Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 17
erlendis og verði haldin svo oft sem þurfa þykir og aðsókn leyfir. Þá telur þingið, að nautösynlegt sé að stofna til radamámskeiða á sama hátt, þar sem skipstjómarmenn öðlist reynslu í praktískri notkun radarút- setninga. Þá telur þingið nauðsynlegt vegna eldri árganga frá Stýrimannaskólan- um, aS stofnað vei*ði til bréfaskóla í rafmagnsfræSi og að loknum bréf- legum undirbúningi verði efnt til nám- skeiðs í rafmangsfræði og viögerðum á electroniskum siglingatækjum og fiskleitartækjum. Þingi*ð fagnar því, að rafmagns- fræSi er orðinn fastur liSur í kennslu við skólann og telur mikilvægt spor i rétta átt. 20. Þing F.F.S.Í. beinir því til sam- bandsstjórnar að beita sér fyrir því meS öllum tiltækum ráðum, að fé fá- ist til að Ijúka aClbyggingu Sjómanna- skólans, liátíSasal og öðru og jafn- framt að lóð skólans verði skipulögö og frágengin á sumri komanda. 20. þing F.F.S.Í. færir Æskulýðs- ráöi Reykjavíkur þakkir fyrir þann skilning, sem þa'ð hefur sýnt þeim unglingum er sjómennsku vilja stunda, með því að halda uppi sjóvinnunám- skeiöum, þar sem kennd liafa verið hagnýt vinnubrögð er sjómennsku varðar. — Þingið lítur þó svo á, atS kennsla sem þessi þurfi ai5 lcomast f fastara form. — Þingi'ð beinir því til stjórnar F.F.S.Í., að hún hafi samráð við Æskulýösráð Reykjavíkur — og hvern þann aðila, er vill leggja þessu máli liö, til þess að þaS megi komast í þafð form er íslenzkri sjómanna- stétt sæmir. Þingið ályktar að beina því til Fiskmatsráðs, aö það hraði sem mest — undirbúningi og skipulagningu — fræSslu- og rannsóknamála, sem því er falið samkvæmt lögum um fersk- fiskeftirlit og sem miöa eiga a'ð bættri meðferð sjávarafla. Jafnframt ályktar þingið að skora á ríkisstjómma, aS Fiskmatsráði vcröi gert fjárhagslega kleift að sinna þessum málum á vi*ð- lilýtandi hátt. ÞingiS fól sambandsstjóm að beita sér fyrir því, að sérfræðingar verði sendir til sjómannafélaga úti á landi og veiti þar tilsögn í meðferS sigl- inga- og fiskleitartækja. VÍKINGUR Béttindamál skipstjórnarmcmxa: 20. þing F.F.S.Í. lítur svo á, aÖ þafö ófremdarástand, sem skapast hef- ur í réttindamálum skipstjórnarmanna sé með öllu óþolandi. Þingið leggur til, aS 120 tonna námskeiðunum verSi haldið áfram næstu 2—3 ár. Frá ár- inu 1962—’63 verSi engar undanþágur veittar, Sambandsstjóm athugi allar mögulegar leiðir til þess að 'örva sjó- memi til a'ð afla sér lögboðinnar menntunar — og að athugaðar verði leiSir til þess að sjómenn sjái sér ekki fjárhagslegan ávinning í því að sniðganga Sjómannaskólann eða nám- skeiðin í Reykjavík og úti á landi. Stofnun nefndar: 20. þingöð fól sambandsstjóm að athuga möguleika á stofnun nefndar meS atvinnurekendum, þar sem á- greiningsatriði verði rædd og samn- ingsumleitanir innan einhvers ramma, sem samtökin leyfa. Béttindi Islendinga á Grænlandi: 20. þing F.F.S.Í. skorar á Alþingi og ríkisstjórn að beita sér fyrir því, aS íslenzkur útvegur fái ekki lakari aðstöðu en Danir og Norðmenn á haf- svæðum og í höfnum Grænlands. — Jafnframt beiti ríkisstjórn íslands sér fyrir, a'ð íslenzkir fornminjafræS- ingar fái aðstöðu til aS fylgjast meS rannsóknum á siglingum og landfund- um íslenzkra skipstjórnarmanna til forna og þeir fái aðstöðu til rann- sókna á þeim fomu minjum, sem til- heyra þessu veglega tímabili siglinga og landfunda. Telur sambandsþing æskilegt að Al- þingi veiti fé til rannsókna og kynn- ingar á fomum landafundum íslend- inga og öllum sögulegum heimildum þar að lútandi. Eins og kunnugt er, er í ýmsum löndum sá siöur aö stinga kertum í afmæliskökuna og eiga kertin alð vera jafnmörg árunum, sem afmælisbamið liefur lifaS. Nú upplýsir kertafram- leiðandi einn í Ameríku, að ef allar konur þar gæfu upp réttan aldur á afmælisdögum ■—• myndi framleiðsla kertanna aukast um 2 milljarða stk. Víða þarf að gripa til höndum, meðan & fiskvertíðum stendur. Myndirnar eru frá Vestmannaeyjum 1960. Tallð að ofan: Lina, þorskanet og sQdamet. 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.