Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 26
— Svona fallega veiffi fáiff þiff ekki í án- um. En þetta fánm við, sem dorgnm i sjónum! o Hefur þú elskað marga áður en mig? — Nei, Jón, ákveðið ekki. Ég hefi dáðst að mönnum fyrir gáfur og hugrekki. En hvað þig snertir, er aðeins um ást að ræða. * Hvernig á ég að finna nál í hey- stakki? var blað eitt spurt. — Gakktu berfættur í heyinu, var svarið. * í Paradís gengu þau um Adam og Eva með sín fikjublöð og horfðu á dýrin og hvort á annað. Allt í einu sáu þau hvar gamall síðskeggjaður maður faldi sig á bak við eplatré. Erum við þá ekki fyrstu manneskj- urnar í heiminum, sögðu þau undr- andi. Ónei, ónei kæru félagar, ég er nefnilega Rússi. * — Geturffu selt hann fyrir mig? Ég get hvergi lagt honum, og hann vinnur ekkl upp úr bænom! 26 — Hvers vegna hefur þú alltaf logandi útidyraljósið? — Það er vegna innbrotsþjófa. — Geta þeir ekki haft með sér vasaljós, bölvaðir. * — Ég er kominn til að biðja um launahækkunina, sem olli því að þér hækkuðuð framleiðslu verksmiðj- unnar, hr. forstjóri. * Það skeði fyrir nokkrum árum, að enskur ferðamaður í Danmörku renndi upp að benzínstöð rétt hjá Korsör og bað um vatn á kælirinn. Snarleg ung stúlka í gúmmístígvél- um hjálpaði honum og rabbaði við hann á ágætri ensku. Hvar hafið þér lært svona góða ensku, spurði ferða- maðurinn. í skóla og í Englandi þar sem ég lærði lögfræði. En hvers vegna gangið þér hér um eins og bóndastúlka? Það er ég bara á sunnudögum, svaraði hún. Og hvað gerið þér svo á virkum dögum? Þá er ég dómsmálaráðherra Dana, Helge Pedersen. Jrítiaktin Hinn metnaðargjarni meðhöndlar vini sína líkt og þrep í stiga. Hann tekur í hendina á þeim, þegar hann lyptir sér upp, en treður á þeim á eftir. * Það finnst fólk, sem hefir svo slæmt minni, að það trúir því, að það hafi góða samvizku. * Hvort liún getur þagað yfir leynd- armáli. Ég skyldi nú halda það, hún var trúlofuö níu sinnum, áður en hún sagði mér að það væri ég, sem hún ætlaði að giftast. * Kvenfólkið vill hafa meiri rétt- indi. Ekki veit ég hvað það vantar. Þú kúgar mig, dóttir okkar kúgar okkur bæði, og vinnukonan kúgar alla fjölskylduna. Sá sem heldur því fram, að hann viti ekki neitt, er vís til að verða bál- reiður, ef þú samsinnir þeirri stað- hæfingu hans. * Svo var það náunginn, sem byrj- aði að hamstra frímerki, þegar hann heyrði að burðargjaldið ætti að hækka. * Nei, tautaði gamli bátsmaðurinn, það gat ekki endað nema með skelf- ingu fyrir skipstjóranum. Honum var nær að hafa það eins og skipið hans; byrja með kampavín og halda sig svo við vatnið. * Varaðu þig á smásyndunum; það er hægara að temja fíl en flugu. * Ung ekkja hafði gifst aftur bróð- ur hins látna eiginmanns síns. Vin- kona hennar, sem ko meitt sinn í heimsókn, sá mynd látna eigin- mannsins á veggnum og spurði: Af hverjum er þessi mynd, mér sýnist hann vera svo líkur manninum þín- um. — Æi já, andvarpaði ekkjan. Þetta er veslings mágur minn, sem dó í fyrra. * Stjörnufræðingurinn var að skýra gang himintunglanna. fyrir nokkrum gestum í turninum — Þessi stjarna hér heitir Akturus og fjarlægð hans frá jörðu er ná- kvæmlega eitthundrað milljón sjö- hundruð þrjátíu og sex þúsund fimm hundruð og ellefu kílómetrar. — Er það mælt neðan frá götunni eða héðan úr turninum? spurði einn gestanna. * — Halló Kalll, spurffu stelpumar hvort þær eijJ nokkrar sítarettur ... VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.