Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 27
Reglugerð um veiðisvæði
Stjóm F.F.S.I. barst hinn 15.
jan. 1962 bréf frá Fiskifélagi
íslands með tillögum um reglur
um veiðar með þorskanetjum á
svæðinu frá Dyrhólaey vestur
að Látrabjargi.
Sjávarútv.málaráðuneytið fól
Fiskifélagi Islands að hafa á
hendi verkefni þetta, og um
leið að hafa samráð við þau
samtök sjómanna, er þetta mál
varða.
Sambandsstjórnin sendi þeg-
ar tillögur Fiskifélagsins til við-
komandi sambandsfélaga — og
Afsakið, ég keypti hér í gær meðal
móti rauðu nefi, en í dag er það
orðið blátt.
—- Nú jæja, hvaða litur er það
eiginlega, sem þér viljið hafa á
nefinu?
*
Hérna eru stígvélin yðar, sagði
skósmiðurinn við pólfarann, voruð
þér ánægðir með þau, sem ég bjó
til fyrir síðustu pólförina?
— Já, ég hefi satt að segja aldrei
smakkað betri stígvél.
— Og þú ert búinn að fá þér varð-
hund.
■—- Já, það má nú segja, ég hefi
ekki komist inn í búðina í þrjá daga.
*
Andrés piparsveinn tók upp á því
að gifta sig. Daginn eftir fékk hann
heimsókn af tryggingarmanni, þar
sem þú ert nú giftur er ráðlegt fyrir
þig að kaupa líftryggingu. Ónei,
svo hættuleg er hún nú ekki.
a
— Hvar skyldl nýl loftskeytamaSorlnn
hafa tekið próf?
VÍKINGUE
birtast hér á eftir samþykktir
fjölmeimra funda, er haldnir
voru um þetta efni, í þeirri röð,
sem þær bárust sambandsskrif-
stofunni.
Skipstjóra- og stýrimannafél-
agið HAFÞÓR, Akranesi:
„Fundur haldinn í Hafþór 15.
jan. ’62, samþykkir að mótmæla
tillögum Fiskifélagsins dags 12.
jan. 1962. Telur fundurinn til-
lögurnar algjörlega óraunhæfar
og óframkvæmanlegar. — Hins-
vegar telur fundurinn tímabært
að friða viss svæði um hrygn-
ingartímann".
Samþykkt einróma af 30
starfandi skipstjórum og stýri-
mönnum á Akranesi.
Skipstjóra- og stýrimannafél-
agið KÁRI, Hafnarfirði:
„Fundur haldinn 16. jan. ’62
mótmælir harðlega framkomn-
um tillögum, þeim, sem sendar
voru okkur til umsagnar þann
12. jan. ’62 af stjórn F.F.S.I.,
sem hníga í þá átt að skerða
stórkostlega athafnafrelsi til
veiða með þorskanetum og er
það einróma álit fundarins, að
slíkar fáránlegav tillögur eigi
engan tilverurétt og beri á eng-
an hátt að Ijá slíkum tillögum
eyra, sem grundvöll fyrir reglu-
gerðasetningum af mönnum —
sem virðast ekki bera neitt
skynbragð á, hvað slík reglu-
gerðasetning mundi skerða hag
íslenzkrar sjómannastéttar og
þjóðarbúið í heild,, eins og mál-
um er háttað í dag og skorar
fundurinn því á stjórn F.F.S.I.
að vísa þessum tillögum tafar-
laust heim til sinna föðurhúsa".
Samþykkt með öllum greiddum
atkvæðum.
Skipstjóra- og stýrimannafél-
agið VÍSIR, Keflavík.
Á aðalfundi félagsins hinn 21.
jan. 1962 voru samþykkt ein-
róma mótmæli gegn tillögum
Fiskifélags Islands um reglur
um veiðar með þorskanetum á
svæðinu frá Dyrhólaey vestur
að Látrabjargi og þeim vísað
frá sem óraunhæfum.
Skipstjóra- og stýrimannafél-
agið ÆGIR, Reykjavík.
Tillögur Fiskifélagsins virðast
miða að því, að veita línubátum
meira svigrúm en áður og fela
í sér nokkrar takmarkanir á
netalögnum, sem er spor í rétta
átt og til bóta frá því, sem ver-
ið hefur, sérstaklega það ákvæði
að banna netalagnir á meira
dýpi en 180 m.
Það er þó álit ÆGIS, að hér
sé of skammt farið og nauðsyn
beri til að friða algjörlega á-
kveðin hrygningarsvæði fyrir
netalögnum á svæði því, sem
fellur undir 1. lið í tilhögun
Fiskifélagsins.
Á það skal bent, að í tilhögun
Fiskifélagsins eru engin ákvæði
um togveiðar eða rétt togveiði-
skipa til ákveðinna veiðisvæða,
en það hefði verið eðlilegt að
skapa þeim einhvem rétt, þar
sem með framkomnum tillögum
er farið inn á þá braut, að
skipta veiðisvæðum milli báta-
flotans eftir veiðarfærum.
Skipstjóra- og stýrimannafél-
agið VERÐANDI, Vestmanna-
eyjum bendir á, að tillögur um
takmörkun netaveiðisvæða séu
óþarfar á veiðisvæðum Vestm.
eyjabáta, þar sem ekki hefur
verið um teljandi árekstra að
ræða milli neta- og línuveiða. —
Takmörkun um fjölda þorska-
neta teljum við leysta með ný-
fiskmatinu. Talonarkanir þessar
eru enn óskiljanlegri, þar sem
ekki virðist eiga að takmarka
veiðisvæði SA.-A.-N.-lands eða
undan Vestfjörðum, þó vitað sé,
að þorskanetaveiðar verði stund-
aðar á sumum þessara svæða í
vetur — og fari vaxandi.
Með féltgskveðju.
f. h. S. S. VERÐANDI.
Júlíus Sigurösson.
27