Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 35
„Við verðum að ná þeim heilum upp. Ef við veiðum þá í snöru á litlu ciýpi, er hætt við að við kremjum þá. Og netum er ekki hægt að koma við hér — til þess þarf stóran vatnsflöt, en við verðum að veiða gegnum gat á ísnum, og það er aðeins rúmur fer- metri að stærð. ísinn á McMurdósundi er þriggja metra þykkur, og það tek- ur fjóra daga að höggva lítið gat á hann. Síðan þarf að halda vökinni opinni, svo ekki frjósi yfir hana aft- ur, ella mundi metersþykkt lag af ís myndast á henni á einum degi“. Af þeim fiskum, sem teknir hafa verið til rannsóknar, hefur „fiskurinn með hvíta blóðið“ þótt lang merkileg- astur og furðulegastur. Hann er eina liryggdýrið, sem vitað er, að hafi hvítt blóð. Það var norskur líffræðingur, sem fann hann fyrstur árið 1954 um borð í norskum hvalveiðibát. Fiskur þessi er alveg eins og aðrir fiskar að öðru leyti en þvi, að hann vantar rauða litarefnið í blóðið. Þetta litarefni er að finna í spendýrum, fuglum, skriðdýrum, láðs- og lagar- dýrum og fiskum, og hefur það hlut- verk að flytja súrefnið, sem dýrin anda að sér, gegnum lungun eða tálkn- in, út um líkamann og færa það frum- unum, sem byggja upp líkamann. Ilingað til hefur verið álitið, að þetta væri eina leiðin til þess að flytja súr- eínið frá lungum eða tálknum út í frumumar. Nú hlýtur fiskurinn með hvíta blóðið að þurfa á súrefni að halda eins og önnur dýr — en hvernig Dýafræðingar draga gildru upp úr 570 metra dýpi gegnum gat á ísnum. Myndin er tekin að sumri til. það berst út um líkamann, fyrst hann hefur ekkert rautt litarefni í blóðinu, er enn óútkljáð mál. Vísindamenn frá Eandaríkjunum, Þýzkalandi, Noregi og Sovétríkjunum vinna nú að því að leysa þessa gátu. ... Eftirlætisdýr vísindamanna á Suð- urskautslandinu er Adeliemörgæsin. Hún líkist einna helzt stuttum og klunnalegum manni. Hún er hálfur metri að hæð, digur og afturþung, brjóstið hvítt og bakið svart, og_ væng- irnir litlir og óverulegir, enda getur liún ekki flogið. Adeliegæsin hefur þann vana að stela steinum úr hreiðrum nágranna smna til þess að byggja með sitt eigið hreiður. Um varptímann í varplönd- unum fara mörgæsirnar á kreik svo þúsundum skiptir og stela hver frá annarri, og er það æði skopleg sjón. Adeliemörgæsin hræðist ekki mennina, og má vera, að það eigi eftir að koma henni i koll; vísindamenn eru því fegnir, því að það léttir þeim rann- sóknirnar. Til dæmis handsamaði einn visindamannanna nokkur þúsund mör- gæsir í þeim tilgangi að fylgjast með lifnaðarháttum þeirra, hegðun þeirra innbyrðis og hvernig þær ala upp unga sína. Þá verður og mæld þyngd þeirra og líkamshiti. Hvað er það, sem kemur farfuglun- um til að fljúga til heitari landa á haustin og leita á kaldari slóðir á vorin? Hvað er það, sem stjómar hreyfingum jurtanna, litaskiptum í kröbbum og svefni mannanna og vöku? Þetta eru spumingar, sem ásótt hafa mennina um aldaraðir. Vísindamönn- um hefur ekki enn tekizt að skýra það náttúrulögmál, sem þessu veldur, en nefna það „Náttúruklukkur11. Tveir menn, annar indverskur, hinn banda- rískur, dveljast nú við Suðurskautið og rannsaka, hvort snúningur jarðar um öxul sinn hafi nokkur áhrif á þessar „náttúruklukkur". Allt þetta og ýmislegt fleira sagði dr. Wohlschlag mér um þau vísinda- störf, sem eru unnin á hinu ísiþakta Suðu rskautslandi. Þcssir tveir drengfr, sem þið sjáið hér á myndinni, eru á ferð í skóginum og sjá margt á ferð sinni, en þó sjá þeir ekki refinn, hjörtinn og- storkinn, scm eru rétt hjá þeim. Getið þið séð þá? V í X I N G U R 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.