Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1967, Blaðsíða 2
Kortið sýnir svæðið, sem var mælt.
hefir lengi haft í huga að eignast
fullkomin tæki sem þessi.
Mælingarnar með Raydist-
tækjunum fóru þannig fram, að
staðsetningar-tækjum var komið
fyrir í Knarrarósvita og Hall-
geirsey í A.-Landeyjum. Þá var
eitt tæki í skipinu og við þver-
skurð geislanna, sem sendir voru
úr landi fékkst syo nákvæm stað-
arákvörðun að ekki gat munað
nema örfáum metrum. Skipinu
var síðan siglt í ákveðna stefnu
og djúpið mælt með dýptarmæl-
um. Milli hinna jafnhliða lína
voru yfirleitt sexhundruð til eitt-
þúsund metrar, en þar sem botn-
lagið var þannig, að mæla þurfti
sérstaklega var millibilið ekki
meira en 300—500 metrar.
V/s Ægir varð var við grynn-
ingar, sem ekki fundust á sjó-
korti, á svæði S af Eindrang.
Gerðar voru nákvæmar mælingar
af þessu svæði og kom þá í ljós á
90 metra dýpi að 60 metra hár
drangur reis þar frá botni. Nú
fellur þessi „einmana" drangur
inn í hið endurbætta sjókort
hinna íslenzku mælingamanna,
en eins og Gunnar Bergsteinsson
skýrði frá, er mjög mikil vinna
Pétur Sigurð'sson, forstjóri
landhelgisgæzlunnar.
framundan við að færa hinar ná-
kvæmu mælingar, sem nú eru í
„handriti," inn á sjókort, sem
fyrir hendi eru.
Annar þáttur þessa leiðangurs
var að framkvæma mjög ná-
kvæmar mælingar í kringum
Surtsey. Þar nutu þeir mikil-
vægrar aðstoðar brezka hafrann-
sóknarskipsins H. M. S. Heckla,
sem mikið hefir verið hér við
land.
Þær mælingar tóku um hálfan
mánuð og sýna þær, m.a. að
Surtla litla, sem eitt sinn reis úr
sæ og hreykti sér við hlið Surts-
eyjar, hefir nú sigið um 20
metra undir sjávarmál, miðað við
stórstraumsfjöru. Forstöðumað-
ur brezku hafrannsóknarstofnun-
arinnar hefir nú skilað árangri
Surtseyjarmælinganna og birtist
fróðleg mynd af þeim hér. Bret-
arnir veittu mikilvæga aðstoð. —
Lánuðu þeir vélbát til mæling-
anna.
Almennar sjómælingar voru
Kortið sýnir mælingarnar við Surtsey,
sem Bretar a hafrannsóknarskipinu Heckla
önnuðust.
182
VlKINGUR