Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Síða 25
48% af eldsvoðunum hafa átt sér stað meðan skipin voru í slglingu. 44% meðan skipin hafa legið fyrir akker- um eða bundin við hafnargarða. Og 8% þegar skipin hafa verið í þurrkví eða sUppum. eldurinn er og hvar í skipinu hann er. Ef það er nauðsynlegt að yf- irgefa eldstaðinn meðan boð um eldinn er látið ganga, verður að gera það. Ráðizt síðan gegn eldinum VÍKINGUR með þeim slökkvitækjum, sem eru við hendina. Stöðvið olíudælur, lokið loft- ræstispjöldum o. s. frv. Hindrið dreifingu hitans og kælið skil- rúm og dekk, bezt með vatns- úðun. Hindrið með öllum ráðum útbreiðslu eldsins. Eftirleikur eldsvoða eða end- uríkviknun hefur yaldið 50% af því tjóni, sem verður vegna elds- voða. Þessvegna er eftirslökkvun afar áríðandi, jafnskjótt og að- aleldurinn hefur verið slökktur. 1. Athuga ber mjög gaum- gæfilega svæðið, sem hefur brunnið, rífa skilrúm o. s. frv. 2. Slökkva skal hugsanlegar glæður og þær gegnumvætt- ar. 3. Kælið öll þilför og skilrúm í nánd við brunastaðinn. Þegar þetta hefur verið gert, er samt mjög óvarlegt að yfir- gefa brunastaðinn alveg, heldur skal setja þar vörð, þar til full vissa er fyrir því að brunasvæð- ið sé orðið algerlega kalt. Þessi vörður er mjög mikil- vægur. Framar öllu öðru, gerið yður ljósa eldhættuna og hug- leiðið hvað þér munduð gera, ef illa færi. Þekkið óvinirm — eldinn — sem bezt. ÞekkiS skipið út i æswr. Þekkið og lítið eftir slökkvir tækjvm um borö. Þjálfið skipshöfnina. G. Á. E. Hjónin voru í fasta svefni. Konuna dreymdi þá að hún væri á leynilegu stefnumóti með öðrum manni. Henni fannst maðurinn sinn koma og liún æpti upp úr svefninum: „Guð minn gó>3ur, maðurinn minn!“ — Maðurinn hennar hrökk upp úr fasta svefni og þaut í ofboði út um gluggann. Torfbæir — Tréskip Framhald af bls. 13. virðist nauðsynlegt að setja strangar reglur um byggingu og notkun tró- skipa, ef ekki á að banna þau með öllu. Þessar reglur þurfa a»ð ákveða, án undanþágu, hámarkshestaflatölu á hverja smálest og ná til allra tréskipa, hvort sem um er að ræða nýbygging- ar eða eldri skip, sem enn eru á floti. Þetta hámark ætti að vera innan við helming af þeirri vélastærð, sem nú tíðkast, og mundi þá ef til vill draga svo úr nýbyggingu úr tré, að óþarft væri að banna þær beint. Þær mundu þá einnig gera eldri fleytur minna hættulegar og draga úr öðrum áföll- um, sem greinilega fara vaxandi á þessum skiprnn, af eðlilegum ástæðum. Þessar reglur hefðu þurft að vera komnar fyrir löngu, og þær hljóta að koma, en því fyrr því betra. Vátryggjendur, Slysavarnarfélagið og reyndar öll þjóðin heimtar, að ekkert sé látið ógert til þess að draga úr sjóslysum. En meðan við byggjiun skip úr tré og notiun tvisvar til þris- var sinnum of stórar vélar í þau, er ekki hægt að segja, að varlega sé farið. Þá virðist ekki ástæðulaust að setja einhverjar reglur um þyngdarpunkt skipa, sem sýnist vera orðinn eitthvað reikull liin síðari ár. Reykjavík, sept. 1961. G. Þorbjömsson. o 7 Ljóff án orða. 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.