Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Síða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Síða 6
að nota til öryggis fyrir skipið (Bandarískur dómur). Þegar unnt er að koma því við, ætti fær ratsjármaður stöð- ugt að vera við hana í dimm- viðri. Ef blindgeirar eru á hring- sviði ratsjárinnar, verður að víkja skipinu til hliðar með hæfilegu millibili. Mannlaus sjálfstýi-ing í þoku og sléttum sjó ásamt blindgeira á rat- sjánni og vanrækslu þokubend- inga er blind sigling út í dauð- ann. Dæmi eru til um skipsströnd og ásiglingu. sem unnt hefði verið að komast hjá, ef ekki hefði verið reitt sig meir á rat- sjána en mannsaugað, Tréskip, svo sem fiskibátar, stórir prammar eða smá járn- skip, sem liggja djúpt í sjónum, getur verið erfitt, jafnvel ógern- ingur að ná inn á ratsjána, eink- um ef einhver sjógangur er að ráði. snjókoma eða regn. Skylda ætti allar fleytur sem þess þurfa með að hafa ratsjárendurvarp- ara . Um U. Aldrei ætti að breyta siglinffunni til reynslu eftir rat- sjá. Miklar stefnu- og hraða- breytingar má aldrei gera án þess að vita hver niðurstaðan muni verða. Þegar stefnunni er breytt eft- ir ratsjá, á að tiltaka gráðufjöld- ann sem snúa á. Rórmaðurinn mun þá stilla stefnuna í tæka tíð. Segið aldrei ,,komið í stjórn- borða“ eða „komið í bakborða. Það er því nær ógerningur að fylgjast með snúningshraðanum í ratsjá. Mönnum kemur saman um, að það sé leyfilegt að breyta sigl- ingunni til þess að víkja úr leið fyrir öðrum skipum, séu þau ekki innan heyrnarsviðs eigin skips. Allir geta vikið úr leið fyrir öllum. Hér vantar alveg regluna um gagnkvæmar skyldur skip- anna. Heynarsviðið er breytileg stærð, komið undir mörgum mis- munandi gjörendum. Mesti gallinn á ratsjánni sem hjálpartæki til að forðast á- rekstra er einmitt sá, að öllum finnst sér skylt að víkja úr leið fyrir öllum. Allir vilja breyta stefnu. Ákveðið fyrst nýju bergmáls- leiðina og gangið síðan úr skugga um að bergmálin fari þá leið, eftir að breytt hefur verið um stefnu. Fari bergmálin ekki þessa nýju leið, stanzið þá og bíðið. Hitt skipið hefur þá einn- ig breytt stefnu og/eða ferð. Um 5. Þvínær allir hinna mörgu svokallaðra „ratsjár- árekstra" eru því að kenna, að annað skinið hefur brevtt stefnu til stjórnborða en hitt til bak- borða. Bæði skipin hafa líka siglt of mikla ferð. Áður en maður breytir stefnu til bakborða til þess að víkja úr leið fyrir öðru skipi eftir ratsjá, ætti að rannsaka, hvort allir á skipinu hafi staðið í skilum með líftryggingariðgjaldið. Undir hvaða kringumstæðum er yfirleitt snúið til bakborða til þess að víkja úr leið fyrir öðru skipi í björtu veðri? 1. Til þess að víkja fyrir segl- skipi. 2. Til þess að víkja fyrir fiski- skipi. 3. Til þess að víkja fyrir skipi, sem maður siglir uppi frá stjórn- borða. 4. Við „kúfvendingu" til þess að víkja fyrir skipi samkv. 19. gr. (vélsímahræðsla). Það mun verða erfitt að sýna fram á, að ekki megi útkljá þetta allt með því að draga úr ferð eða stöðva. Um 6. „Ef vélskip heyrir þoku- bendingar frá skipi, sem virðist vera fyrir framan þverskips- stefnu, en getur þó ekki með vissu ákveðið stað þess, þá skal það stöðva vél sína að svo miklu leyti sem kringumstæðurnar leyfa, og sigla síðan með varkárni þar til hætta á árekstri er liðin hjá“. Með ratsjá er hægt að ákveða stað skipsins með allmikilli ná- kvæmni, en stefnu þess og hraða er aðeins unnt að ákveða fram að síðustu athugun. Með öðrum orðum: Ratsjáin getur ekki séS. Sérhvert vélskip með ratsjá. sem heyrir þokubendingar frá skipi, sem virðist vera fyrir framan þverskipsstefnu. skal stöðva vél sína, ef kringumstæð- ur leyfa. Síðan skulu öll far- þegaskip með ratsiá oer önnur skin sigla með varkárni bar til hætta á árekstri er liðin hjá. Á- ætlun, sem halda á. veitir engan rétt til þess að víkia frá ákvæð- um b-liðs 16. gr. siglingaregln- anna. öll vélskip með ratsjá skulu stöðva vél sína samkv. b-Iið 16. gr. jafnvel þót.f, hau heyri ekki þokumerki hins skipsins, ef rat- sjáin sýnir, að skipið sé innan eðlilegs heyrnarsviðs. (Fyrir þessu er dómsúrskurður). Um 7. 28. gr. siglingaregln- anna mælir greinilega fyrir um hljó&merki skipa er sjá hvert awwaá. Dæmi eru til um það, að sök á árekstri hefur verið lögð á það skipið, sem gaf öðru skipi hljóð- bendingu samkv. 28. gr„ þótt það „sæi“ það aðeins í ratsjánni. Ekki má undir neinum kring- umstæðum gefa skipi hljóðbend- ingu samkv. 28. gr„ nema mað- ur sjái það með augunum. Um 8. Dæmi eru til um árekstur, þar sem bæði skipin álitu, að hitt hefði ekki ratsjá. Hvort um sig ætlaði að „læðast“ framhjá hinu án þess að gefa þokumerki. Um 9. 18., 19., 21. og 24. gr. siglingareglnanna eiga, eins og 17, 20., 22., 23. (25.) og 26. gr. við skip sem sjá hvert annað. Meðan skipin eru ekki komin inn á heyrnarsvið hvers annars er ekkert því til fyrirstöðu að líta svo á eins og 18., 19., 21., og 24. gr. reglnanna eigi einnig við skip sem sjá hvert annað í ratsjá. 110 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.