Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1962, Blaðsíða 23
brunaæfingar. — Brunaæfingar verður að skipuleggja vandlega og eins raunhæft og unnt er. Ef bruna ber að höndum, verður hver maður að hafa ákveðið starf og vera á sínum stað. Áreiðanlega verður einhverj- um yfirmanni að orði: „Hvenær eigum við að fá tíma til allra þessara æfinga og kennslutíma?" Það þarf ekki að halda lang- an fyrirlestu'r, aðeins að það sé gert og menn hvattir til að hugsa um þessi mál. Klukkutíma kennsla á viku í eldvörnum og öryggiseftirliti gæti orðið dýr- mæt, ef hættu ber að höndum. En eitt mikilvægasta atriðið er ekki unnt að afsaka með tímahraki. Það er: Yfirmaður- inn sjálfur verður að hafa skipu- lagt og hugleitt hvað gera skal, þar sem hugsanlegt er að eldur geti brotizt út. 6. Eldhættur. Það eru marerar ástæður fyrir eldsvoðum í skinnm og það væri sannarlega verkefni trvggingar- félaga að safna heimildum um orsakir eldsvoða, sem orðið hafa í skipum, svo að siómenn gætu frekar áttað sig á hættunum og forðast þær. 1 Bandaríkiunum og að lík- indum einnig hér á landi og víð- ast annars staðar, urðu flestir eldsvoðar vegna lélegs frágangs við byggingu skipa og húsa. — Ófóðruð útblástursrör, illa frágengin eldavélarrör og léleg olíukyndingartæki hafa m. a. valdið mörgum eldsvoðum um borð í íslenzkum vélbátum. — Vindlingastubbar og óvarleg meðferð á eldspýtum eru einnig mjög algengar orsakir eldsvoða. Árið 1949 var tjón af völdum eldsvoða frá vindlingum og eld- spýtum 38 milljónir dollara í Bandaríkjunum. Það er næstum móðgun að nefna við nokkum sjómann að reykja ekki í „koj- unni“. Sá maður er það gerir, er algerlega ábyrgðarlaus gagn- vart skipsfélögum sínum og lít- ill félagi. Það er oftast bezt fyr- ir líf og heilsu útgerðar og á- VÍKINQUK hafnar, að þannig karlar fái pokann sinn. Um borð í skipum, þar sem reykingar í brú eru leyfðar — ætti að vera stór og rúmgóður öskubakki í stýrishúsi. Ef menn venja sig ávallt á að henda stubbnum út um gluggann, get- ur fyrr eða síðar illt af hlotizt. Á fiskibátum eru oft aftur á skipinu tjörguð og eldfim veið- arfæri og getur sígarettu- eða vindilstubbur auðveldlega kveikt í þeim í þurru og góðu veðri. — Neistaflug frá útblástursröri eða reykháf hefur á þann hátt kveikt í veiðarfærum og er því gott ráð að gegnvæta þurr veið- arfæri í þannig veðri. Á stærri skipum hafa vindl- ingastubbar oft lent ofan á yf- irbreiðslur á björgunarbátum og þannig orsakað eld og skaða á öryggistækjum skipsins. — Af öðrum eldhættum má nefna sjálfsíkveikjuhættu í not- uðum klútum og olíublautum tvisti. Skilyrðislaust skal varast að safna slíku að sér og safnist, 1. Elds verður of seint vart. 2. Eldur hefur breiðst fljótt út, vegna sprenginga eða annarra óvæntra aðstæðna. 3. Röng handtök við slökkvi- starfið. 4. Slökkvitæki hafa ekki ver- ið í lagi, handslökkvitæki tóm, slöngur fúnar o. s. frv. eða slökkvitæki hefur beinlínis vantað. 5. Áhöfnin hefur verið illa eða algerlega óæfð í með- ferð slökkvitækja og aldrei látið sér eldsvoða um borð til hugar koma. 6. Allt fyrirkomulag um borð mjög slæmt, ef eld ber að höndum. 7. Skilrúm, dælur og annað slíkt, sem getur hindrað frekari útbreiðslu elds hafa verið í ólagi. 6% af eldsvoðunum um borff elga sér upp- tök í blrgffageymslum skipanna, dekkhús- um, geymslukrókum, botntönkum o. o. frv. það fyrir, þá skal geyma allan olíublautan tvist og klúta í loft- þéttum stál- eða járnílátum. Óvarleg meðferð glóðarlampa, rafmagnsofna, logsuðutækja o. fl. orsakar ávallt fjölda bruna. Lélegar rafmagnsleiðslur og slæleg einangrun skapa mikla hættu og eru algeng eldsorsök. stóreldsvoða um borð í skipum I stuttu máli hafa aðalorsakir orðið vegna eftirfarandi: Eftirlitsferðir. Aðskilja vel sprengjuhætt rúm í skipinu. Skipuleggja áður hvað gera skuli. Eftirlit. Forsjá skips og áhafnar. Reyna að bæta úr þessu á sem beztan hátt, ef unnt er. Eftirlit. Ráð: 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.