Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 6
AÐ5END BREF ^Áferra rititjóri JJjómannabf. XJilin^í Sainl John, N. B 3. jan. 1962. Heilir báðir Halldórar og gleði- legt ár! Ég frétti að þið væruð þarna tveir á skrifstofu „Víkingsins“ og ekki veitir af. I>akka fyrir blöðin sem ég hef fengið með tölu árið út. Lestur þeirra gaf mér tilefni til þess að skrifa þessa grein, sem hér fylgir, núna um áramótin. Við liöfum legið hér útá til þess að bíða stórstreym- is. Hér er munur flóðs og fjöru sá mesti í heimi, hartnær 50 fet innst í Bay of Fundy og um- 30 fet þar sem við erum. í kringum Nova Scotia er cinhver sú óstöðugasta veðrátta á jarðríki, annars vegar er funi Golf- straumsins, sem mætir fimbul-kulda Kanada. Ekki er að furða þótt þeim þeldökku hér um borð sé kalt og þurfi að setja á sig tvær loðhúfur. „Taksan yoki“ segja þeir frá Okin- awa, sem þýðir „fullt af snjó“ og hafa þeir ekki séð slíkt nema í fjarska á Fuji-Yama. Þessa daga hefur hann verið með slyddu, byl og hrímþoku til skipt- is. Mætti alveg eins kalla þetta Colo de Perros eins og staðinn þarna niður á Spáni. Þegar loftskeytamað- ur, sem er frá Costa Rica sá hrím- þokuna rjúka upp úr sjónum, hélt hann að þetta væri „humo de la jungle“, frb. „úmó de la hungla" eða frumskógagufat!) Eftir tveggja sól- arhringa siglingu erum við komnir suður í möndul Golfstraumsins og má þá heita að vetur sé búinn hjá okkur. Þurrdokkað verður í Pireus, lestað í Arabíu og þaðan til Kali- forníu og Japan. Ég þakka ykkur fyrir fráganginn á greininni í jólablaðinu, hann var mikið betri en hægt var að búast við. Hissa varð ég á að sjá smettið á sjálfum mér, þar hefði sómt sér mikið betur t. d. mynd af hamars- haus-hálcarli. Frú mín hefði getað fundið hana í pússi mínu þarna heima og jafnvel myndir af , stóra seglskipinu". Þetta var sem sagt orð- rétt og gott, þótt það vantaði kannski á stökú stað gæsalappir og sviga. Línubrengl var á einum stað og sak- aði ekki. Ég vil nú ekki halda því fram að ég sé sterkur í latínunni, en ég þykist for satan kunna að stafa djöfulinn rétt upp á útlenzku. Á ég þá við orðin „altorumulus translucidus" og „Devil-Ray“. Sæm- ir nú ekki að vera með svona sparða- tíning, en þegar þetta birtist svona óbrenglað, sér maður betur hvað er ábótavant frá minni hálfu, en það verður ekki bætt. Það er nú upplýst,- að maður er orðinn lygari á heimsmælikvarða. Ég verð að éta ofan í mig fregnina um byggingu á stærsta skipi heims. Ég er ekki eins klár og Sigurður Þórarinsson, sem lætur Öskju fara að gjósa, er þess vegna fjærri því, að ég treysti mér til þess að koma í kring slíkri smíði. Eins og þið hafið séð á handritinu fór ég í upphafi varlega af stað með þessa frétt um 150 þús. tonna skipið, en þegar það Var staðfest rétt áður en ég sendi greinina, þá lét ég það fara. Kollegar þínir Halldór J., hafa sinn daglega „bull shit hour“, komast þá á kreik liinar furðulegustu „eldhúsfregnir“. í síðustu ferð höfðum við beint sam- band við „Universe Apollo“, sem var að koma frá Kure og skipstjórinn þar sagði okkur að þeir hefðu ekki byrjað smíði þess enn. Þið mættuð senda mér línu við tækifæri. Það getur verið að ég sendi örstutta grein um atriði,' sem ég vil láta vekja athygli á. J. Steingrímsson. Launakjör á erlendum farmskipum Það, sem vakir fyrir mér, með þessum greinarstúf, er að reyna að leiðrétta og skýra skilning manna á kaupi ,kjörum og að- búnaði á amerískum skipum, eins og það er nú. Á ég þá einkum við skip, sem eru eign félaga, sem staðsett eru í U.S.A. þótt þau sigli undir öðrum fánum. f þessum blöðum, sem mér hafa borizt, hef ég iðulega rekist á fréttir og staðhæfingar, sem eklci hafa við rök að styðjast í dag, en munu ekki hafa verið fjarn sanni fyrir 10—20 árum síðan. Á stríðsárunum, þegar Trii- man tók við, hófst hin vafasama útgerð Panamaskipa, þegar vönt- un var á skipastól og vönum mönnum. Upphófst þá öld gerfi- manna víða um heim, og fórum við fslendingar ekki varhluta af því. Þá var heldur ekki hirt um hvort hlutirnir væru í fyrsta flokks lagi. Síðan hafa miklar breytingar orðið erlendis og ekki allir áttað sig á því. í íslenzku dagblöðunum sl- sumar voru þau tíðindi varðandi verkfall á bandarískum skipum, að þeir strækuðu til þess að reyna að bæta hin lélegu kjör þeirra útlendinga, er sigla á amerískum skipum undir erlendum fánum. Þetta er rangt, en var samt haft að yfirskyni fyrst. Verkfallið var háð til þess að reyna að ná völd- um á þeim skipum og koma sín- um mönnum að. Þetta hafa þeir verið að reyna lengi, en ekki tek- izt. Á öllum skipunum eru önn- ur stéttarfélög, sem eru í fullu gildi. Á flestum skipum þessum eru ítalskar, grískar, þýzkar og einstaka norskar áhafnir ráðnar gegnum heimalandið og viðkom- andi stéttafélög með 20% hærri launum. Sum skipin hafa þó al- þjóða áhafnir, sem við skráningu gerast meðlimir G. S. U. eða „Global Seamens Union“. Flestir munu hafa lesið í fi'étt- um um fjárglæfra þá og brögð, er upp komust í Bandaríkjunum hjá stjómendum sumra fagfélaga og réttarhöldin út af því. Þótt sjó- mannafélögin hafi ekki lent í því, þá er það víst, að þau hafa náð óeðlilega miklum völdum. Spill- ing er margvísleg sem þróast þar. Má t- d. nefna, þótt ekki séu sannanir fyrir hendi, er það á vitorði flestra, að klíka sú, er stjórnar þeim, getur hagnast á verkföllum, þannig að ekki er þá hægt að hafa eftirlit með hinum gífurlegu styrktarsjóðum. Svo er annað, að þegar samið er, eru VÍKINGUR 6

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.