Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1960, Side 26
Þann 27. jan. sl. varð Halldór Sigurðsson skipstjóri á Isafirði 80 ára. Halldór er fæddur í Arnardal við Skutulsfjörð og er hann í móðurætt af hinni fjölmennu Amardalsætt. 1 Amardal var fyrr á árum allmikið útræði, og mun hugur Halldórs því á unga aldri hafa beinst að þeim athöfnum. Sjómennsku hóf Halldór á ára- bátum, sem þá voru algengustu fiskibátar hér við Djúp og víðar. Hugur hans stóð samt til stærri átaka og réðist hann á skútur og hóf skipstjórn á seglskipinu Bolla frá ísafirði árið 1909. Þegar stærri vélbátarnir komu til sögunnar réðist Halldór á þá sem skipstjóri og var síðan með ýmsa báta, þar til hann gerðist einn af stofnendum Samvinnu- félags Isfirðinga og tók við skip- stjórn á Vébirni árið 1928, nýj- um og glæsilegum bát, eins og þeir gerðust beztir á þeim tíma hér á landi. Full tuttugu ár stóð Halldór við stjórnvölinn á Vébirni, unz heilsan bilaði og hann varð að draga sig að landi. Þó var hug- urinn enn reiðubúinn til starfa og starfslöngunin óbrotin. Halldóri farnaðist ávallt vel á sjónum, var aflasæll og mönnum sínum góður yfirmaður. Hann var manna fyrstur til þess að taka upp ýmsar nýjungar við fiskveiðarnar og ótrauður að leggja út á ókannaðar slóðir. M. a. mun fyrsti dýptarmælir- inn, sem settur var í fiskibát hér á landi hafa komið í Vébjörn. Halldór var með þeim fyrstu, sem hófu togveiðar á mótorbát- um hér á landi og sótti hann fast til fanga á þeim vettvangi sem öðrum. Sagt hefur mér gam- all togaraskipstjóri, að þeim hafi þótt leikurinn heldur ójafn, þeg- ar Halldór brá sér út á Hala að vetrarlagi og fór að toga þar á Vébimi innan um stóru skipin. Halldór hafði áhuga fyrir fleiru en sjósókn og aflabrögð- um, og vann ásamt öðrum að stofnun skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Bylgjan árið 1921. Var hann á fyrsta fundi félagsins kosinn varaformaður og síðar var hann formaður fé- lagsins í nokkur ár. Halldór tók ávallt mikinn þátt í félagsstörf- unum fullur áhuga og reiðubú- inn til starfa meðan hann mátti. Sérstakan áhuga hafði Halldór fyrir menntun sjómannastéttar- innar og vildi hann að komið yrði á fót fastri kennslu í sjó- mannafræðum hér á ísafirði. Halldór er nú heiðursfélagi skipstjórafélagsins. Þá hefur hann og verið sæmdur heiðurs- merki Sjómannadagsins, og árið 1945 var honum veitt heiðurs- merki íslenzka Ríkisins fyrir störfin á sjónum. Kvæntur er Halldór Svanfríði Albertsdóttur, og hafa þau eign- ast tólf börn. Það lætur nærri að í mörgu hefur verið að snú- ast hjá húsmóðurinni með svo fjölmennan bamahóp, er eig- inmaðurinn var löngum fjarver- andi að störfum sínum. Ávallt hefur þeim hjónum auðnast að yfirstíga alla erfið- leika á líf'sleiðinni og unað glöð við sitt hlutskipti. Að loknu löngu dagsverki get- ur Halldór glaðst yfir giftu- drjúgu starfi á þeim vettvangi, þar sem hann ungur haslaði sér völl. Hann hefur verið góður fulltrúi stéttar sinnar og öðrum til fyrirmyndar. Nú verður hinn aldni heiðurs- maður að sætta sig við það að sitja heima og fylgjast með at- hafnalífinu í huganum án þess að geta nokkuð aðhafst. Slík eru örlög margra og ekki hvað sízt þeirra, sem slitið hafa kröftum sínum við mikið erfiði og á- hættusöm störf. íslenzku þjóðinni er sómi að slíkum mönnum sem Halldóri Sigurðssyni, og mætti henni auðnast að eignast sem flesta hans líka. Guðm,. GuSmundsson. Þegnskylduvinna Nú fyrstu vikur eftir jól hef- ur allmikið borið á því, í tali manna í millum og í skrifum blaða, að eina hugsanlega úr- ræðið til að fá nægan manns- afla á komandi vertíð væri þegn- skylduvinna skólapilta. Enda þótt einn af okkar mjög svo á- gætu kennurum hafi látið þau orð falla, að þegnskylduvinna meðal Menntaskólapilta kæmi alls ekki til greina, væri ekki úr vegi að geta hér helztu ákvæða Þegnskylduvinnulöggjafarinnar. I lögum nr. 63 frá 1941 er kveðið á um, að bæjarstjórnum og hreppsnefndum sé heimilt að koma á þegnskylduvinnu með samþykki atvinnumálaráðherra. Skilyrði fyrir þegnskyldu- vinnu er, sem hér segir: Vilji hreppsnefndar- eða bæjarstjórn- armeðlimir koma á stofn þegn- skylduvinnu skal meirihluti ráða. Að sama skapi skal tekið tillit til bréflegra áskorana minnst fimmta hluta kjósenda innan umdæmisins. Ef skilyrði þau eru fyrir hendi, sem hér að framan getur, er skylt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um málið á venjulegan hátt, en áður skal halda almennan fund um það, verði því við komið. Ef minnst % hlutar kosningabærra VÍKINGUE 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.