Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Side 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Side 3
Sjómannablaðið VÍKINGUR Útgef andi: Farmanna- og Fiskimannasamband íslands Ritstjóri Halldór Jónsson 5- tölublað ~ Maí 1960 ---- XXII. árgangur ------------- Norskt og íslenzkt fiskverð Efnisyfirlit Norskt og islenzkt fiskverð Bls. 107 Ratsjáin og siglingareglurnar Friðrlk V. Ólafsson 108 Svanir heimshafanna 114 Dálítið svar til stýrimanns á togbát Asg. Sigurðsson 116 A Ishafsslóðum 118 . ' Atvinnuf ramk vœmdir: Nýr togari — Niðursuðuverk- smiðja — Járnkúluverksmiðja . 121 Frívaktin 122 / Einar Jónsson, minningarorð .... 124 Æskan til sjós 125 Erá Spáni 126 Um Freon 126 Skipasmiðar innanlands 127 r—’ Meðalaldur 100 ár 128 ,—’ Stýrimannanámskeið í Vestm.eyjum 129 Sitt af hverju um karfann 130 /—-' Um orkuflutning i fiskibátum .... 132 r-*-' Vélstjóranámskeið í Vestm.eyjum . 132 Ársþing S.V.F.Í 134 Eorsíðumyndin: Löndun á ísfiski úr tog- ara í Reykjavíkurhöfn. (Mynd: Sig- urjón Jóhannsson). ........................11111111111.. Sj ómannablaðiö VÍKINGUR Útgefandl: P. P. S. í. Rltstjórl Halldór Jónsson. Ritnefnd: GuSm. H. Oddsson, torm., Þorkell Slgurðsson, Henry Hálf- óánsson, Halldór Guðbjartsson, Jónas Quðnmndsson, Egill Jóhannsson, Ak- ureyri, Eyjólfur Gíslason, Vestmanna- ®yjum, Hallgrímur Jónsson, Sigurjón i uar.sson. Blaðið kemur út einu slnnl * mánuði og kostar árgangurinn 100 kr. Ritstjóm og afgreiðsla er að Bárugötu Reykjavík. Utanáskrlft: „Víkingur“. “sthólr 425. Reykjavík. Slmi 156 53. Prentað f ísafoldarprentsmiðju h.f. víkingur Sjávarútvegur og landbúnað- ur hafa um aldur og áratugi-ver- ið lofsungnir á íslandi og taldir höf uðatvinnuvegir þ j óðarinnar. Þó hefur hin síðari ár brugðið nokki’um skugga á tilveru þeirra vegna fjárhagslegra vandkvæða, vegna sívaxandi útþenslu ann- ara atvinnuþátta, sem ekki eru arðbærir í framleiðsluformi, en taka til sín óeðlilega mikið af því fjármagni, er framleiðslan skapar. Hefur þetta gengið svo langt hin síðari ár, að við ligg- ur, að menn tali í alvöru um, að aðalatvinnuvegir þjóðarinnar lifi bónbjargarlífi á velvild almenn- ings, en séu raunverulega orðn- ir meirihluta landsmanna til fjárhagslegrar byrði! Fyrir stuttu síðan gerðust þau stórtíðindi í stjórnmálalegum blekiðnaði landsins, að upplýst var að norskir sjómenn og út- vegsmenn fengju 50 til 100% meira verð fyrir hráefnisvöru sína af fiski, heldur en starfs- bræður þeirra á íslandi. Enn- fremur var upplýst, að markaðs- verð á norskum fiskafurðum, saltfiski og freðfiski væri marg- falt hærra en íslenzkir aðilar fengju fyrir sína vöru á sömu mörkuðum. Stjórn S í F gaf strax eðlilega skýringu á því hvernig þessi reikningslist var uppbyggð gagnvart saltfiskmarkaðnum. En það sem sérstaklega þyrfti ýtarlegrar upplýsingar við, er hversvegna íslenzkir sjómenn og útvegsmenn, er flytja tífalt afla- magn að landi pr. fiskimann á við frændur vora Norðmenn, skuli fá 50 til 100% lægra verð fyrir sinn fisk! Þetta er enn alvarlegra mál fyrir íslenzkan sjávarútveg, þeg- ar þess er gætt, að hér er ekkert nýtt fyrirbæri á ferðinni, þó að það sé sérstaklega blásið upp þessa stundina. Síðastliðin 5—10 ára hafa norskir fiskimenn feng- ið hærra verð fyrir sinn fisk, en verðmismunurinn hefur farið stöðugt vaxandi fram að þessu. Þó mun óhætt að fullyrða, að fjárhagsleg afkoma íslenzkra sjómanna er talsvert betri held- ur en norskra, enda annað alveg óeðlilegt samanborið við afla- magn. Norskir fiskimenn munu hins- vegar miðað við eðlileg afla- brögð, hafa betri lífsafkomu heldur en almennt gerist í öðr- um atvinnugreinum í Noregi, og norskir útvegsmenn munu eiga von til þess að geta hagnast fremur við sjávarútveg með eðlilegum aflabrögðum, heldur en í verzlun eða iðnaði. fslenzkir fiskimenn og sjó- menn almennt munu vera sú at- vinnustétt, sem býr við einna lakast launagreiðslukerfi í sínu eigin landi. Og íslenzkir útvegs- menn eiga þess aldrei von, nema í afburða aflahrotum, að sjá fram á eðlilega rekstursafkomu. Þetta er ástand, sem verður að fá skynsamlega skýringu á. Það er of mikið í húfi fyrir ís- lenzkt þjóðfélag, að þora ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að sjómennska og sjávarútvegur býr við skarðan hlut í skiptingu þjóðarteknanna. H. J. 107

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.