Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 37
Heimspekingurinn og ferjumaðurinn HeimspekingTirinn Schopenhauer fór eitt sinn á ferju yfir á nokkra. Á leiðinni spurði hann ferjumanninn, hvort hann skildi nokkuð í jarðfræði. „Nei“, svaraði ferjumaðurinn. „Það hryggir mig, vinur minn“, sagði heimspekingurinn, „en þá er fjórðungur lífs yðar glataður". Nokkrum mínútum síðar spurði hann aftur: „En kunnið þér nokkuð til stjörnufræði?“ „Nei“, svaraði ferjumaðurinn bros- andi. „Annar fjórðungur glataður", and- varpaði heimspekingurinn. Enn spurði Schopenhauer: „Þekkið þér þá ekki eitthvað til sálarfræði?" „Ekki baun“, svaraði ferjumaður- inn. „Þá eru þrír fjórðungar lífs yðar giataðir", stundi Schopenhouer. En í sama augnabliki renndi bátur- inn á sker, og byrjaði að sökkva. Ferjumaðurinn spratt á fætur, klæddi sig úr treyjunni, og hrópaði til Schopenhauers: „Kunnið þér að 'synda?“ „Nei“, svaraði heimspekingurinn. Hvað eru margir farþegar á skipinu? Svarið færðu með því að leggja saman allar tölurnar. — Láttu þér nú ekki sjást yfir neina. „Klifrið þá upp á bakið á mér, og haldið yður fast“, hrópaði ferjumað- urinn. „Annars eru allir fjórðungar yðar lífs glataðir á einu augnabliki!“ Sjóarasaga. Jón gamli skipstjóri hafði mjög gaman af því að segja börnunum sögur um það, sem á daga hans hafði drifið, þegar hann var ungur og sigldi skipi sínu víða um höf. Það var þegar ég var í Japan. Þar höfðu karlamir þann góða sið, að þeir borg- uðu lækninum sínum fyrir hvern dag, sem þeir voru heilbrigðir, en ef þeir urðu veikir, fékk hann ekki einn eyri. Það mátti segja, að þeir höfðu röð og reglu á hlutun- um þar í landi. Einu sinni kom ég til Spánar. Þar hitti ég Svert- ingja, sem var svo ólundar- legur á svipinn, að þegar hann hló, var eins og hann hágréti. Alltaf sjást fréttir í blöð- unum um að einhver strákur úti í löndum hafi hlaupið svona og svona hart. En ekki eru þau afrek mikil í sam- anburði við afrekið hans Óla, sem var skipsdrengur hjá mér um tíma. Hann gat hlaupið svo hratt í kringum siglutréð, að hann rak nefið VÍKINGUR í bakið á sjálfum sér, en hann var nú reyndar óvenju- lega nefstór, strákgreyið. Fisksalinn og Mark Twain Mörgum skrítnum karlin- um hef ég kynnst á ævinni. Það var nú til dæmis háseti, sem var hjá mér í eitt ár. Hann var svo utan við sig, að hann var verri en nokkur prófessor. Einu sinni þegar við vorum á göngu saman í einni hafnarborg, þá segir hann allt í einu: „Jón, þetta er ljóta ástandið. Annar fót- urinn á mér er allt í einu orðinn miklu styttri en hinn, svo að ég er draghaltur". Ég fór nú að athuga þetta og sá þá, að hann gekk öðr- um fæti í göturennunni, en hinum á gangstéttarbrúninni. Og það má segja, að mikið ósköp var maðurinn feginn, þegar ég sýndi honum, hvern- ig á þessu stóð. Öðru sinni setti hann gleraugun fyrir annað eyrað og tók ekki eft- ir því fyrr en hann hafði gengið skipið á enda út á hlið. Það var líka hann, sem tók einu sinni skipshundinn og þurrkaði af borðinu með honum og hengdi hann svo upp á handklæðasnagann. Seppa greyinu vildi það til lífs, að ég rakst inn og bjarg- aði honum. Einu sinni eyddi hinn heimsfrægi rithöfudur Mark Twain sumarfríi sinu í Ríverside. Hann tók eftir því að fisksali nokkur fór fram hjá bústað hans reglulega tvisvar á dag og hrópaði hátt um þann fisk, sem hann hafði á boðstólum. Þegar þetta hafði gengið í viku, sagði Mark Twain: „Þessi fisksali er þrautseigur og hann á það skilið að honum launist fyrir það. Ég fer og kaupi fisk af honum“. Og hann gerði það. En þegar átti að matreiða fiskinn, kom Veiztu það? Svör: 1. Árið 1881. 2. „Á hinum góðu, gömlu dögum“ hlekkjuðu karl- menn konurnar sínar og höfðu þær í þrældómi. — Giftingarhringir eru tákn þessara hlekk.ja. 3. Rostungurinn, vatnahest- urinn og náhvelið. í ljós, að hann væri óætur, hann var orðinn svo gamall. Og þegar fisksalinn kom næst, hljóp Mark Twain í veg fyrir hann og sagði: „Fiskurinn, sem þú seldir mér, var úldinn og ban- vænn“. „Það er ekki mín sök“, sagði fisksalinn. „Ég hef farið hér hjá með fiskinn tvisvar á dag alla vikuna, og þú getur kennt sjálfum þér um að kaupa hann ekki fyrr en hann var orðinn skemmdur". 4. Spánska, en enska er talsvert útbreitt mál þar. 5. Ástralía. 6. 90, 91, 92, 92. 7. Nei, en þær hafa mjög slæma sjón. 8. 5,2 cm. 9. Þar fæddist Jón Sigurðs- son árið 1811. 10. Asía er 42,79 millj. km’, en Ameríka 40,09 millj. km’. — Asía er miklu þéttbýlli. 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.