þá gerir almenna afstæðiskenningin ráð fyrír við- bótar íilfærslu sólnándar fylgi- hnattar, en miklu minni af völd- um möndulsnúnings aðal hnattar- ins. Samkvæmt Newtonskri kenn- ingu hreyfist fylgihnöttur um- hverfis annan hnött sem snýst á nákvæmlega sama hátt og um- hverfis hnött, sem er í kyrrstöðu. 229

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.