Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Qupperneq 9
Breytingar á göngum ufsans
Þýzkir togarar stunda ufsa-
veiðar við Island, Noreg, Fær-
eyjar og í norðanverðum Norður-
sjó. 1 ár var afli þeirra á flestum
veiðisvæðum mun minni en í
fyrra. Við Noreg varð aflinn t. d.
aðeins 4 þúsund tonn á móti 14
þúsund tonnum í fyrra, og við
Færeyjar féll aflamagn þýzkra
togara úr 10 þúsund tonnum í 2
þúsund tonn. Aíflaeysi þetta er
að nokkru leyti af fjárhagslegum
ástæðum, en orsakast á hinn bóg-
inn einnig af breytingum á hegð-
un ufsans.
1. mynd sýnir aldurs- og
lengdardreifingu, ufsans á helztu
veiðivsæðum þýzkra togara und-
anfarin 3 ár. Það er áberandi,
að árgangarnir frá 1949—1951
hafa verið ríkjandi í veiðinni á
flestum stöðum.
Sveiflur í stærð hinna einstöku
árganga í ufsastofninum ráða
miklu um aflabrögðin, en hins
Vegar er aflabresturinn viðNoreg
ekki einvörðungu af líffræðileg-
um orsökum. Að vísu eru hinir
sterku árgangar frá 1949—51 úr
sögunni á þessu veiðisvæði, og ár-
gangarnir frá 1953 og 1954 eru
htilsmegandi.
Hér má einnig kenna um
minni sókn, sem orsakast hefur
af því, að minna hefur gengið af
fiski á miðin vegna óhagstæðra
ytri skilyrða. Aflarýrnunina á
Islandsmiðum má einnig rekja til
mun minni sóknar við suðaustur-
og suðvesturströndina á vetrar-
vertíðinni, og hafa þýzkir togar-
ar í stað þess sótt meira í karfa-
stofninn. Um veiðar þýzkra tog-
ara á Færeyjamiðum gegnirsama
máli.
Rannsóknir seinustu ára hafa
kastað nýju ljósi yfir ýmiss atriði
í hegðun ufsans í Norðurhöfum,
sérstaklega með tilliti til skiln-
ings okkar á sveiflum í stærð
stofnsins. Ef við lítum aftur á
1. mynd, kemur í ljós, að sterku
árgangarnir frá 1949—’51 hafa
enzt miklu skemur í veiðinni við
Noreg en við Færeyjar og fsland.
Hér er þó ekki um að kenna of
mikilli veiði við Noreg, heldur
hinu, að síðan árið 1957 a. m. k.
hefur allmikill hluti þessara ár-
ganga gengið frá Noregi tíl Fær-
eyja og fslands. Hefur þetta kom-
ið greinilega í ljós með merking-
um þeim, sem norski fiskifræð-
ingurinn Steinar Olsen gerði á
ufsa við Noreg á árunum 1955—
58. Merktur ufsi hefur veiðzt í
norðurhluta Norðursjávarins, við
Færeyjar og við ísland. Steinar
Olsen heldur því fram, að ufsi sá,
sem gengur til íslands fari aðra
leið en sá, sem fer til Færeyja,
og að ufsinn, sem fer til Færeyja,
haldi ekld áfram til íslands.
Steinar Olsen heldur að sennileg-
asta leiðin milli Noregs og ís-
lands sé sú sama og síldin fer á
milli þessara tveggja landa.Þessu
til stuðnings færir hann það, að
síldin hrygnir nú seinna við Nor-
eg en áður, og að hrygningin hef-
ur stöðugt færzt norður með
ströndinni. Síldin er því nú í
heimkynnum ufsans, er hún yfir-
gefur Noreg, og ufsinn fylgir
henni eftir.
Þjóðverjar hafa undanfarin ár
merkt nokkuð af ufsa, sem veidd-
ur hefur verið í botnvörpu. Þess-
ar merkingar hafa hins vegar
ekki gefið mikinn árangur, vegna
þess að mjög erfitt er að ná fisk-
inum óskemmdum með þessari
veiðiaðferð. I janúar 1958 merkt-
um við um 200 ufsa við suðvest-
urströnd íslands, á grunnu vatni
og í góðu veðri, en frekari til-
raunir í það skipti misheppnuð-
ust. Auk þessarar merkingar lán-
aðist okkur að merkja 25 ufsa
við Noreg í nóvember 1958 og
aðra 25 í marz 1959 við Island.
Úr merkingunni við Island 1958
hafa alls endurheimzt 8 fiskar.
Allir fengust þeir við Island að
einum undanskildum, er fékkst
aðeins tveimur mánuðum síðar
við Norður-Noreg, og gefur sú
endurheimt til kynna, að einnig
séu göngur frá íslandi til Noregs.
Af merkingunni við Vestur-
Noreg hefur fengizt ein endur-
heimt við Færeyjar. Þessar end-
urheimtur, þótt fáar séu, gefa ti.l
kynna, að allmikil samskipti séu
á milli þessara tveggja stofna, og
lét enginn sér það til hugar koma
fyrir 2—3 árum.
Ymsar aðrar athuganir benda
einnig til breytinga í hegðun ufs-
ans undanfarin ár. 1 því sam-
bandi má nefna, að smáufsi hef-
ur gengið mun lengra suður á
víkingur
49