Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Page 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Page 19
Kúreki, sem bað um líftryggingu, var spurður um hvort hann hefði orðið fyrir nokkrum slysum undan- farin ár. Hann neitaði því. Við lækn- isskoðun kom í ljós að líkami hans var alsettur marblettum, skrámum °g örum. „Hvernig stendur á þessu?“ spurði læknirinn. „Þetta héma“, sagði kúrekinn og benti á mjöðmina á sér, „er þegar ^úla lenti í mér í fyrra, og hérna eru merki þess að húsbóndi minn baröi mig og braut í mér þrjú rif, °g merkið á löppinni á mér er eftir höggorm, sem beit mig í vor“. „Og þér segið að þér hafið ekki °rðið fyrir neinum slysum!“ „Auðvitað ekki. Þetta var allt gert að yfirlögðu ráði“. * Mianætti á abstrakt málverkasýningru. * I tryggingarfélagi nokkru var skrifstofufólkinu harðbannað að eiga persónuleg símtöl í vinnutím- anum. Dag nokkurn hringdi síminn °g maður spurði eftir fröken Sig- ríði. „Er það varðandi tryggingar?“ spurði skrifstofustjórinn. „Já, eiginlega, ég vildi gjarnan tryggja mér að fá hana út í geim oieð mér í kvöld“. * „Og hvers vegna hélduð þér að bílstjórinn væri drukkinn?" -Jú, hann reyndi að rúlla upp nvítu þverstrikunum og taka þau ftieð sér“. * „Húrra!“ hrópaði Krutsjov þegar eldflaugasérfræðingarnir sýndu oonum myndir af bakhlið tunglsins. „Hér höfum við loksins bakhlið, sem við getum verið þekktir fyrir að sýna“. víkinguk Já, ég veit hvaS gert er við snúningastráka, ef þeir skrökva .... þcgar þeir vcrða stórir, sendir fyrirtækið þú út scm sölu- menn....! * Hann kom dauðþreyttur heim af skrifstofunni, og horfði skelkaður á náhvítar fiskibollurnar á fatinu. Hann hafði nú hugsað sér annað að borða, enda vitnaði svipur hans um það. Og svo varð háarifrildi, sem endaði með þVí að konan sagði grát- andi: „Ó, þið karlmenn! Þegar við gift- um okkur sagðist þú vilja ganga í dauðann fyrir mig“. „Sagði ég það virkilega?“ „Ojá, það gerðir þú“. Þá sagði hann einbeittur á svip: „Maður er maður, og orð er orð. Réttu mér helv .... fiskibollurnar“. * í íslenzkutíma: „Getið þér nefnt mér bindiorð?“ Einn í bekknum: „Trúlofun“. * Móðirin hafði verið í „perman- enti“ og sýnir Óla litla árangurinn. „Nú er ég orðin fín, Óli, og líkist ekki lengur gamalli frænku“. „Nei“, sagði Óli litli, „en nú lík- ist þú gömlum frænda". * Spurning: Hr. ritstjóri. Hvað á ég að gera svo að ég slái mig ekki á finguma þegar ég er að reka nagla ? Svar: Taktu hamarinn tveim höndum og láttu konu þína halda naglanum. * Sá, sem viðurkennir að hafa haft á röngu að standa, sannar þar með að hann sé sá skynsamari. (Swift). Spjátrungur úr höfuðstaðnum kom eitt sinn inn í smáverzlun úti á landi og hugsaði sér að gera bil- legt grín að kaupmanninum. „Ég þarf víst ekki að spyrja að því hvort þér eigið til hundakex í þessari búðarholu". „Jú, það er til“, svaraði kaupmað- urinn. „Ætlar herrann að éta það á staðnum eða á ég að pakka því inn?“ * Ein af spurningunum, sem sirku- leraði í Bandaríkjunum nýlega var: Hvað gerðir þú áður en þú giftir þig? 75% svöruðu: Ég gerði það sem mig langaði til. * Konan leit upp úr dagblaðinu og sagði við mann sinn: „Hér er ennþá einu sinni sagt frá gjaldkera, sem stakk af með peningakassann. Hef- urðu nokkru sinni heyrt sagt frá því að kvenmaður drýgi slíkt athæfi?“ „Ónei“, sagði maðurinn, „þær stinga af með forstjórann“. * Jón á Klapparstígnum spyr: „Hvað er verðbólga?" Svar: Verðbólga er, að í staðinn fyrir að vanta peninga, sem þú ekki hefur, vantar helmingi hærri upp- hæð, og í öðru lagi ef að þú samt sem áður fengir þá, eru þeir virði eins þriðja hluta. * Ef þú vilt vita verðgildi pening- anna, þá reyndu að fá þá lánaða. JrttaktiH Skrifstofustúlkan kom til for- stjórans og tjáði honum að nú ætl- aði hún að gifta sig, en að hún vildi halda stöðu sinni áfram. „Tja“, sagði forstjórinn. „Ég er nú ekki hrifinn af að hafa giftar konur á skrifstofunni. Maðurinn yð- ar ætti að þéna það mikið að hann geti séð fyrir yður“. • „Það er auðvelt að laga það“, sagði stúlkan. „Hann vinnur hérna líka“. 123

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.