Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 31
Hér á myndinni sést fyrsta gufuskip Stokkhólms til út- hafssiglinga. Hét það „India“ og fór sína fyrstu ferð 26. marz 1873. Stærðin var 236 smálestir og „á því «ð öllum líkindum að geta lestað 1— 200 tonn“ var sagt i dagblaði frá þeim tíma, sem áleit litlar líkur til að gufuskip útrýmdu seglskipum. Verði það einhvern tima, kannske eftir hundruð ára, sem við efumst um, munu þó aldrei járnskip útrvma segl- skipunum, sögðu þess tíma siglingasérfræðingar. Það var nú svo. Eigum við að efast um, að atómknúin skip útrými þeim skipum, sem við höfum í dag og byggð eru & langri reynslu. Máske er bezt að spá engu, nú á tímum tækninnar. tbiíafjölffun jarffar iiin fíO milljónir. Giskað er á að jarðarbúum fjölgi nú um 46 milljónir ár- lega, en ekki er ósennilegt að fjölgunin nemi í reyndinni 55 milljónum, segir í „Demo- graphic Yearbook 1960“, sem Sameinuðu þjóðimar hafa ný- lega sent á markaðinn. Á síðustu 40 árum hefur jarðarbúum fiölgað um rúm- lega 1000 milljónir. 40 af liundraði þessarar fjölgunar — 400 milljónir — er frá síð- ustp 10 árum. Stærsti hluti þessarar árlegu fólksf jölgun- ar á sér stað í Asíu, en þar fjölgar íbúunum árlega um 22—23 milljónir (nákvæmar er ekki hægt að kveða á um það). 56 af hundraði allra jarðarbúa eiga nú heima í Asíu. Samkvæmt árbókinni var íbúatala heimsins árið 1959 2.900 milljónir, og talið er að í fyrra hafi hún verið nálægt 3000 milljónum. Mikil er sú viðkoma. Meðal 10 loftskeytamanna, sem tóku próf við Stýrimanna skólann í Kaupmannahöfn í apríl s.l., voru þrjár frúr gift- ar stýrimönnum. Ein frúin hafði auk þess setið á skóla- bekk með manninum sínum, yfirstýrimanninum C. M. Mel- bæk, sem þá var ljúka námi. Melbæk-hjónin fara mjög bráðlega með skipinu „Oliva Winter" — hann stýrimaður, en frúin loftskeytamaður. (Úr „Maskinmesteren" ). Er Jietta lausnin. Hjón lögskráð á sama skip. Oft er á það minnst — segir í blaði danska stýrimannafé- lagsins, að aðdráttarafl hins veika kyns sé meginástæðan fyrir því, að dönskum verzl- unarskipum helzt illa á stýri- mönnum. Löngunin til þess að vera heima hjá konunni sinni, unnustunni eða ástmenn, sé langoftast orsökin til þess, að menn fari í land. Þó maður vilji engan veginn skrifa und- ir þessa staðhæfingu — segir blaðið, þá er mjög sennilegt, að stýrimenn fari oft í land af þessum ástæðum. Útgerðarfélög hafa að und- anförnu sýnt vaxandi greið- vikni í því að leyfa yfirmönn- um skipanna að taka konur sínar með á sjóferðum. Leyfi þessi ná þó yfirleitt ekki nema til einnar ferðar í senn. Ef nú svo stæði á, að hjónin hefðu bæði störf að rækja á sama skipi, gæti varanleg sambúð þeirra átt sér stað. Þetta er ekki óalgengt bæði á norskum og sænskum skipum. Ef til vill eru nú breytingar i aðsigi í þessum efnum. ttlóinarirht til sjós! 1 norska kaupskipaflotan- um, sem oft siglir um hinar hlvrri slóðir, er töluvert um áhugamenn í blómarækt, sem gróðursetia og ala upp plönt- ur frá ótrúlegustu stöðum, oft við frumstæð skilyrði. Og það eru ekki bara þern- ur og loftskeytadömur, sem eru fremstar í flokki við blómaræktina. Fyrir 2—3 ár- um var Alnæs, skipstjóri á m.s. „VIATOR“ útnefndur „Garðyrkjumaður nr. 1“ í norska flotanum. Nú er hann Kunnu aö meta hann. Um það leyti sem Ingólfs- líkneskið var afhjúpað og af- hent Norðmönnum, ritaði Árni G. Eylands fróðlega grein um fæðingarstað Ing- ólfs Arnarsonar, í dagblaðið Vísi. Þar segir m. a. svo: „Nú er komið að Ósi (Osen), setri Atla hins mjóva, þess er átti í útistöðum við 'bá fóstbræður, Ingólf og Hjör leif, og gerði þá loks af eign- um þeirra, svo að það dró til íslandsferðar og landnámsins í Reykjavík. Hér á Ósi er björgulegt um að litast; foss er í ánni skammt frá Ósi og laxgengd mikil upp að foss- inum. Það er annars áber- andi að fleiri mikilhæfir og ríkir landnámsmenn komu frá ættaróðölum í Noregi, þar sem var mikil laxveiði, og þeir kunnu vel að meta sömu hlunnindi er til Islands kom. Ingólfur hefur kunnað að meta Elliðaárnar og Laxá í Kjós, og líklega hefur hann ekki talið eftir mönnum sín- um að skreppa austur í Ölf- usá. Og á veiðislóðir leitaði Karli greyið, er hann stakk af með ambáttina til selskapar og fylgdar". skipstjóra á m.t. „ACINA“, og hefur flutt með sér blóma- ræktina þangað um borð. Á annarri myndinni sjást skipstjórinn og kona hans, ásamt Elisenberg umboðs- manni fyrir „Statens Vel- ferdskontor for Handelsflát- en“ í Abadan. Á hinni mynd- inni sjáum við Alnæs ,skip- stjóra á stjórnborðsbrúar- væng, þar sem hann hefur komið fyrir því, sem hann kallar „vetrargarðinn sinn“, samsettum af iurtum frá öll- um heimsins hornum. 31 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.