Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 30
f
Björgvin Vilhjálmsson
Fæddur 30. júlí 1897.
Dáinn 9. nóv. 1961.
NOKKUR MINNINGARORtí
„Skjótt hefur sól brugðið sumri.
Þessar ijóðlínur koniu mér í huga,
þegar mér barst fregnin um óvænta
og sviplega fráfall vinar míns, Björg-
víns Vilhjálmssonar. Þótt hann væri
allmjög liniginn að aldri og því öll-
um það vitanlegt, að ævidegi hans
var mjög tekið að halla, væntum við
þess, að enn ætti iiann nokkurn á-
fanga ófarinn liérna megin við
„móðuna miklu“. En hér fór sem
oftar, að þótt mennirnir álykti, þá
eru það ekki þeirra óskir, eða á-
lyktanir, sem ráða örlögum inanna,
nema þá að nokkru leyti.
Björgvin Vilhjálmsson var fæddur
að Ósi í Borgarfirði eystra hinn 30.
júlí 1897. Voru foreldrar hans Sól-
veig Guðmundsdóttir og Vilhjálmur
Stefánsson, búandi hjón þar og víð-
ar liér í Borgarfirði. Björgvin ólst
upp með foreldrum sínurn hér í
Borgarfirði. Hann var ungur að ár-
um, þegar liann fór að taka virkan
þátt í strangri lífsbaráttu, því hann
var snemma mjög bráðgjör um all-
an þroska. Fyrst og fremst voru það
sjóróðrar, enda varð sjómennska að-
al ævistarf hans til æviloka. Árið
1923 kvæntist Björgvin eftirlifandi
konu sinni, Guðfinnu Pétursdóttur,
ættaðri af Norðfirði. Þau eignuðust
einn son, Kristin að nafni, sem nú
er kvæntur og búsettur í Reykjavík.
Hann liefir gjört sæfarir og sjó-
mennsku að lífsstarfi sínu eins og
faðir hans.
Þau Guðfinna og Björgvin fluttust
til Vestmannaeyja og bjuggu þar all-
mörg ár. í Eyjum stundaði Björgvin
ávallt sjóinn og þótti sæti hans ætíð
vel skipað, hvort sem hann var skip-
stjórnarmaður eða hann vann undir
annarra stjórn á sjónum.
Árið 1935 fluttist Björgvin með
fjölskyldu sína til Borgarfjarðar og
hér í sveit hefir Iiann veriö búsettur
síðan. Hefir hann ávallt.átt liér op-
inn vélbát, sem hann hefir gjört út
30
og stjórnað sjálfur, seinast nú á liðnu
sumri. Auk þess var hann á sínum
árum húinn að rækta allmikið land
í Bakkagerðisþorpi og koma sér upp
snotru fjárhúi, sem liann stundaði
samhliða sjósókninni. Ekki held ég
þó, að honum hafi gengið til gróða-
hyggja eða gróðavon í sambandi við
landbúskapinn, heldur hafi þar kom-
ið fram annar snar þáttur í skap-
höfn lians, nefnilega tengslin við
móður jörð, hinn skapandi, gróandi
mátt. Hann gat glaðst og hrifist jafn-
innilega við gróandi stofublóm, þótt
engan efnislcgan arð gæfi eins og
bylgjandi töðuvöll. Og sauðkindurn-
ar sínar umgekkst hann sem vini og
félaga. Honum var það óblandin lífs-
nautn að fylgjast með þeim, háttum
þeirra, eðli og athöfnum öllum. Og
gleði lians var einlæg og innileg,
þegar hann vissi, að skepnum þeim,
er hann hafði í umsjá sinni leið vel,
því hann var dýravinur i fyllstu
merkingu þess orðs. Hugtakið „skyn-
lausar skepnur“ hygg ég að hafi ver-
ið huga hans fjarlægt og framandi.
Þær skepnur hygg ég að Björgvin
Vilhjálmsson liafi ckki þekkt, held-
ur skepnur gæddar skynsemi og til-
finningu. Um það vitnaði bezt sú
umhyggja, skilningur og alúð, er
hann auðsýndi þeim.
Björgvin Vilhjálmsson var fram-
úrskarandi vinsæll maður og vel
metinn af öllum, er höfðu af hon-
um nokkur veruleg kynni. Ég get
reyndar hugsað mér, að þeim, sem
lítil kynni höfðu af honum, hafi get-
að virzt hann dálítið hrjúfur á yf-
irborðinu. En það þurfti ekki mikið
að kynnast honum til þess að sann-
færast um það, að á hak við þá skel
sló viðkvæmt og hlýtt hjarta þess
heiðvirða og vandaða drengskapar-
manns, sem í engu vildi vamm sitt
vita. Ég hygg, að á honum hafi sann-
ast liið fornkveðna, að á engu vildi
hann níðast, því, er honum var til
trúað.“
Björgvin Vilhjálmsson var sérstak-
lega greiðvikinn, hjálpfús og skjót-
ur til liðveizlu, ef til hans var leitað.
í stuttu máli sagl: Vildi hvers manns
vandræði leysa, stæði það í hans
valdi. Barngóður var hann með af-
hrigðum og skilningsgóður á þeirra
hugarheima og talar það sínu máli
uin skaphöfn hans og innsta eðli,
liversu þau hörn, er hann umgckkst
liændust að honum.
Björgvin var mjög vörpulegur
Björgvin Vilhjálmsson
maður að vallarsýn, hár og þrekinn,
enda afrenndur að afli, svo sem
hann átti kyn til, því hann var ná-
kominn afkomandi hinna nafn-
kenndu Hafnarhræðra, sem frægir
eru vegna hinnar óvenjulegu líkam-
legu atgervi sinnar.
Ekki var það ætlun mín með þess-
um fáu línum, að skrá hér ævisögu
Björgvins Villijálmssonar, þótt ærið
tilefni gæti verið þar til. En hitt
vildi ég, nú er leiðir slcilja um sinn,
tjá minar innilegustu þakkir fyrir
langa, örugga og ætíð ánægjulega
samfylgd, fyrir tryggð hans og
drengskap, cr aldrei brást. Ég mun
ætíð geyma minningu Björgvins
Vilhjálmssonar í þakklátum lmga,
og svo liygg ég að fleirum muni
fara, sem nokkur veruleg kynni
höfðu af honum.
Björgvin var hreinskilinn og lýsti
skoðunum sínum á mönnum og mál-
efnum á ákveðann og hispurslausan
hátt og gat þá stundum verið all-
hvass í máli, þó án þess að valda
sársauka. í engu var hann hálfur,
cða hikandi. í stuttu máli sagt:
Hann var traustur stofn, ekki að-
eins líkamlega, heldur líka á hinu
andlega sviði.
Ég vil hér með tjá eftirlifandi
konu Björgvins og öðrum vanda-
mönnum háris minar innilegustu
samúðárkveðjur. Blessuð veri minn-
ing hans.
Þorsieinn Magnússon.
VÍKINGUR