Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1959, Blaðsíða 29
y Stefán Dagfinnsson, skipstjóri Eftir langa og oft mjög harða útivist á hafinu í áratugi, kom að því að heilsan leyfði ekki lengra starf. Þegar Stefán heitinn yfirgaf stjórnpallinn á hinu glæsilega skini ms. Dettifoss, sem hann var skin- stjóri á síðustu árin, var hann hel- sjúkur maður. Hann stóð á með- an stætt var eins og góðum sjó- manni sæmir. Stefán hóf sjó- mennsku ungur að árum, fyrst á fiskiskipum og síðan á verzlunar- skipum. Hjá Eimskipafélagi íslands byrjaði hann starf sitt 1920 og starfaði hjá því félagi óslitið, þang- að til yfir lauk, en hann lézt í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn hinn 31. ágúst síðastliðinn. Stefán var fæddur í Reykjavík 10. júlí 1895. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Elíasdóttir og Dav- finnur Jónsson. Árið 1926 giftist Stefán eftirlifandi konu sinni, Júní- önu Stefánsdóttur. Þau eignuðust 5 böm. Fyrsta bam sitt, Sigríði misstu þau kornunga, en hin 4, sem upp komust, eru þessi: Dagfinnur flugstjóri hjá Loftleiðum, giftur Soffíu Haraldsdóttur; Þóra, gift Haraldi Björnssyni framkvæmdar- stjóra; Sigrún, gift Hannesi Haf- stein stýrimanni og Áslaug, gift Bjarna Júlíussyni vélstjóra. Stefán lauk farmannaprófi árið 1922 og gekk í Stýrimannafélag ís- lands að loknu prófi og var með- limur þess félags æ síðan. Er við lítum til baka er margs að minnast í samstarfi við Stefán i baráttumálum stýrimanna. Það má segja að Stefán heitinn hafi frá upphafi staðið í fylkingarbrjósti stýrimanna fyrir bættum kjörum þeirra, auknu öryggi og menntun. Hann var í stjóm Stýrimanna- félags íslands árum saman og í hans stjórnartíð má segja að grundvöll- ur hafi verið lagður að þeim kjara- samningum, sem nú gilda. Með Stefáni var gott að starfa að félagsmálum. Hann var óvenju traustur maður, ráðhollur og til- lögugóður. Gætinn, en þó fylginn sér í þeim málum er hann áleit að þyrftu að komast í framkvæmd. Jafnvel eftir að Stefán var orðinn fastur skipstjóri hjá Eimskipafé- lagi íslands, og því hættur að taka virkan þátt í félagsskap stýri- manna, var ekki ósjaldan rætt við hann, um þau mál, sem helzt vom á dagskrá hverju sinni og var hann alltaf tilbúinn að ræða málin af skilningi og festu. Fyrir allt þetta sem lítillega hefur verið drepið á og svo margt annað, sem ekki verð- Stefán Dagfinnsson, skipstjóri. ur hér upptalið í þessum fáu lín- um, viljum við meðlimir Stýri- mannafélagsins, þakka Stefáni af heilum hug. Þegar saga Stýrimannafélags ís- lands verður skráð, er óhætt að fullyrða að nafn hans verður þar í hópi þeirra manna, sem mest og bezt hafa starfað fyrir félagið. Stefán. Við stýrimenn þökkum þér samstarf og samflot og árnum þér fararheilla til ókunnra stranda. Konu þinni og börnum og öðr- um ástvinum sendum við okkar innilegustu samúð. Theódór Gíslason. UTGERÐARMENN — VELSTJORAR VANDIÐ VAL A SMURNINGSOLlUM SOCONY MOBIL OIL COMPANY INC., BÝÐUR ÁVALLT ÞAÐ BEZTA Þetta merki tryggir gæðin FYRIR DIESELVÉLAR: D. T. E. Marine Oil, nr. 3—4 og 5 FYRIR HRAÐGENGAR VÉLAR: Delvac Marine Oil 920—930 og 940 FYRIR ALLAR BÍLA- OG BENZlNVÉLAR: Mobilolíur SAE 20—30—40 og 50 H. BENEDIKTSSON H. F. HAFNARHVOLI — REYKJAVÍK VÍKINGUR 245

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.