Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 32
Fræðslumál vélstjórnarmanna Framsöguerindi á 20. pingi F. F. S. I. Herra þingforseti! — Góðir þing- fulltrúar! Við lifum á öld véla og tœkni. Svo að segja hvert farartæki á láði og legi og í lofti er vélknúið. Eins og nú er högum manna hátta, er líka annað óhugsandi. Vélamar urðu undirstat5a hraðans, sem nú er á öllu. Hraðinn í öllum samskiptum fólksins venur það og mótar. Svo öflug er þessi framvinda, að allir verða að fylgja henni. Ef ekki á sjálfum öldutoppum, þá einhversstaðar á öldufaldinum. Tækin — vélarnar sem nú eru nálega í hvers manns höndum, eru manna- verk og misgó*ð. Þau em að vísu ár- angur mannvits og snilli, en mis góð samt. Og til þess að þau komi að til- ætluðiun notum, þurfa þeir, sem stjóma helzt að skilja hyggingu þeima, vita nokkum veginn vinnuþol þeirra og kunna skil á að beita þeim á þann veg, að fjármunir, oft mikilir, sem til þeirra er kostað, fari ekki forgörðum, en svari vöxtum — helzt gó»5um vöxtum. Það er löngu viðurkennt. að vélar í skipum, en iim þær tölum við hér, þurfa góða og stöðuga gæzlu og um- hirðu ef vel á að fara. Álag má ckki vera um of. Meðfei'ð orkugjafans, hvort sem það nú er kol eða elds- neytisolía fyrir eimketil, eða olíu-inn- gjöf í sprengihólf vélarinnar útheimtir nákvæma og hugvitsama aðfcrð og reglusemi. Menn þurfa að skilja að eldsnevtið er samanþjöppu*ð orka, sem verið er að leysa úr læðingi til mannlegra þarfa. I skipum eru vinnu- aðstæður oftast mjög erfiðar. Þrengsli svo mikil, að naumast er hægt að snúa sér vi'ð. Öll vinna útheimtir því hagsýni og kunnáttu. Brunahætta er mikil og léttúð í meðferð cldsneytis má ekki eiga sér stað. Vélgæzlumenn verða umfram allt að hafa skilning á því, að þeir eru að framkvæma mikilvægt verk, sem útheimtir mann- dóm og fyrirhvggju. Ég er ekki mdð þessu að gera lítið úr verkum ann- arra manna til sjós. En ég vil aðeins vekja athvgli á því, að vélstjórar munu yfirleitt ekki líta svo á, að störf þeirra séu ekki skilin og metin réttilega. Það er fjárhagslegt atriði, að sér- mennta menn til ákveðinna starfa, og lengi frameftir höfðu útvegsmenn margir ekki trú á nauðsyn sérmennt- unar til þess að halda vélum gang- andi, það gæti hver sem væri. Þá var lengi, og er ef til vill cnnþá, ekki áhugi fyrir því að kaupa sérmenntun nokkru verði. En nú skilst mér, að framvindan í kaupgjaldsmálum hjá okkur hafi orðið á þá leið, a*ð fag- mennimir, sem við köllum svo, muni ekki teljandi dýrari við störf en hinir, hér ættu því leiðir að fara að liggja saman. Ég treysti því að minnsta kosti, a*ð innan þessarar samkundu sé fyrir hendi samstaða um það, að unga verðandi vélgæzlumenn fyrir ísl. skipaflotann heri að mennta bæði til munns og handa, eins og sagt var, þ.e. bóklega og verklega, þá ’ sé nú ekkert því til fyrirstöðu að við kom- um okkur niður á ákveðnar tillögur um reglur sem líklega væru til úr- bóta og sem minnst þyrfti að hrófla við með undanþágum. Ástæðan fyrir því að ekki fást nægilega margir ungir menn til þess að leggja fyrir sig vélgæzlunámið, er ekki það að námflð sé of langt eða erfitt, heldur hitt að unglingamir komast ekki nógu fljótt í iðnnámið. Piltar þurfa að komast í verklega námið jafn skjótt og unglinganámi er lokið eða 15 til 16 ára. Nú vilja verkstæðin ekki taka þá fyrr en 17 til 18 ára og helzt ekki, ef þeir hugsa sér að fara í Vélskólann að iðnnámi loknu. Þetta er ótækt og mikil nauð- syn til að finna leið til úrbóta. Ég vil, áður en lengra er farið, geta þess, að nýveri'ð liafa birtst í Víkingnum 2 góðar greinar um þetta efni, eftir þá Þráin Sigtryggsson og Öm Steinsson. Leyfi ég mér að benda á, að Öm hefur tekið til athugunar kröfur sem gerðar em um menntun vélstjóra í þremur nágrannalöndum okkar, Danmörku, Þýzkalandí og Hol- landi og bendir á live löngum tíma þar er varið til verklegs og bóklegs náms til þess að öðlast atvinnurétt- indi á þessu sviði. Ef við berrnn það saman við reglur sem lögfestar hafa verið hér, þá kemur í Ijós, að okkur hefur tekizt að rata meðalhófið fuitðu vel. Tillögur hinna stéttbundnu manna hér um sérmenntun og atvinnuréttindi eru á cngan hátt úr hófi, en styðjast við reynzlu annarra þjóða, sem hafa stórum meira til brunns að bera en við hér úti á fslandi. Forstöðumatður Vélskólans, hr. Gunnar Bjarnason, hefur nú á prjón- unum breytingartillögur um kennslu vélstjóraefna. Er þar stefnt að því að nýta verknám gagnfræðaskólanna upp í vissan hluta iðnnámsins sem verið hefur. Þannig að drengimir komist sem fyrst í hið verklega nám. Þessa lei'ð er sjálfsagt að fara. Með hinum nýju tækjum og handbrögðum sem nú er beitt, lærist verkið betur og fljótar en áður var. Um þessa hluti þarf að ná sam- komulagi við iðnaðarmenn og helzt liin meiri verkstæði. M('ð góðri sam- vinnu í þessum efnum ætti að vera hægt að fullmennta drengi undir sveinspróf í vélvirkjun fyrir 19 ára aldur, og gætu þeir þá lokið meira vélstjóraprófi um 22 ára gamlir og sparað 2—3 ár, miðað við þa'ð sem nú er. Það er fullkominn misskilningur, og engum til góðs, að halda ungling- um frá verldegu námi eins lengi og nú er gert. Séu aðstætður góðar, er bezt að byrja á því sem fyrst, það er engu síður þroskandi en hið bók- lega. Ég vil geta þess hér, að fjöl- breytni hefur verið aukin við kennsl- una í Vélskólanum. Gunnar Bjarna- son, skólastjóri, er mjög áhugasamur um velferð skólans og hefur mc'ð að- stoð samkennara sinna unnið að því að kennslan í skólanum hentaði nem- endunum sem bezt við þær aðstæður sem nú eru í flotanum. Skiftin frá gufuvélunum í dieselvélar hefur miklu breytt þar. Er megin nau'ðsyn, að námið sé sveigt inn á brautir sem framvindan í tækninni bendir til. Fulltrúar vélstjóranna eru því fylgjandi, að reynd verði þessi leið. En þeir halda hinsvegar fast við þá skoðun, að á leiðinni til fullkomins prófs úr Vélskólanum í Reykjavík, verði nemendumir að eiga kost á VlKINGUR 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.