Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 36
ROBERT FULTON 1. UPPFINNINGAMAÐUR. — í aldaraðir hafa úthöfin skilið mcginiöndin að. í dag eru þessi feikna svæði ekki lengur liindrun, heldun skipabrautir, sem tengja saman lönd og þjóðir. Það var fjöldi manna, sem kom þessu til leiðar, en upp úr nöfnum þcirra gnæfir þá hæst nafnið Robert Fulton. — 2. BERNSKA. — Maðurinn, sem fann upp fyrstu nothæfu gufuvélina, fæddist f Litla-Bretlandi í Pennsylvaníu i Bandaríkjunum árið 1765. l>ar sem hann var af fátæku foreldri og talinn lélegur til bóknáms, va<r hann sendur i gullsmiðanám til Fíladelfíu, er hann var aðeins 10 ára að aldri. — 3. UPPHAFIÐ. — Hann var strax í æsku mjög hugkvæmur og hafði mjög gaman af að teikna og veiða fisk. En lionum leiddist að róa. 1778 tókst honum að smiða spaða- hjól, sem gátu knúið bát áfram. Með því hófst hans langa barátta gegn óvinum fram- faranna, heimskunni og fordómunum. VEIZTU ÞAÐ? 1. Hvenær var Alþingishús- ið í Reykjavík reist? 2. Hverning stendur á þeim sið að nota giftingar- hringi? 3. „Fílabein" fæst úr tönn- um þriggja annarra dýra en fílsins. Hvaða dýr eru það? 4. Hvaða tungumál er tal- að á Kúbu? 5. Hvaða land framleiðir mest af ull í heiminum? 6. Hvað eru margir dagar í hverjum ársfjórðungi'? 7. Eru leðurblökurnar blindar? 8. Hvað þarf ís að vera þykkur til að halda gang- andi manni? 9. Hvers vegna er Hrafns- eyri við Amarfjörð merkur sögustaður1? 10. Hvort er Ameríka eða Asía stærri að flatar- máli? En hvor er þétt- býlli? Svör eru á bls. 37. Hvað gerði IMói? Kennslukonan hafði verið að segja bömunum söguna af Nóa og örkinni. — Jæja, börnin góð, sagði hún síðan, hvað haldið þið nú að Nói hafi haft fyrir stafni á meðan hann var í örkinni? Öll börnin þögðu. — Við skulum gizka á það, HITT og ÞETTA Mesta kurteisi, sem gamlir Indíánar gátu sýnt gestkom- andi mönnum, var sú að sitja steinþegjandi hjá þeim og lofa þeim að reykja nokkra teyga úr pípunni sinni. Það mátti ekki trufla gestinn með málæði og spumingum. # Sjálfblekungurinn var fund- inn upp árið 1780, af hand- verksmanni í Leipzig. * Aðeins helmingur af öllum bömum á jörðinni gengur í skóla. sagði kennslukonan. Ég held nú að hann hafi verið að veiða fisk. Haldið þið að það sé ekki rétt? — Nei, það getur ekki ver- ið rétt, svaraði lítill drengur. — Hvers vegná? spurði kennslukonan. — Vegna þess að hann hafði ekki nema tvo maðka. Fyrsta orustan, sem háð var á skíðum, var við Osló kringum 1200. Þá börðust sænskir hermenn á skíðum. * Babýloníumenn urðu fyrst- ir til að skipta deginum í klukkutíma, mínútur og sek- undur. Þeir notuðu tylftartal í stað tugatalsins, sem við rotum, og þess vegna varð sólarhringurinn 2x12 tímar, tíminn 5x12 mínútur og mín- útan 5x12 sekúndur. * Ostrumar gjóta 15 milljón eggjum í einu. Og á einu ári getur ostra gotið allt að 100 milljón eggjum eða hrognum. í einni matskeið af mold eru fleiri verur en allt fólk- ið á jörðinni. Þar er M trill- jón gerlar. * Ef allir fuglar heimsins hyrfu úr sögunni mundi manninum verða ólíft á jörð- inni eftir tíu ár vegna skor- dýraplágu. Skrýtlur. — Hveraig drengnum líSur? ÆtU þú getir ekkí heyrt þaS? * Frú (við vinnukonu): — Ætlarðu ekki að þvo fiskinn áður en þú lætur hann í pott- inn? Vinnukonan: — Nei, ég held það sé nú hreinn óþarfi, því að hann hefur verið í vatni alla sína ævi. # . Stína litla (við föður sinn, sem er að leggja af stað í flugvél): — Mundu það nú, pabbi minn, að koma niður með fáeinar stjörnur handa mér, þegar þú kemur aftur, — ég ætla að leika mér að þeim. * Pétur litli (við háan og digran dreng, sem er nýkom- inn í skólann): — Af hverju ertu svona útblásinn? Gefur hún mamma þín þér lyftiduft með matnum á hverjum degi? * Gesturinn: — Það er stór maðkafluga í súpunni, sem þér berið mér. Þjónninn: — Æ, veslings dýrið! Haldið þér að hún sé dauð? 36 VlKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.