Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Side 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1960, Side 20
í Einar Jónsson hafnsögum. Einar Jónsson hafnsögumaður var fæddur á Fossá á Barðaströnd 2. október 1892. Á fyrsta aldursári missti hann föður sinn og fluttist þá með móður sinni að Flatey á Breiðafirði og ólst þar upp. Eins og aðrir Breiðfirðingar, sem eyjarnar byggja, komst Einar fljótt í náin kynni við Ægi. Strax á unga aldri lærði Einar hinar haldgóðu leikreglur sjómennskunnar, hjá hin- um lífsreyndu Breiðfirzku sjómönn- um, sem margir hverjir urðu lands- kunnir fyrir afburða skipstjórn á opnum bátum og skútum . Heima í Flatey var lagður horn- steinn að því starfi, sem átti eftir að verða æfistarf hans, sjómennsk- unni. Ungur að árum yfirgaf Einar æskustöðvarnar og leitaði starfa á stærri skipum. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1917. Tveim árum seinna, eða í febrúar 1919 var Stýrimannafélag íslands stofnað og var Einar einn af stofnendum þess félagsskanar. Átti sá félagsskanur erfiða aðstöðu í byrjun, bæði vegna þess að með- limir voru fáir, því verzlunarskip íslendinga voru ekki mörg á þeim árum og vegna hins að félagsmenn voru allir siglandi á höfum úti og því oft erfiðleikum bundið að halda fundi, og voru þá ekki ósjaldan fundir haldnir í erlendum höfnum, oftast í Kaupmannahöfn, þar sem skipin mætttust helzt . Þeim mönnum sem voru í farar- broddi í félagsmálum á þeim árum, verður seint þakkað sem skyldi þeirra mikla starf í þágu stýri- mannastéttarinnar. Einn í þeirra hópi var Einar. Hann var að eðlis- fari félagslyndur, vel greindur og fylginn sér, í hverju því máli er hann beitti sér fyrir. Einar giftist eftirlifandi konu sinni, ísafoldu Einarsdóttur, árið 1920. Eignuðust þau 5 börn: tvo drengi er dóu ungir, og þrjár dætur, sem allar eru giftar. — Búa tvær þeirra hér í Reykjavík, en ein gift- ist til Ameríku. Einar var alltaf mjög farsæll í starfi. Hann kynntist ýtarlega öll- um hliðum sjómannsstarfsins, á opnum bátum, skútum, togurum og erlendum skipum. Hann var skip- stjóri á Eos, því eina barkskipi sem íslendingar hafa eignast. Þá sigldi hann á skipum Eimskipafélags ís- lands, þar til hann fór í land og varð hafnsögumaður hjá Reykja- víkurbæ árið 1929. Er Einar lét af hafnsögumanns- starfinu, vegna heilsubrests, hafði hann gegnt því starfi í 28 ár. í öll þessi mörgu ár leysti hann starf sitt með mestu prýði og kom öllum þeim skipum, sem hann veitti leið- sögu, heilum í höfn og eignaðist í gegnum starf sitt fjölda vina úr hópi skipstjómarmanna, bæði inn- lendum og erlendum. Sömu sögu má segja um sam- starfsmennina. öllum var hlýtt til Einars og allir sáum við mikið eftir honum er hann lét af störfum, fyrr en skyldi. Kringum hann var and- rúmsloftið hreint og starfið létt og skemmtilegt . Hann var gæddur góðri frásagn- argáfu og hafði frá mörgu að segja úr sinni viðburðaríku ævi. Einar var glöggskyggn á ýmis sérkenni samferðamannsins og kunni góð skil á því að færa það í þann bún- ing, að hlustendur hefðu skemmtun af. öldur tímans rísa og hníga. í öldutonpunum má sjá andlit gam- alla vina, kunningja og samstarfs- manna. koma og fara, allir og allt á sífelldri hreyfingu. frá unphafi hvers mannlífs til endaloka. Tímans haf er fullt af ólgandi lífsbaráttu einstaklinga og stétta. En þó er það ávallt svo, að þegar góður félagi hverfur í hafið, myndast lygna í hafflötinn og í þeirri lygnu speglast margar og ljúfar endurminningar um horfinn samferðamann, þeim mun fleiri, sem samstarfið var inni- legra og lengra. Kæri félagi! Lengsti kaflinn í lífsbók þinni er helgaður leiðsögu- mennskunni, og henni þjónaðir þú af lífi og sál. Þegar röðin kemur að okkur, að leggja í álinn, einir á báti, misjafnlega vel undir búnir — síð- ustu ferðina milli landa lifenda og dauðra, þá er gott að vita þig til- búinn að veita okkur leiðsögu yfir móðuna miklu yfir að strönd hins ókunna. Við þökkum þér samveruna og hugsum gott til samstarfs á nýj- um leiðum í æðri heimi. Konu Einars, dætrum og öðrum ástvinum sendum við okkar innileg- ustu samúð. Th. G. —o— Skipastóll Færeyinga Færeyska Lögþingið samþykkti nýlega að heimila landstjórninni að gera samning við belgiska skipa- smíðastöð um smíði allt að 30 línu- skipa fyrir Færeyinga. Verða þau af stærðinni 118, 122 og 126 fet. Bæði einstaklingum og útgerðarfé- lögum mun gefast kostur á að kaupa þessi skip. Belgiska skipasmíðastöðin hefur jafnframt boðið Lögþinginu að lána 20 milljónir d. kr. í sambandi við bessi kaup — með 1% vöxtum. Lán- ið skal endurgreiðast á tíu árum. — Þó lánar þetta félag ekki meira en 75% af samanlögðum smíðakostnaði skipanna. —o— Umhverfis för&ina í kafi Bandaríski kafbáturinn Triton kom fyrir nokkru upp að ströndum Delaware eftir að hafa farið kring- um jörðina. oftast í kafi, á 84 dög- um. Þetta er kjarnorkuknúinn kaf- bátur. Hann kom tvisvar upp á yfir- horð siávar. í annað skipti vegna veiks manns, er þyrla flutti til lands. og undan ströndum Portúgals til þess að heiðra minningu Magellans, sem fyrstur manna sigldi kringum jörðina 1519—21. Fór kafbáturinn mikið til sömu leið, um 36,000 sjó- mílna leið. Triton er 7750 smálestir og mun vera stærsti kjarnorkuknúni kaf- bátur heims. 124 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.