Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Page 4
HatsjáLn og SLglingareglu.rn.ar
FriSrik V. Ólafsson. skólastjón
hefur sent Víkingi eftirfarandi
til bir'tingar
Hr. Leif Jernæs, yfirkennari
við Kristiansands Navigasjons-
skole hefur að tilhlutan ráðu-
nautar norska ríkisins í siglinga-
málum samið kennslubók í rat-
sjársiglingum, sem Norges Han-
dels og Sjöfartstidende gaf út á
sl. ári.
Nafn kennslubókarinnar er
Anti-Kollisjon, Radar A B C, og
einn kafli hennar er um ratsjána
og siglingareglurnar, leiðbeining-
ar um siglingu í dimmviðri og
ráðstafanir sem skipum ber að
gera, þegar þau sjá ekki hvert
annað. Hér er einmitt tekið á
vandamálum, sem skoðanir munu
— þó undarlegt sé — vera all-
skiptar um hjá fjölda skipstjórn-
armanna í mörgum löndum, og
mér finnst margt af því, sem hér
segir, svo fróðlegt, að sjálfsagt
sé að kynna það sem flestum af
íslenzkum skipstjómarmönnum.
Ég vil þó taka fram, að full not
af þessum kafla bókarinnar fá
menn aðeins með því að kynna
sér aðalefni hennar.
F. V. Ó.
Alþjóðaráðstefnan um öryggi
mannslífa á sjó. 1948, lýsti yfir:
,,Jafnhliða því, að ráðstefnan
viðurkennir, að nýjustu framfar-
ir í gerð ratsjár og annarra raf-
knúinna hjálpartækja við sigl-
ingar séu hinar mikilvægustu, er
það álit ráðstefnunnar, að enda
þótt skip sé búið slíkum tækjum,
leysi það á engan hátt skip-
stjóra þess frá þeirri skyldu, að
fara í einu og öllu eftir þeim
kröfum, sem alþjóðareglur til að
koma í veg fyrir árekstra á sjó
heimta, einkum ákvæðum 15. og
16. greina þessara reglna. Ráð-
stefnan ræður ríkisstjórnunum
til að vekja athygli skipstjórnar-
manna á þessari skoðun".
Framvinda þessara mála hef-
ur ekki orðið á þánn veg, að á-
stæða sé til að ætla, að önnur
ráðstefna, áratug síðar, muni
komast að annarri niðurstöðu,
öðru nær.
Árið 1957 lét forstjóri Lloyd’s
svo um mælt, að nýtízkulegasta
öryggistæki vorra tíma hefði
valdið svo mörgum slysum. að
í athugun væri hjá vátrygginga-
félögunum að hækka iðgjöldin
fyrir skip með ratsjá.
Síðan þetta gerðist, hafa
Bretland og Svíþjóð samþykkt að
skylda rats j ár-siglingaf ræðinga
til að fá, útgefin sérstök skír-
teini.
Ástæða er til að halda, að
kennsla í meðferð ratsjár hafi
verið aukin hjá flestum siglinga-
þjóðum.
Er hægt að gera nokkuð til að
auka siglingaöryggi í slæmu
skyggni ?
1 samræmi við ákvæði sigl-
ingareglnanna skulu hér sett
fram nokkur atriði siglingafræð-
ingum til stuðnings: 10 reglur til
leiðbeiningar með skýringum.
Reglur til leiöbeiningar vió
siglmgu í dimmviöri.
Ráðstœfanir skipa, sem ekki sjá
hvert cmnað:
1. Gefið hljóðbendingar samkv.
15. gr. siglingareglnanna.
2. Siglið með minnkaðri ferð
samkv. a-lið 16. gr. siglinga-
reglnanna.
3. Hafið stöðugt menn úti á
varðbergi og einnig við rat-
sjána. Munið að erfitt kann
að reynast að „finna“ tré-
skip og suma aðra hluti á
ratsjárskífunni, þótt þeir séu
hættulegir siglingum.
4. Ef maður hvorki stanzar né
dregur úr ferð með sömu
stefnu til þess að víkja fyrir
skipi, sem ekki er innan
heyrnarsviðs frá eigin skipi,
ætti að ákveða hina nýju
bergmálsieið*), áður en breytt
er um stefnu.
5. Enda þótt svo geti litið út í
einstökum tilfellum, sem
veigamiklar ástæður mæli
með því að víkja til bak-
borða fyrir skipi, sem ekki
er í augsýn, má undir eng-
um kringumstæðum grípa til
þess ráðs, ef unnt er að
forða árekstri með því að
stöðva eða draga úr ferð.
6. Stöðvið vélina samkv. fyrir-
mælum b.-liðs 16. gr. sigl-
ingareglnanna.
7. Gefið aldrei merki samkv.
28. gr. skipi, sem ekki er 1
augsýn.
8. Gerið ráð fyrir að öll skip,
sem eru utan heyrnarsviðs
frá eigin skipi, séu vélskip
með ratsjá.
9. Þannig ætti að líta á, að 18.,
19., 21., og 24. gr. siglinga-
reglnanna eigi einnig við að
því er tekur til tveggja skipa
sem eru ekki innan heyrnar-
sviðs hvors annars.
10. Forðist stefnubreytingar
nema samkv. 18. gr. sigl-
ingareglnanna.
Um 1. I þoku, dimmviðri, snjó-
komu, steypiskúrum eða slæmu
skyggni annarra hluta vegna
skal gefa þær hljóðbendingar,
sem fyrirskipaðar eru í 15. gr.
hinna alþjóðlegu siglingareglna,
jafnt að nóttu sem degi, hvort
heldur skipið er búið ratsjár-
tækjum eða ekki. Enginn útbún-
aður losar neitt skip undan
þeirri skyldu að gefa þokumerki
svo oft sem reglurnar fyrirskipa.
Það er hættuleg aðferð að gefa
þokubendingar endrum og eins
og rita svo í leiðarbókina: Þoka,
gefnar þokubendingar reglulega
(Sjá 316. gr. hinna almennu
hegningarlaga).
Fyrirsögn í Norges Handels
ogSjöfartstidende 13. des. 1956:
„Reiddi sig á ratsjána. —
Brak og brestir" . . . skyggnið
*) Með bergmálsleið er átt við stefn-
una, sem bergmálin frá öðru skipi
hreyfast í á ratsjárskífunni. ÞýtS.
VÍKINGUK
108