Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 14
Samþykktir 20. 20. Þing F.F.S.Í. var sett í fundar- sal Slysavarnarfélags fslands hinn 16. nóv. s.l. Mættir voru gestir vi’S þing- setuna frá Alþýðusambandi íslands, Sambandi starfsmanna ríkis og bæja, Sjómannafélagi Reykjavíkur og Sam- bandi ísl. verzlunarmanna. Fluttu þeir allir ávörp. Yaraforseti F.F.S.f, Egill Hjörvar, setti þingið með ræðu. Minntist hann Asgeirs Sigurðssonar, skipstjóra — er veri'ð hafði forseti F.F.S.Í. frá upphafi. — Þá minntist hann einnig þeirra Guðbjarts Ólafssonar, hafsm., Þorsteins Loftssonar, vélfræðiráðun. og Kristófers Eggertssonar, skipstj., en þeir höfðu allir verið virkir félag- ar innan F.F.S.Í. Forsetar 20 þings voru kosnir Þor- stcinn Árnason, vélstj., Hallfreður Guðmundsson, liafnsm. og Geir Ólafs- son, loftskeytam. Þingið sátu 44 fultrúar úr Reykja- vík, Hafnarfirði og utan af landi. Þingi'ð stóð yfir þar til seint að kvöldi hins 20. nóv. Voru mörg mál tekin til meðferðar og áhugi manna mikill, enda fjörugar umræður svo að skera varð niður ræðutíma í mörgum tilfellum. í þinglok voru eftirtaldir menn kosnir í stjórn F.F.S.Í. til næstu 2ja ára: Forseti: Kristján Aðalsteinsson, skipstj. Meðstjórnendur: Sigurjón Einarsson, skipstj. Halldór Sigurþórsson, stýrim. Guðmundur H. Oddsson, skipstj. Om Steinsson, vélstj. Þorkell Sigurðsson, vélstj. Daníel Gu*ðmundsson, mótorvélstj. Honry Halfdanarson, loftskeytam. Karl Sigurðsson, bryti. VarameSstjórnendur: Einar Thoroddsen, yfirhafnsögum. Theodor Gíslason, hafnsögum. Kristens Sigurðsson, skipstj. Bergsveinn Bergsveinsson, vélstj. Friðjón Guðlaugsson, vélstj. Anton Nikulásson, mótorvélstj. Geir Ólafsson, loftskeytam. Kári Halldórsson, bryti. þings F.F.S.Í. í fulltrúaráð fyrir landsfjórðung- ana vom kosnir: V estfjarS afjórSung: Sturla Halldórsson, ísafii'ði. NorSurlandsfjórðung: Þorsteinn Stefánsson, Akureyri. Suðurlandsfjórðung: Júlíus Sigurðsson, Yestm.eyjum. Hér fara á eftir nokkrar helztu samþykktir 20. þingsins. Haf- og fiskirannsóhnir á þorshvertíð 1962. 20 þing F.F.S.Í. skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hlutast til um, að fiskideild Atvinnudeildar Háskólans fái til sinna umráða eitt af skipum landhelgisgæzlunnar c'ða annað hent- ugt skip, á komandi þorskvertíð, til samfclldra og víðtækra rannsókna' á hafsvæðinu við SV-land. Rannsókn þessi verði' framkvæmd bæði frá haffræðilegu og fiskifræði- legu sjónarmiði, þar á mc'ðal svifi (sjávarins) og hrygningu þorsksins í sambandi við komandi vertíð á tíma- bilinu febrúar til maí 1962. Fiskirannsóknaskip: 20. þing F.F.S.Í. lýsir ánægju sinni yfir því, að verulegt fjármagn er nú fyrir hendi ætlað til byggingar á fiskirannsóknaskipi. Vegna hinna nýju viðhorfa, sem skipast við útfærslu landhelginnar og þó einkum vegna augljósrar fiskrým- unar á öllum almennum veiðisvæðum vi'ð landið, vill þingið beina þeim eindregnu tilmælum til hæstvirtrar ríkisstjómar, að hún beiti sér fyrir því að á yfirstandandi Alþingi verði gerðar ráðstafanir til þess að bygging á nýju og fulkomnu fiskirannsókna- skipi geti liafizt í byrjun næsta árs. Þingið fól stjóm F.F.S.Í. að hlut- ast til um að skipu*ð verði fjögurra manna nefnd, til þess að kynna sér og fylgja því eftir, svo sem mögulegt er, að til framkvæmda komi um bygg- ingu á fullkomnu fiskirannsóknaskipi. I nefndina verði tilnefndir einn maður frá hverjum eftirtaldra aðila: Farmanna og fiskimannasambandi Islands. Landssambandi ísl. útvegsmanna. Atvinnudeild Háskólans, fiskideild. Sjómannasambandi Islands. Landhelgismál: 20. þing F.F.S.Í. fagnar þeim á- fanga, sem náðst hefur í þeirri bar- áttu þjóðarinnar, sem hefur að tak- marki a'ð allt landgronnið kringum ísland, verði viðurkennt sem íslenzkt yfirráðasvæði. Jafnframt vísar þing- ið til fyrri samþykkta sinna um þessi mál. Þingið telur hinar tíðu tilraunir brezkra togaraskipstjóra til að sigla niður íslenzk skip, bæíði varðskip og fiskiskip, svo alvarlegt mál, að eitt- hvað verði að gera til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. í því sambandi vill þingið benda á, að sjó- réttardómum yfir brezkum togaraskip- stjórum er oftast áfrýjatö til Hæsta- réttar, svo að fangelsisdómar, kveðnLr upp af sjórétti, koma ekki strax til framkvæmda og skipstjórar þessir geta farið frjálsir ferða sinna. Þing- ið vill því skora á ríkisstjómina að leita eftir samkomulagi við brezku stjómina um ráð til að stöCva þessa hættulegu framkomu brezkra togara- skipstjóra eða leita annarra tiltæki- legra ráða, ef brezka stjómin sinnir ekki slíkum tilmælum. Skipulagning veiðisvceða o. fl. 20. þingið telur að ekki geti lengur dregizt að koma skipulagningu á fisk- ve?ðamar á vetrarvertíð fyrir Suður- og SV-landi og er þá haft í huga netatjón og annar skaði, sem orðið hefur á hverju ári. Þingið telur að skipta beri einstök- um svæðum innan landhelginnar í neta-, línu- og togsvæði og verði um það samin sérstök reglugei'ð og varð- skipunum falin löggæzla. Veiðarsvæðin verði ákveðin með til- liti til botnlags, sjávardýpis, afurða- gæða og fiskverndar. Verði höfð náin samvinna við hlutaðeigandi aðila um skiptingu svæðanna og leyfir þingið sér að vísa til ályktunar síðasta Al- þingis um þetta efni. Þá hvetur stjórn F.F.S.Í. löggjafann til þess a*ð gera ráðstafanir til að út- rýma drauganetunum svonefndu og VÍKINGUR 14

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.