Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 21
Mesti eldsvoði á sjó 1960 J>ann 19. desember 1960 varð mesti eldsvoði þess árs, er kviknaði í ameriska flugrélamóðurskipinu Constellation, meðan það var í smíðum. 50 manns fórust í eldinum og fjárhagstjónið var talið vera sem svarar 2.100 mllljónum islenzkra króna. Þegar eldurinn kom upp, lá skipið í byggingarstöðinni f Brook- lyn i New York, það var fullbyggt að um 85%. Á svæðinu þar sem eldsupptökin urðu, var 6.000 lítra tankur fyrir mótorfotogen. En frá honum Iágu leiðslur til ýmissa hjálparmótora til rafmagns- framleiðslu. Þennan morgun voru í tanknum um 2.000 ltrar af brennsluefni. tJndir flugvcladekkinu var ennþá mikill tréumbún- aður í sambandi við smiðarnar er varð ti,I þess að fæða eldinn og áttu brunaliðsmenn feiknar erfiðleika með að komast þar að. Einnig var á ýmsum öðrum stöðum bráðabirgða tréskúrar fyrir skrifstofur og birgðageymslur í sambandi við bygginguna. Upprunalega orsökin að eldinum var sú, að lyftikrani átti að flytja til stálbjálka, sem lá á dekkinu. Bjálkinn sveiflaðist til og rakst í stálplötu, sem lá á vinnupalll, stálpiatan féil niður hjá — Constellation brennur tankinum, sem fyrr var nefndur, og braut af honum ventil I gólfhæð. Brennsluefnið rann út á dekk og niður um vinnulúgur niður á neðri dekkin. Verkamennimir voru mjög viðbragðsfljótir að koma vatnsslöngum f gang til þess að þvo brennsluefnið burtu, en jafn- hliða var brunavörðum smíðastöðvarinnar strax gert aðvart. I gegnum hátalarakerfi var strax fyrirskipað reykingabann og öll eld- og rafmagnssuða yrði stöðvuð samstundis. En vatn var að- eins nýbyrjað að renna úr fyrstu tveim slöngunum á efsta dekkl, þegar eldtungur byrjuðu að teygja sig upp um vinnuiúgur af neðra dekki. Þar hafði farið fram logskurður á stálplötum, og var talið fullvist, að strax hefði farið neisti i olíuna, og eldurinn, sem kviknaði, siðan breiðst örhratt út. Ákveðið hafði verið að koma fyrir öflugum slökkviútbúnaði af allra fullkomnustu gerð um aUt skipið, en ekki var búið að ganga frá þeim útbúnaði, þegar eldurinn braust út. Þó voru um borð nokkrar slökkvislöngur með venjulegu vatnsþrýstiafli. sjóvinnunámskeiðin aðstöðu til kennslu og verklega æfingu fyr- ir nemendur sína á slíku æfinga- svæði, en undir handarjaðri Vél- skólans (eða SjómannaskólansV gætu slík námskeið þróast í sér- stakan skóla. 1 kennslubók farmanna í sjó- mennsku er fjallað all-ítarlega um stöðugleika skipa, en stöðug- leiki varðar að sjálfsögðu örygg- iseftirlit, einnig eru þar stuttir kaflar um eldvarnir og skaða á skipum og er þetta dágott, en nauðsynlegt væri að æfa þetta verklega. Á góðu æfingasvæði gætu yf- irmenn íslenzkra skipa þjálfað skipshafnir sínar öðru hverju í meðferð slökkvitækja. Þannig yrði: 1) aukið öryggi áhafna — skipa og farþega þeirra. 2) fyrri kunnáttu haldið við og hún aukin. í Fiskimannadeild sjómanna- skólans og til minna prófs vél- stjóra ætti skilyrðislaust að veita góða fræðslu og æfingu í eldvörnum. VlKINGUR 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.